Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Síða 68

Æskan - 01.11.1971, Síða 68
^I ÞJOÐIR HEIMSINS 1. Pólland er alþýðulýðveldi í austanverðri Evrópu. Árið 1939 var stærð landsins 150.572 fermílur, en í lok síðari heims- styrjaldar hernámu Rússar 69.000 fer- mílur landsins, en 39.000 fermílur af austurhluta Þýzkalands voru gerðar að pólsku landi. í marz 1939 gerði Bretland varnar- sáttmála við Pólland, ef á það yrði ráðizt. Frakkland hafði gert hið sama árið 1921. Þegar Hitler lét gera innrás I Pólland I september 1939, stóðu bæði Frakkland og Englandi við samninginn og sögðu Þýzkalandi stríð á hendur. Nokkru eftir styrjaldarlok eða 1952 var landið gert að alþýðulýðveldi. Ríkis- stjórn var mynduð af pólska verka- mannaflokknum, sem er sósíalistaflokk- ur. Einkaeign á landi var þó leyfð og frjálsræði átti að ríkja í trúarskoðunum. Raunverulega eru um 95% þjóðarinnar taldir vera rómversk-kaþólskrar trúar. 2. Fyrir síðari heimsstyrjöld starfaði mikill meirihluti pólsku þjóðarinnar að landbúnaði, en árið 1965 voru aðeins um 33% hennar talin vinna að land- búnaði. Það eru þó ennþá til allmörg stórbýli í landinu, nokkur þeirra i einka- eign, en önnur undir ríkisstjórn. Það eru einnig ræktuð víðáttumikil skógar- svæði á sama hátt. í borginni Ágústow I norðausturhluta Póllands er mikii skógrækt og timbur- iðnaður, og sýnir myndin hvar verið er að fleyta timburflekum niður fljótið við borgina. Meðal landbúnaðarafurða, sem fram- Pólland leiddar eru í Póllandi, eru hveiti, rúgur, bygg, hafrar, kartöflur og sykurrófur. í léttaiðnaði er framleiðslan m. a. baðmull, ull, silki, skófatnaður, sápa og pappir. í landinu eru margar koparnámur, og talið er, að Pólland geti verið í fremstu röð með koparframleiðslu. Önn- ur málm- og steinefni, sem fundizt hafa í jörðu í Póllandi, eru kol, járn, blý og sink. Allar námur Póllands eru ríkis- eign. Pólland er aðili að fiskiréttarsamn- ingi Evrópuríkja og árið 1964 var lýst yfir 12 mílna landhelgi Póllands. 3. Höfuðborg Póllands er Varsjá (Wars- zawa), sem liggur inni í miðju landi austanverðu og stendur við ána Vislu (Vistula). í síðari heimsstyrjöldinni voru unnar gífurlegar skemmdir á borginni, og um 87% hennar voru rústir einar í stríðs- lok. Borgin er nú nýtízkuleg í sniðum, en reynt var að byggja upp elzta hluta hennar alveg eins og hann var fyrir eyðilegginguna. Meðalhiti í Varsjá er um -í-3 gráður Celcius í janúar og um 19 gráður C. í júlímánuði. Upprunalega var Varsjá lítið sveita- þorp, sem byggðist utan um gamlan kastala. En árið 1609 var hún gerð að höfuðborg landsins í stað gömlu höf- uðborgarinnar Kraká (Krakow). Meðal atvinnugreina, sem stundaðar eru í Varsjá, er framleiðsla á hveiti, lérefti og lyfjavörum, þar er einnig málmsteypa, framleiðsla á járnbrautar- vögnum og prentvélum. Myndin er af menningar- og vísinda- höllinni í Varsjá, sem lokið var við árið 1955. Hún er gjöf frá Sovétríkjunum. Þó að Varsjá standi nú á báðum bökkum Vislu, var hún upprunalega aðeins byggð á vinstri bakkanum. 4. Skólaskylda er í Póllandi til 15 ára aldurs, en kennsla er ókeypis. Þar eru barnauppeldisheimili, barnaskólar, gagn- fræðaskólar, sérskólar ýmsir, kvöld- skólar og háskólar. I Póllandi eru gefin út 40 dagblöð, en ríkismálgagnið er Trybuna Ludu. 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.