Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1976, Qupperneq 27

Æskan - 01.05.1976, Qupperneq 27
Nú eru á þriSja þúsund ungir menn skráðir ( björg- unarsveitirnar en f félagsdeildunum eru um þrjátíu þúsund manns, þar af tólf þúsund konur. Þær hafa síðan árið 1930 haft sínar eigin deildir og verið geysilega dugmiklar, hreinlega gert kraftaverk í þágu félagsins. Sumar félagsdeildirnar eru það smáar, að ekki er grundvöllur fyrir starfrækslu sérstakrar björg- unarsveitar, en deildirnar hafa margar nauðsynleg- ustu björgunartæki. Sést það t. d. á því, að þótt ekkl séu nema 78 björgunarsveitir er tækjabúnaður dreifð- ur á yfir 160 staði á landinu. Kvennadeildirnar eru þrjátíu og uppistaðan í þeim hefur frá upphafi verið sjómannskonurnar. Þær starfa í öllum stærstu sjávarplássum landsins og fjársöfnun til handa björgunarsveitunum er aðalmarkmið kvenn- anna. Slysavarnafélagið fékk annars alveg sérstakan hljómgrunn hjá þjóðinni um leið og það var stofnað. Árið 1931 eignaðist t. d. nýstofnuð björgunarsveit í Grindavík fluglínutæki og var fyrsta æfing með tækin gerð í marsmánuði á túninu hjá einum bænd- anna í nágrenninu. Aðeins viku síðar strandaði tog- ari þar rétt fyrir utan og þrjátíu og átta mönnum var þar bjargað á örskömmum tíma. Vitað var að enginn þeirra manna hefði bjargast án tækjanna; og nú hefur sveitin í Grindavík dregið á land 193 menn. Félagið keypti strax við stofnun litla björgunar- báta og árið 1938 björgunarskipið Sæbjörgu, sem leigð var Landhelgisgæslunni og rekin í samráði við hana. Árið 1950 kom til Vestfjarða björgunarskipið Marfa Júlía, sem byggt var af ríkinu, félaginu og deildum félagsins á Vestfjörðum sameiginlega og notað var jöfnum höndum til gæslustarfa og við björgunarstörf. Síðan var Albert byggður með sömu samvinnu og hlut Slysavarnarfélagsins lögðu norðlendingar fram eftir margra ára söfnun. 'nn frá stofndegi þegar Jón forseti strandaði við a nes. Þar fórust fimmtán menn, en tíu var bjarg- frá stofndegi þegar Jón forseti strandaði við Síðar var keypt með Landhelgisgæslunni þyrla árið 1965 og nú hafa aðrar tvær verið keyptar, sem báð- ar eru líka að hálfb eign Slysavarnafélagsins.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.