Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 68

Æskan - 01.11.1971, Side 68
^I ÞJOÐIR HEIMSINS 1. Pólland er alþýðulýðveldi í austanverðri Evrópu. Árið 1939 var stærð landsins 150.572 fermílur, en í lok síðari heims- styrjaldar hernámu Rússar 69.000 fer- mílur landsins, en 39.000 fermílur af austurhluta Þýzkalands voru gerðar að pólsku landi. í marz 1939 gerði Bretland varnar- sáttmála við Pólland, ef á það yrði ráðizt. Frakkland hafði gert hið sama árið 1921. Þegar Hitler lét gera innrás I Pólland I september 1939, stóðu bæði Frakkland og Englandi við samninginn og sögðu Þýzkalandi stríð á hendur. Nokkru eftir styrjaldarlok eða 1952 var landið gert að alþýðulýðveldi. Ríkis- stjórn var mynduð af pólska verka- mannaflokknum, sem er sósíalistaflokk- ur. Einkaeign á landi var þó leyfð og frjálsræði átti að ríkja í trúarskoðunum. Raunverulega eru um 95% þjóðarinnar taldir vera rómversk-kaþólskrar trúar. 2. Fyrir síðari heimsstyrjöld starfaði mikill meirihluti pólsku þjóðarinnar að landbúnaði, en árið 1965 voru aðeins um 33% hennar talin vinna að land- búnaði. Það eru þó ennþá til allmörg stórbýli í landinu, nokkur þeirra i einka- eign, en önnur undir ríkisstjórn. Það eru einnig ræktuð víðáttumikil skógar- svæði á sama hátt. í borginni Ágústow I norðausturhluta Póllands er mikii skógrækt og timbur- iðnaður, og sýnir myndin hvar verið er að fleyta timburflekum niður fljótið við borgina. Meðal landbúnaðarafurða, sem fram- Pólland leiddar eru í Póllandi, eru hveiti, rúgur, bygg, hafrar, kartöflur og sykurrófur. í léttaiðnaði er framleiðslan m. a. baðmull, ull, silki, skófatnaður, sápa og pappir. í landinu eru margar koparnámur, og talið er, að Pólland geti verið í fremstu röð með koparframleiðslu. Önn- ur málm- og steinefni, sem fundizt hafa í jörðu í Póllandi, eru kol, járn, blý og sink. Allar námur Póllands eru ríkis- eign. Pólland er aðili að fiskiréttarsamn- ingi Evrópuríkja og árið 1964 var lýst yfir 12 mílna landhelgi Póllands. 3. Höfuðborg Póllands er Varsjá (Wars- zawa), sem liggur inni í miðju landi austanverðu og stendur við ána Vislu (Vistula). í síðari heimsstyrjöldinni voru unnar gífurlegar skemmdir á borginni, og um 87% hennar voru rústir einar í stríðs- lok. Borgin er nú nýtízkuleg í sniðum, en reynt var að byggja upp elzta hluta hennar alveg eins og hann var fyrir eyðilegginguna. Meðalhiti í Varsjá er um -í-3 gráður Celcius í janúar og um 19 gráður C. í júlímánuði. Upprunalega var Varsjá lítið sveita- þorp, sem byggðist utan um gamlan kastala. En árið 1609 var hún gerð að höfuðborg landsins í stað gömlu höf- uðborgarinnar Kraká (Krakow). Meðal atvinnugreina, sem stundaðar eru í Varsjá, er framleiðsla á hveiti, lérefti og lyfjavörum, þar er einnig málmsteypa, framleiðsla á járnbrautar- vögnum og prentvélum. Myndin er af menningar- og vísinda- höllinni í Varsjá, sem lokið var við árið 1955. Hún er gjöf frá Sovétríkjunum. Þó að Varsjá standi nú á báðum bökkum Vislu, var hún upprunalega aðeins byggð á vinstri bakkanum. 4. Skólaskylda er í Póllandi til 15 ára aldurs, en kennsla er ókeypis. Þar eru barnauppeldisheimili, barnaskólar, gagn- fræðaskólar, sérskólar ýmsir, kvöld- skólar og háskólar. I Póllandi eru gefin út 40 dagblöð, en ríkismálgagnið er Trybuna Ludu. 66

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.