Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 100

Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 100
Charles Darwin &,________________________________________________ febrúar árið 1809. Hann gekk í menntaskóla í fæðingarbæ sínum, fór svo til Edinborgar og las læknis- fræði, en hætti því og sneri sér að náttúrufræði. Hann eignaðist marga vini í skóla, sem seinna urðu vísindamenn. Þegar Darwin var tuttugu og tveggja ára, réði hann sig á skip, sem Beagle hét, og átti hann að stjórna þar náttúrufræðirannsóknum. Skipið hélt frá Englandi árið 1831, var farið umhverfis jörðina, og stóð þessi leiðangursferð í fimm ár. Segja má, að þessi leiðangur og vfsindastörfin, sem Darwin vann að og lagði fram nokkrum árum eftir heim- komuna, hafi valdið tímamótum í öllum hugmyndum manna um náttúrufræði og þar með upphaf mannkynsins, og eins gjörbylt skoðunum manna á aldri jarðarinnar. Kenning Darwins er kölluð þróunarkenning, en hún hef- ur vitanlega tekið mörgum breytingum frá því, er Darwin lagði hana fyrst fram. Bók sú, sem Darwin kynnti í kenningar slnar, heitir The Origin of Species, það er Uppruni tegundanna. Darwin sagði, þegar bókin kom út: „Verk mitt er að- eins upphaf að miklu verki visinda, sem mun taka langan tíma og margir munu vlnna að, en sá tími mun koma, að Ijósi verður brugðið á uppruna mannkynsins og sögu jarð- arinnar." Bók Darwins, Uppruni tegundanna, kom fyrst út 24. nóvember árið 1859. Einn þáttur þróunarkenningarinnar er um svokallað náttúruúrval, en það þýðir, að allt lifandi reyni að laga sig að þeim skilyrðum, sem náttúran býður því, en þær lífverur, sem geta það ekki, deyja einfaldlega út. Náttúran þekkir ekki miskunnsemi. Til þess að geta skilið þessa kenningu Darwins urðu menn að gera ráð fyrir geysiháum aldri jarðar og jafnframt þvf, hversu langan tíma það tekur fyrir dýrategundir að breytast. Allt þetta rekur Darwin í þók sinni, Uppruni teg* undanna. Gríska fornspekinga hafði lengi órað fyrir mörgu af þessu, en þeir stunduðu ekki tilraunir, þótt þeir tækju eftir mörgu, en'það var ekki nóg, og það liðu því margar aldir, þar til þessi þróunarhugmynd fékk vísindalegar stoðir til sS standa á. Á tímum landafundanna á 16. og 17. öld tóku menn eftir því, hve mismunandi þjóðir og dýrategundir voru í hinum ýmsu heimsálfum. Darwin lærði margt um dýralíf Suður-Ameríku, sem er um margt sérstakt. Leiðangursskipið kom til Galapagos- eyja, sem eru um 650 milur frá ströndum Suður-Ameríku- Eyjarnar eru undir stjórn smáríkisins Ecuador. Þar eru fuglar, sem líta öðruvísi út en fuglar sömu tegundar annars staðar. Þarna eru dýr, sem hvergi eru til annars staðar, og þarna eru risaskjaldþökur, óþekktar annars staðar. Vegna þess hve eyjarnar eru afskekktar, þá hafa þessir fuglar og dýr einangrazt og smám saman tekið breytingum, með öðrum orðum lagað sig að sérstökum skilyrðum, sem eru á þessum eyjum. Darwin dvaldi fimm vikur á Galapagoseyjum. Þegar Darwin kom heim úr þessum mikla leiðangri, sett- ist hann að á Englandi og fór að vinna úr efni því, sem hann hafði safnað. Hann giftist frænku sinni, Emmu Wedge- wood, og hafði gott heimili og góðar aðstæður. Darwin var sístarfandi að bókum sínum, er vöktu miklar og ofsafengnar deilur, sem nútíðarmönnum finnast fárán- legar, en snillingar eru ekki alltaf metnir rétt af samtíð sinni. Menn hafa nú metið þessar kenningar upp og jafnframt þróað þær áfram, en meginkjarni hugsunar Darwins hefur staðizt að mestu fram á þennan dag. Miklar framfarir hafa orðið síðan Darwin var uppi. Líf' fræðiþekking hefur vaxið mjög og efnafræði fleygt fram- Menn hafa orðið varir við stökkbreytingar, og sumar má framkalla með aðstoð efnafræðinnar. Steingervingar margra fornra dýrategunda hafa fundizt, og fósturfræði hefur tekið miklum framförum, og hún sann- ar, að fóstur margra æðri dýra sýnir, að fóstrið fer í gegn- um mörg óæðri stig tegundarinnar, áður en það fæðist. Darwin var jarðaður í Westminster Aþþey, og var þa® hinn eini heiður, sem honum var sýndur í ríki Viktoríu drottningar Bretaveldis. ÞorvarSur Magnússon. 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.