Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1976, Page 26

Æskan - 01.05.1976, Page 26
 ..........................1 Síðan Slysavarnafélag íslands var stofnað eru nú liðin 48 ár. Starfið hefur vaxið dag frá degi og hvorki meira né minna en sjö þúsund manns hafa bjargast úr háska fyrir tilstuðlan björg- unarsveitanna og deildanna, sem eru orðnar hátt í þrjú þúsund talsins. Sjóslys eru ekki lengur einasta viðfangsefnið þótt þau séu megin tilgangur að stofnun Slysa- varnafélagsins og skipi ávallt öndvegið hvað snertir þjálfun og uppbyggingu starfsins. Á ann- að þúsund sjómenn hafa bjargast til lands úr skipsströndum eða öðrum sjávarháska fyrir til- stuðlan björgunarsveita. Hafa þær hvað eftir annað unnið ódauðleg afrek, sem þjóðin geym- ir í hugskoti sér eins og helga bók. Bygging björgunarskýla hefur einnig verið snar þáttur í starfi félagsins og nú eru þau orðin 94, langflest staðsett í fjörðum sem margir hverjir eru óbyggðir með öllu, ekki síst í seinni tíð, er byggð hefur farið í eyði á afskekktum stöðum. Æ fleiri björgunarskýlanna eru búin fullkomnum fjarskiptatækjum og á þannig að vera tryggt, að sjómenn sem hugsanlega lenda í strandi og komast í land, geti látið vita af sér þegar í stað. Snemma beygist krókurinn. Slysavarnafélag íslands á 94 björgunarskýli

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.