Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1976, Side 22

Æskan - 01.05.1976, Side 22
Marteinn: En af hverju kemur það, að maður, sem drukkið hefur lítið, er kátur og fjörugur? Kennarinn: Það er einmitt í sambandi við sjálfs- stjórnina, sem við ræddum um. Þegar fíngerðustu frumurnar í heilaberkinum lamast, hefur það venju- lega þau áhrif, að manninum finnst hann vera spræk- ur og fær í allt. En I raun og veru er þetta sjálfs- blekking. Maðurinn hugsar ekki skýrt f þessu ástandi né getur leyst af hendi verk, sem athygli og nákvæmni þarf við. Ólafur: Bílstjóri, sem hefur drukkið Iftið, er auð- vitað ekki eins hættulegur og bílstjóri, sem hefur drukkið mikið? Kennarinn: Þessari spurningu var einu sinni beint til læknis. Hvernig heldurðu, að hann hafi svarað? „Sá, sem hefur drukkið lítið, er hættulegri við stýr- ið en sá, sem er mikið drukkinn." Eva: Það var undarlegt. Hvernig getur það verið? Kennarinn: Jú, það kemur f Ijós, að flest þau bifreiðaslys, sem stafa af áfengisnautn, verða af völd- um bílstjóra, sem lítið hafa drukkið. En sá, sem er mikið drukkinn, er venjulega hindraður í því að setj ast undir stýri. En það ber ekki alltaf mikið á Þv 1 þegar menn hafa aðeins bragðað á áfengi. Sjál^r er bílstjórinn öruggur um að geta ekið bílnum- En það er ekki rétt, hann teflir á tæpasta vaðið, sem hann hefði annars ekki gert, — og svo verður slys_ Áslaug: Er þetta ástæðan til þess, að bflstjóri m ekki neyta áfengis? Kennarinn: Já, og það gildir um alla þá, serT1 stjórna samgöngutækjum, t. d. strætisvagnastjóra skipstjóra. Þeir mega ekki bragða áfengi nokkrar stundir áður en þeir koma að starfi sínu. Eva: Ég hef lesið um skip, sem strandaði, a því að stýrimaðurinn var drukkinn. Marteinn: Flugmenn hafa auðvitað ekki heldur leyfi til að neyta áfengis? Kennarinn: Nei, það mega þeir ekki. Flugmaður verður að hafa skýra hugsun til þess að geta g®1 allra hinna nákvæmu tækja f flugvélinni. Ólafur: Ég sá einu sinni lögregluna taka mann, sem hafði ekið bíl. Það var brennivínsþefur af Þon- um, og þeir sögðu, að lögreglan ætlaði að láta 9era á honum blóðrannsókn. Marteinn: Hvað er annars blóðrannsókn? Kennarinn: Þið vitið, að áfengið fer f blóðið og flyst með því um allan líkamann. Ef bílstjóri er grun' aður um að hafa neytt áfengis, stendur í lögunum, að læknir geti gert á honum blóðrannsókn. Læknit' inn tekur úr honum ofurlftið blóð og rannsakar það- Maður, sem er mikið drukkinn, getur haft tvo eða þrjá af þúsundi (%c) af áfengi í blóðinu. Það er, að f hverjum lítra blóðs eru tvö til þrjú grömm af áfengi’ Marteinn: Eru takmörkin 0,5 af þúsundi fyrir bd' stjóra?

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.