Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 23

Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 23
SVANASÖNGUR A HEIÐI Svanur. FÖNDUR Þú getur vel búið til stimpil með nafni þínu. Fáðu þór Qúmmíbætur, sem ætlaðar eru til viðgerða á reiðhjóla- slöngum. Rífðu léreftið af bótunum og klipptu slðan prent- aða stafi úr dagblöðunum," stafina sem eru í nafninu þínu, og leggðu þá á límbornu hliðina á gúmmíinu, þeir tolla við meðan þá klippir þá nákvæmlega út með skærum. Þegar Það er búið, rífur þú pappírsstafina af og Ifmir sfðan gúmmístafina á tréklossa, þannig að límborna hliðin snúi niður. Þú raðar stöfunum frá hægri til vinstri, þvf að annars kemur nafnið ekki rétt út. f' Mjallhvítir svanir syntu syngjandi fram og aftur á tjörninni, og kvöldsólin sló gullnum roða á vængi þeirra. Við Tryggvi litli stóðum á tjarnarbakkanum og hlustuðum, svo undurhrifnir, á svana- sönginn. „Gaman væri að geta sungið eins vel og álftirnar," sagði Tryggvi. „Við verðum að reyna það,“ sagði ég. Við Tryggvi sungum nú eins hátt og við gátum: Þú bláfjallageimur! með heiðjöklahring, um hásumar flý ég þór að hjarta, ó, tak mig f faðm þér, minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. „Þetta er annars ekkert Ifkt svana- söng," sagði Tryggvi með ólundarsvip. „Það er ekkert að marka. Við verðum að kvaka, alveg eins og álftirnar," svar- aði ég. Við fórum nú að kvaka og skrækja og létum öllum illum látum. Við fórum blátt áfram að herma eftir álftunum. Svanirnir hættu að syngja. Þeir hring- uðu hálsinn og syntu með slíkum hraða upp að bakkanum, þar sem við Tryggvi vorum, að vatnið gekk f bylgjum undan hvítum bringunum á þeim. Síðan horfðu álftirnar svo ósköp forvitnislega á okk- ur- „Sérðu ekki, hvað álftunum þykir gam- an að hlusta á okkur?" sagði ég. „Jú, ég held það," svaraði Tryggvi, „þær eru alveg þagnaðar sjálfar." Svanirnir fóru nú að stinga saman nefjum, eins og þeir væru að hvfslast á: „Við getum ekki sungið með drengjun- um þarna, þeir eru svo hjáróma. Það er auðheyrt, að þeir eru ekki neinir söngfuglar, þó að þeir séu að syngja, en sárast er, að þeir skuli ekki hafa vit á að þegja." Við Tryggvi hlupum nú heim frá tjörn- inni, en þegar við vorum komnir heim undir túnið, þá byrjuðu svanirnir aftur að syngja, þvi að nú truflaði engin hjá- róma rödd hljómfagra sönginn þeirra. Sigurbjörn Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.