Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 58

Æskan - 01.11.1971, Side 58
Fæðingardagur fflsungans Flóðhesturinn hló með öllu höfðlnu, þegar hann heyrði þetta. Ljónið, konungur dýranna, rak upp eitt af sínum meiri háttar öskrum Inni í graslnu háa, sem vex I frumskógin- ^''—^nni í skóginum lá lítill fIII undir J tré einu og svaf vært. Þetta var snemma morguns og dögg- in myndaði perlur á grasinu. Litli fíllinn heyrði til móður sinnar, þar sem hún hraut friðsamlega þarna rétt hjá. Seinlega opnaði litli flllinn augun, rétt svo að rifaði i þau. Skammt frá, undir akasíutré, lá hinn gríðarstóri fílapabbi og svaf vært. Stóru vígtennurnar hans voru skinandi hvltar. Allt I einu ýttl filamamma blítt við litla fílnum með stóra rananum sínum og sagðl: „Vilt þú nú ekki reyna að fara að hypja þig á fætur, litli fíll. Það er afmælið þitt I dag, nú ert þú fjög- urra ára.“ Litli fíllinn hentlst á fætur. ,,Að hugsa sér, hvað ég er orðinn stór. Ég er nú lika búinn að fá rétta gráa fílalitinn og hættur að vera Ijósrauður, elns og þeg- ar ég var voða litill." Sá fyrsti, sem þau mættu, var glraff- inn, hann var önnum kafinn við að kroppa í sig blöðin af mímósutrénu. Hann tók aðeins efstu blómin í topþn- um, hann var ekki í vandræðum með það, því hann er svo hálslangur. „Góðan daginn, gíraffi," sagði fíla- mamma. „í dag er sérstakur hátíðar- dagur, því að litli fíllinn á afmæll." „Nei, til hamingju með daginn," sagði gíraffinn glaðlega. „Komdu nú, væni minn,“ sagði móðir hans. „Við skulum fara í smágöngu- för, af því að það er afmælisdagurinn þinn í dag, og í leiðinnl komum við í heimsókn til vina okkar. Á eftir færðu svo afmælisgjöfina." 56

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.