Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1975, Qupperneq 42

Æskan - 01.09.1975, Qupperneq 42
í bréfi til þáttarins er spurt m. a. um störf þernu á millilandaskipum. Ekki mun vera krafist neinnar ákveð- innar menntunar af þeirri stúlku, sem vill gerast skipsþerna, en- þó er það nú áreiðanlega svo, að góð málakunnátta mun áreiðanlega koma sér vel í þessu starfi, t. d. enska og eitt Norðurlanda- mál, auk íslensku. Störf þernunnar eru einkum þau, að þrífa farþegaklefa og búa um rúm farþega. Vilji farþegar fremur borða mat sinn inni í sínum eig- in klefa, færir þernan þeim matinn þangað. Ennfremur verður skipsþern- an að vera sérlega hjálpfús við þá, sem þjást af sjóveiki eða eru e. t. v. lasnir eða sjúkir meðan ferðin stendur yfir. Vfirleitt munu ekki vera ráðnar í þetta starf stúlkur, sem eru innan við tvítugt, og einnig ekki aðrar en þær, sem eru vel sjóhraustar. Góð þerna þarf að vera reglusöm og stundvís í starfi sínu. Hún þarf að vera kurteis og traustvekjandi og vera minnug þes, að mikið veltur á góðu starfi hennar til þess að gera farþeg- um ferðina ánægjulega og minnis- stæða. Aligóð laun munu þernur hafa hjá skipafélögunum, en atvinnuhorfur eru víst ótryggar hér á landi, því að síðan Gullfoss var seldur úr landi, munu þau ekki vera ýkja mörg farþegaskipin, einkum þau, sem sigla á milli íslands og annarra landa. ÞAÐ SEM KUÐUNGURINN SAGÐI Einu sinni hittust tveir menn nið- ur við sjóinn og gengu spölkorn með fjörunni. „Hvað er þarna á sandinum?" spurði annar. „Það er kuðungur, já, meira að segja stærðar hafkóngur." Hann beygði sig niður að honum og sagði: „Hvað ertu nú að fara, stóri risi?“ „Ég er að fara hérna yfir sandinn, bara að aðgæta hvernig muni vera að eiga þar heima,“ svaraði snigill- inn. Því í öllum kobbum búa aðeins sniglar og er þá kobbinn aðeins hlíf eða þak yfir þá. „Hvað ertu lengi að komast þessa leið?“ „Ég er ekki að hugsa um, hvað langan tíma það tekur. Aðeins hvort ég fæ að fara þetta óáreittur. Ég á marga óvini sem vilja ná í mig og hreint og beint éta mig,“ svara snigillinn. „Mig langar til sS 11 eins og aðra. Ég treysti á húsið m1 • Þegar það er óskemmt, er ég örugð ur. Svo fer ég að eiga egg og Þa ’ eggin, fara að búa til hús handa e ^ um leið og þau þroskast. komin ný kynslóð, sem við g þó ekki náið samband við. ^a mætti segja, að við séum þsS sej . kalla má einhyggjudeildin í náttúrunnar. *j Nú stansaði snigillinn og fálr11^ út í loftið. Hann hefur enga ^ né heyrn, aðeins tvo fálmara, se hann skoðar með umhverfi s' Þessir fálmarar eru mjög nse.’ svo að hann skynjar allar hreyf'n ar líkt og hann hefði bæði sjón 0 heyrn. jón dh Kjörorðið er: ÆSKAIM FYRIR ÆSKUIMA 40

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.