Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 5

Æskan - 01.11.1971, Page 5
inu sinni fyrir löngu, er byrjað var að hafa dýragarð í London, urðu menn eins og nú að greiða peninga fyrir innganginn, en auk þess var þess óskað, að menn færðu dýrun- um eitthvað að borða. Þess vegna komu menn oft með hunda og ketti, sem kastað var til villi- dýranna, er þarna voru fyrir. Dag nokkurn kom maður, sem langaði til þess að sjá dýrin, með Jítínn hund, sem hann hafði fundið á götunni, og afhenti hann dýraumsjónarmanninum. Maðurinn fékk að sjálfsögðu strax aðgang, en litla hvolpinum var hent inn í búrið til Ijónsins, svo að það gæti étið hann. Hvolpurinn litli lagði skottið á milli fótanna og skreidd- ist út í eitt horn búrsins, en Ijónið kom þangað og þefaði að honum. Saga eftir TOLSTOJ Þá lagðist litli hvolpurinn upp i loft, teygðl úh fótunum og dinglaði skottinu. Ljónið snerti hann með þófunum og sneri honum við. Hvolpurinn litli reis upp og settist á afturfæturna. Ljónið virti fyrlr sér þetta litla dýr, sneri höfði hvolpsins til og frá með öðrum hramminum, en gerði honum að öðru leyti ekkert mein. Þegar eftirlitsmaðurinn gaf Ijóninu kjöt að éta, reif það dálftinn hluta af því og gaf hvoipinum. Þegar Ijónið lagðist niður til þess að sofa um kvöldið, lagðist hvolpurlnn hjá því og hvíldi höfuð sitt á öðrum hrammi þess. Þannig lifðu Ijónið og litli hvolpurinn saman í ró og spekt i sama búrinu í langan tíma. Ljónið gerði honum aldrei neitt mein; þau átu saman, sváfu saman og stundum brá Ijónið til leiks við litla hvolpinn. En dag nokkurn kom herramaður í dýragarðinn og skoð- aði meðal annars Ijónabúrið. Þegar hann sá hvolpinn, skýrði hann eftirlitsmanninum frá þvi, að hann ætti þennan hvolp og vildi fá hann aftur. Eftirlitsmaðurinn vildi að sjálfsögðu afhenda eigandan- um hvolpinn, en þegar þeir ætluðu að kalla hvolpinn til sin og taka hann, reisti Ijónið makkann og rak upp mlkið reiðiöskur, svo að þeir þorðu ekki að taka hvolpinn frá þvi. Þannig lifðu Ijónið og lltli hvolpurinn friðsamlega saman i heilt ár. En dag nokkurn varð hvolpurinn veikur og dó. Ljónlð hætti að neyta matar síns, en var alltaf að þefa af litla hvolpinum og snerta við honum öðru hverju með hramm- inum, eins og það vildi vekja hann. Þegar Ijóninu varð Ijóst, að litli hvolpurinn var dáinn, hljóp það snögglega I loft upp, barði rimla búrsins með skotti sínu, kastaði sér á vegginn og reyndi að brjótast út. Þannig hagaði Ijónið sér í nokkra daga, barði allt og beit og öskraði, en lagðist loks niður hjá litla hvolplnum. Eftir- litsmaðurinn reyndi að taka hvolpinn úr búrinu, en Ijónið vildl ekki sleppa honum. Þá datt honum í hug, að Ijónið myndi gleyma sorg sinni, ef hann léti það fá annan hvolp, og þvi lét hann inn til þess annan lifandi hvolþ. En Ijónið reif hann samstundis á hol. Siðan lagði það hramm sinn varlega utan um litla, dauða félaga sinn og lá þar hreyfingarlaust I fimm daga. Sjötta daginn var Ijónið dáið. 3

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.