Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 23
SVANASÖNGUR
A HEIÐI
Svanur.
FÖNDUR
Þú getur vel búið til stimpil með nafni þínu. Fáðu þór
Qúmmíbætur, sem ætlaðar eru til viðgerða á reiðhjóla-
slöngum. Rífðu léreftið af bótunum og klipptu slðan prent-
aða stafi úr dagblöðunum," stafina sem eru í nafninu þínu,
og leggðu þá á límbornu hliðina á gúmmíinu, þeir tolla við
meðan þá klippir þá nákvæmlega út með skærum. Þegar
Það er búið, rífur þú pappírsstafina af og Ifmir sfðan
gúmmístafina á tréklossa, þannig að límborna hliðin snúi
niður. Þú raðar stöfunum frá hægri til vinstri, þvf að annars
kemur nafnið ekki rétt út.
f'
Mjallhvítir svanir syntu syngjandi fram
og aftur á tjörninni, og kvöldsólin sló
gullnum roða á vængi þeirra. Við
Tryggvi litli stóðum á tjarnarbakkanum
og hlustuðum, svo undurhrifnir, á svana-
sönginn.
„Gaman væri að geta sungið eins
vel og álftirnar," sagði Tryggvi.
„Við verðum að reyna það,“ sagði ég.
Við Tryggvi sungum nú eins hátt og
við gátum:
Þú bláfjallageimur! með heiðjöklahring,
um hásumar flý ég þór að hjarta,
ó, tak mig f faðm þér, minn söknuð burt
ég syng
um sumarkvöld við álftavatnið bjarta.
„Þetta er annars ekkert Ifkt svana-
söng," sagði Tryggvi með ólundarsvip.
„Það er ekkert að marka. Við verðum
að kvaka, alveg eins og álftirnar," svar-
aði ég.
Við fórum nú að kvaka og skrækja og
létum öllum illum látum. Við fórum
blátt áfram að herma eftir álftunum.
Svanirnir hættu að syngja. Þeir hring-
uðu hálsinn og syntu með slíkum hraða
upp að bakkanum, þar sem við Tryggvi
vorum, að vatnið gekk f bylgjum undan
hvítum bringunum á þeim. Síðan horfðu
álftirnar svo ósköp forvitnislega á okk-
ur-
„Sérðu ekki, hvað álftunum þykir gam-
an að hlusta á okkur?" sagði ég.
„Jú, ég held það," svaraði Tryggvi,
„þær eru alveg þagnaðar sjálfar."
Svanirnir fóru nú að stinga saman
nefjum, eins og þeir væru að hvfslast á:
„Við getum ekki sungið með drengjun-
um þarna, þeir eru svo hjáróma. Það
er auðheyrt, að þeir eru ekki neinir
söngfuglar, þó að þeir séu að syngja,
en sárast er, að þeir skuli ekki hafa vit
á að þegja."
Við Tryggvi hlupum nú heim frá tjörn-
inni, en þegar við vorum komnir heim
undir túnið, þá byrjuðu svanirnir aftur
að syngja, þvi að nú truflaði engin hjá-
róma rödd hljómfagra sönginn þeirra.
Sigurbjörn Sveinsson.