Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1969, Page 65

Æskan - 01.10.1969, Page 65
HEIÐA — Framlialdssaéa í myndum AUGU Hér sjáið þið sex myndir af augum heimsfrægs fólks. — Hvaða fólk haldið þið að þetta sé? Svör við því finnið þið á blaðsiðu 477. HITT og ÞETTA • Armstrong var fyrir utan geimferjuna á tunglinu í tvær klukkustundir og 13 mínútur, en Aldriri ( tvær klukkustundir. Alls dvöldu þeir á tunglinu í 21 klukkustundir, 36 mínútur og 20 sekúntur. • Geimferðastofnun Banda- fíkjanna hefur á að skipa 600 rafreiknum og 450 þúsund rnanna starfsliði. Alls hafa verið fáðstafað 26 milljörðum Banda- rfkjadala til geimrannsókna und- farin ellefu ár. ' • Takmark Geimferðastofnun- ar Bandaríkjanna er að senda til lendingar á Marz geimskip fyrir árið 1986. 145. „ERTU mjög veik, amma?“ spyr Heiða, þegar hún sér blindu konuna liggja í rúminu. „Nei, það er af því kuldinn er svo mikili," svarar amma. „En það segi ég þér, að vænt þykir mér um hlýja sjalið frá henni Klöru, því að ábreiðan mín er svo þunn.“ Heiða klappar á hönd gömlu konunnar. „Já, en mér líður nú vel, ef þú aðeins lest upphátt fyrir mig.“ — 146. HEIÐA les á meðan bjart er. Þá kveður hún og fer til Péturs, sem þegar er setztur upp á sleðann. Heiða stekkur upp á sleðann fyrir aftan Pétur. Þau þjóta í hendingskasti niður hlíðina. Þegar Heiða er lögzt í rúmið sitt bak við ofninn, verður henni hugsað til ömmu. Hver á nú að lesa upphátt fyrir hana? Ekki get ég komið til hennar á hverjum degi, og Pétur er ekki læs. Allt í einu dett- ur hennl ráð í hug. 147. „PÉTUR, nú dettur mér dálítið í hug,“ segir Heiða, þegar Pétur kcmur til hennar daginn eftir. „Þú verður að læra að lesa strax:“ „Ég er nú að því,“ segir Pétur afundinn. „Já, en þú ert ekki orðinn fluglæs, svo að þú getir lesið upphátt fyrir ömmu. Ég skal kenna þér það. Mamma þín segir, að þú eigir að ganga í skóla í borginni, en krakkarnir hlæja að þér þar, ef þú getur ekki einu sinni stautað þig fram úr orðum.“ „Kannski við reynum," tautar Pétur. Heiða dregur l’étur að borðinu. — 148. HEIÐA tekur fram stafrófskver, sem hún kom með frá Klöru, því að í því eru svo skemmtiiegar setningar. „Vanti þig að vita é, verður þú að háð og spé.“ Þarna sérðu það sjálfur svart á hvítu, Pétur, þetta var ég að segja þér. Byrjaðu nú.“ Pétur stafar í gríð og ergi. Afi hefur hlustað á börnin og skemmt sér ágætlega. Hann segir, að Pétur hafi verið duglegur við námið. • Ein kona hefur til þessa farið út I geimin, er það rúss- neska geimkonan Tereshkova. Hún fór 48 hringi umhverfis jörðu og var á lofti í rúma 70 tíma. • Til þessa munu fimm geim- farar hafa látið Kfið í tilraunum sfnum, þrír Bandaríkjamenn, sem fórust er eldur kom upp í geimskipi þeirra á jörðu og Rússarnir Gagarin, fyrsti geim- fari heimsins, er fórst i tilrauna- flugi og Vladimir Kornarov er fórst í geimflugi við iendingu. L 481

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.