Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1969, Síða 46

Æskan - 01.10.1969, Síða 46
una, ortu henni lof, Þorsteinn Erlingsson sagði: Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi. Og alkunna er kvæði Guðmundar skólaskálds, Vormenn íslands. Það var hvöt til æsku hins Unga íslands, sem var að vakna og fann þrótt og stæltan vilja í sjálfu sér. Það má víst með sanni segja, að stofn hins íslenzka meiðs hafi verið góður frá öndverðu, aðeins hafi hann skort aðstæður til þess að njóta sln til fulls I landinu. Erlend kúgun og áþján var hlutskipti íslendinga um margar aldir, myrkur grúfði yfir öllu athafnalífi, sem var taktfast og vanabundið kotungsstrit. Auð- mýkt og undirgefni var ríkjandi, bænaskrár voru samdar og sendar utan til hinna erlendu valdhafa, þá er úr hófi keyrði, og örþreytt þjóð krepptist i viðjunum, sem að því er virtist voru óslít- andi helsi. Ég hef áður I annarri grein, Móti sumri og sól, lýst frelsisbar- áttu þjóðarinnar og sigrum, og skal eigi hér um það rætt frekar. Hinn 17. júní síðastliðinn minntist þjóðin tuttugu og fimm ára lýðveldis á islandi. Þar var æskan með, ungt Iþróttafólk setti glæsilegan svip á daginn víðs vegar um landið, skrúðgöngur æskufólks og barna voru talandi tákn um þann glæsileik, sem æska þessa lands ber með sér I dag. í höfuðborginni gátu dagblöð þess, að mikið hefði borið á ölvun unglinga, en ég held, að slikt verði að telja til bernsku- breka, sem ekki séu hin (skyggilegustu, þótt eigi séu þau til fyrirmyndar. Það var eitt af stefnumálum ungmennafélaganna að berjast fyrir bindindi, og sllkt verður að teljast ákjósanlegt. Vin- drykkja prýðir engan mann, sízt ungt fólk, sem fullt er af lífs- þrótti og æskufjöri. Það er skoðun min, að gáleysi um meðferð og neyzlu áfengra drykkja meðal þjóðarinnar sé vandamál, sem allir verði að sameinast um að leysa, án allra fordóma og of- stækis. Það væri ákaflega mikilsvert, ef æskulýðurinn snerist þar á sveif og drægi þann taum með víðsýni og djörfung. Nú i sumar hefur verið sagt frá því, að Landgræðsla ríkisins og nokkur ungmennafélög hafi unnið að því að dreifa grasfræi og áburði á örfoka staði á landinu. Þetta er gleðilegur vottur um aukinn’ skilning unga íólksins á þörf aukinnar verndar og upp- græðslu föðurlandsins, sem slfellt er að eyðast og fjúka burt sökum óblíðrar veðráttu og aukins ágangs búfjár á heiðalönd og heimahaga. Það þarf að glæða skilning landsmanna á þessu málefni, og þá sérstaklega æskunnar, sem innan tíðar á að erfa þetta land og skila þvi í hendur óborinna kynslóða sem beztu og byggilegustu. Það verður að telja rétt, að síðan alþýðumenntun tók að auk- ast meðal þjóðarinnar, hafi sífellt steínt til góðs og mörgu og miklu verið áorkað og hrint í framkvæmd af landsmönnum. Má telja vist að það, er sáð hefur verið í huga og hjarta unga fólks- ins, hafi borið góðan ávöxt, og í félagsmálum yfirleitt hefur æskan sýnt dug og djörfung til aukinnar framsóknar í ýmsum velferðarmálum þjóðarinnar. En betur má svo að ekkert glatist af þvl, sem áunnizt hefur til aukins menningar- og velferðarlífs. Ég gat þess í upphafi, að það væri sígilt fyrirbæri lifsins að vera ungur, og það er dásamlegt að geta ávallt fært nýrri kyn- slóð í vegarnesti ávaxtað pund hinnar eldri, sem sifellt er að hverfa af sjónarsviðinu. Það orkar nú ekki tvlmælis, að æskan getur lyft „Grettistökum" i þjóðfélaginu, sé hún örvuð og rétt metin af þeim, er meiri hafa þroskann og reynsluna. Sveitir landsins eru bezt til fallnar að ala Uþþ víðsýna og frjáls- huga æsku, þar er hún ávallt I lifandi snertingu við náttúruna, grösin og blómin og dýrin, sé þess gætt að glæða skilning og þroska meðal æskunnar á dásemdum hinnar islenzku náttúru og tign Fjallkonunnar, má ávallt vænta þess, að þar vaxi og þroskist þróttmikill og víðsýnn meiður. Því hefur verið haldið fram af ýmsum, að í sveitunum eigi að reka sem fæst og stærst bú til þess að fylla markaði i bæjum og borg af neyzluvörum. Það eru helzt menn, sem innheimta dag- laun að kvöldum, sem Ijá þessari skoðun fylgi. Uþpeldi æskunn- ar má ekki verða vélrænt gróðaspil, þar þurfa að vera að verki mannleg og skilningsrík öfl, handleiðsla i ást og kærleika, en þé stefnt að þvi að kenna flugið, frjáls og óháður. Borgarlifið hefur uþp á fjölmargt að bjóða, en til skamms tíma hefur það nú verið svo, að þar hefur svo virzt sem æskan væri hálfgerð hornreka og því vafamál, hvort hún hefur notið sín sem skyldi. Hugsjóriir ungmennafélaganna gömlu voru orðnar að veru- leika margar hverjar, þegar lýðveldið var stofnað, og ótalmargt fleira hefur áunnizt, sem þau höfðu ekki á stefnuskrá sinni. Það er ósk og von allra góðra íslendinga, að þjóðin megi um ófyrir- sjáanlegan aldur búa sem bezt í þessu landi, njóta ávaxtanna af því er frumherjarnir skópu, og auka við og bæta eftir þvi sem efni standa til á hverjum tíma. Þar þarf æskan að hasla sér völl og tryggja sína framtíð. Gunnar Magnússon frá Reynisdal. 462

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.