Æskan - 01.04.1972, Page 20
koll á þilfarinu. Nú barSi Pési á báSar hendur eins og ber-
serkur, og brátt var enginn sjóræningi uppistandandi á
skiplnu.
Pési ferðalangur var að brjóta heilann um það, hvernlg
hann ætti að hreinsa til á þilfarinu, þegar hann vaknaði!
Þetta var þá bara draumur!
4.
Pési stóð á fætur og sá þá, að fyrir framan hann stóð
gamall skröggur með asna í taumi. Á asnanum voru geysi-
stórar klyfjar af skóflum, pottum, pönnum, sóflum, hnífum,
harmonikum og alls konar skrani.
„Hvert ert þú að fara, lagsi?" sagði skröggurlnn við
Pésa ferðalang.
,,Ég er nú á leiðinni til Bala Hala,“ sagði Pési.
,,Þú kemst aldrei þangað sjóleiðina," sagðl sá gamli.
,,Nei,“ svaraði Pési. „En ég vil skipta við þig á asnanum
og bátnum.“
„Því er ég samþykkur," sagði karlinn.
„Þá er það klappað og klárt. En viltu ekki gefa mér
þessa gömlu, Ijótu harmoniku?" spurði Pési.
Karlinn féllst á það, en sagði þó, að harmonikan væri
hvorki gömul né Ijót, heldur afbragðsfalleg.
Svo hjálpaði hann Pésa til þess að taka farangurinn úr
Dísu og binda hann í klyfjar á asnann. Svo lagði Pési af
stað. Þeim kom vei saman, asnanum og Pésa, því að Pési
lék á harmonikuna sína og stundum söng asninn fyrir
Pésa. Pésl kallaði hann Grána.
Nokkru síðar voru þeir stöðvaðir af hræðilega Ijótum
karli. Pési ætlaði að fara að ávarpa hann kurteislega, þeg-
ar karlinn (hann hét Hektor) hrópaði: „Ekkert þvaður!“
Síðan sló hann Pésa af asnanum með stóra stafnum sln-
um og reif allt dótið hans Pésa niður og henti því á jörðina.
Svo settist hann á bak asnanum og reið á brott.
Pési náði sér brátt eftir löðrunginn. Hektor hafði skllið
eftir gamalt, ryðgað hjól. Pési hugsaði með sér, að hann
yrði að notast við það hér eftir á leiðinni til Bala Hala.
Hann tók saman pjönkur sínar, batt þær á bak sér og
hélt áfram.
5.
Nú hjólaði hann eftir langri götu, og sér til mikillar skelf-
ingar sá hann skyndilega, að Hektor stóð þar á miðjum
veginum. Hektor kallaði Pésa þjóf og sakaði hann um að
hafa stolið hjólinu sínu. Lögregluþjónn kom þar að, og
þegar hann heyrði sögu Hektors, sagðist hann verða að
taka Pésa fastan og fara með hann í steininn. Hann sagði,
að það væri eins gott fyrir Pésa að koma strax með sér,
annars mundi hann verða skotinn. Pési sagði lögreglu-
manninum, að Hektor segði ósatt, en samt þörði hann ekki
18