Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 66

Æskan - 01.11.1971, Page 66
Lára Sigurðardóttir, Ægisdætr- um: Af hverju er ég skáti? Því er erfitt að svara, en skátl gefst ekki upp. Ég er skáti af því að ég hef áhuga fyrir starfi skátanna sem felst ekki aðeins í því að sitja á fundi eitt kvöld í viku, heldur líka að fara í útilegur og gönguferðir, því að skáta- starfið byggist á útilífi, sem ég hef áhuga fyrir. Guðrún Inga, Ægisdætrum: f raun og veru er bezta svar- ið ,,af því bara“, en ég hef gaman af útilegum, góðum fé- lagsskap og að vera alltaf að læra eitthvað nýtt. Sem skáti verður maður alltaf að vera viðbúin hinu óvænta! Július Aðalsteinsson flokksfor., Löxum, Fiskasveit, Jórvíkingad. Ægisbúum: Ég er skáti af því að ég hafði haft kynni af skátastarfi og ákvað að ganga í skátahreyf- inguna og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Ég tel skátastarf hollt, nyt- samt og skemmtilegt tóm- stundagaman. Þegar Friðrik fðr með jólin til pabba riðrik var einn heima, þegar póst- urinn kom. Það voru eitthvað svo skemmtileg hljóðin, sem heyrðust þegar bréf og blöð duttu niður um bréfalúguna og lentu á gólfinu í gang- inum. Friðrik tók upp póstinn og lét hann á eldhúsborðið. Hann var nú svolítið ergi- legur yfir því að kunna ekki að lesa. Þarna var nú t. d. bréf með óvenjulegu frímerki. Það hlaut að vera frá pabba. Vel á minnzt. Þú þekkir ekki Friðrik. Hefur auðvitað aldrei heyrt hans getið. Ég ætla því að byrja á því að segja þér frá honum. Hann á heima í gulu tvíbýlis- húsi. Pabbi hans er sjómaður, nánar til tekið loftskeytamaður. Mamma hans er frá Svíþjóð, og hún talar svo fyndna sænsku, á sérstaklega skemmtilegan hátt — ekki eins og Finnarnir. Þau búa nefni- lega í Finnlandi — Friðrik og fjölskylda hans. Hún getur eiginlega ekkert sagt á finnsku — lítið meira en „kiitos“, sem þýðir „þökk", svo getur hún nokkur önn- ur smáorð, en ekki samt nærri alltaf. Frið- rik getur talað finnsku, það hefur hann lært af leikfélögum sínum. Stundum segir mamma: „Jæja, Friðrik minn, nú verður þú að fara að kenna mér finnsku." Þá verður nú Friðrik meira en litið upp með sér. Hugsa sér, að hann skuli kunna það, sem mamma kann ekki. Friðrik snýr bréfinu á milli handa sér. Pabbi hefur áreiðanlega skrifað honum líka — það gerir hann alltaf. „Halló. Er nokkur heima?“ Friðrik heyrir í mömmu sinni og hleypur á móti henni með bréfið. „Hérna, sérðu mamma, bréf frá pabba." Mamma gefur sér ekki einu sinni tima til að fara úr kápunni; hún varð strax að fara að lesa bréfið. Það er eitt af því skemmtilegasta, sem Friðrik hlustar á, þeg- ar mamma er að lesa bréfin frá pabba. Pabbi hefur alltaf frá svo mörgu að segja — frá framandi löndum — frá dýra-, fiska- og fuglalifi — frá stormum á hafinu — já, og frá appelsinum og öðrum suðræn- um ávöxtum, segir pabbi, já, og frá hinu og þessu. Mamma les og Friðrik hlustar. Pabbi hefur skrifað langt bréf. Stundum gleymir Friðrik að hlusta. Hann situr og hugsar um það, að bráðum koma jólin, og þá kemur pabbi heim. Skyndilega verður mamma svo hljóð og niðurdregin: „Pabbi getur ekki komið heim fyrir jól. Við verðum að vera ein um jólin, þú og ég, einnig [ ár, Friðrik minn.“ Mamma er eitthvað svo hrygg á svipinn. Friðrik vill 64

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.