Æskan - 01.05.1976, Qupperneq 19
Kjörorðið er: ÆSKAIVl FYRIR ÆSKUNA
losna við þá. Dýr eru lifandi verur en ekki ein teg-
und leikfanga fyrir lítil börn. Þessu gleyma margir,
þegar þá vantar hentugar afmælisgjafir til barna,
stundum svo ungra, að til óvita verður að teljast.
Síðan stækkar kettlingurinn og verður á stuttum
tíma að fullorðnum ketti. Þá vill það brenna við, að
kötturinn er hreinlega borinn út og á þá hvergi
höfði sínu að halla og fer á flæking, verður útilegu-
köttur.
Kattavinafélagið vill meðal annars reyna að koma
í veg fyrir þetta. Það vill stuðla að því hugarfari
fólks, að það sé menningarvottur að umgangast dýr
eins vel og vini sína.
Eins og áður er sagt, geta menn, hvar sem er á
landinu, gerst félagar með þvf að láta vita í síma
14594, eða í bréfi tif „Kattavinafélags Islands",
Reynimel 86, Reykjavík. Ársgjald fullorðinna er kr.
500,00, en kr. 250,00 fyrir börn innan 12 ára.
kattavinafélag íslands
„HvaS veg sem helst ég treð
og hvaS sem ég er að bisa,
færðu alltaf glatt mitt geð,
þvl gersemi ertu, kisa."
(Grétar Fells).
katt
Hali
sem
pélagjg var stofnað 28. febrúar s.l. af nokkrum
avinum, sem komu saman til stofnfundar að
veigarstöðum í Reykjavík. Stofnfélagar og þeir,
un?
ins
j i. siðan hafa gengið í félagið eru nú um 140
^sins og fer fjölgandi. Geta má þess, að velkomnir
sra i félagið allir dýravinir, hvar sem þeir eru bú-
? *'r a landinu, en hægt er að tilkynna ósk um inn-
°ngu í félagið í síma 14594, sem er sími hjá for-
anni, frú Svanlaugu Löve, Reynimel 86, Rvík.
Hver er þá tilgangurinn með þessari félagsstofn-
’ nriun ef til vill einhver spyrja. — í lögum félags-
, segir, að það ætli „að vinna að betri meðferð
standa vörð um það, að kettir njóti þeirrar
I 9Verndar, sem gildandi dýraverndunarlög mæla fyr-
°9 stuðla að þvi, að allir kettir eigi sér húsa-
iól, mat og gott atlæti."
. a niun e. t. v. einhverjum detta í hug sú spurn-
n9’ hvort þörf sé á slíku félagi, eða hvort allir fari
u ^ vel með ketti sína nú til dags. Því miður verð-
r sð svara þessu svo, að brýn nauðsyn var á stofn-
n félags sem þessa, því að víða er pottur brotinn,
t Þvi er varðar meðferð katta. Væri hægt að
eJa upp mörg dæmi um hroðalega slæma meðferð
a köttum.
Hattavinafélagið vill vinna að því, að kettlingar
eu ekki gefnir hverjum sem er, aðeins til þess að
Nafn: ...
Heimili:
Póststöð:
£g undirrit.
að Æskunni.
óska að gerast áskrifandi
Utanáskrift er: Æskan, Pósthólf 14, Reykjavík.
17