Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1976, Page 30

Æskan - 01.05.1976, Page 30
EDITH UIMNERSTAD Kastrúlluferðin SIGURLAUG RÓSINKRANS ÞÝDDI. — Það er naumast að þú ert staffirug, sagði pabbi. Veslings hnappasöiuspesialisti verður alveg orðlaus af því að hlusta á þig og heyra um sölukunnáttu þína! — Oh, það er miklu meira, sagði mamma glöð. — Við verðum líka að auglýsa. Dessí, sem er svo dugleg að teikna, getur gert auglýsingaspjöld, eitt á hvorn vagn. Á skiltinu á að vera mynd af kastrúllunni og svo nöfnin Pip og Larsons patent, eða eitthvað í þá áttina. Við setj- um þau upp á þakið, svo að þau sjáist langt að. í aftari vagn- inum skulum við hafa eldhús, opið að aftan svo það sjáist vel inn. Þar höfum við prímus, á honum elda ég matinn og kynni Pip fyrir fólki sem kemur, svo það fái að vita hve góður hann er. Verður það ekki fín auglýsing? Og það kostar ekkert. Svo finnst mér, Patrik, að þú takir þér sum- arfríið, þegar skólinn hættir og fáir þér svo dálítið auka- frí ef þarf, því þú færð áreiðanlega nóg að gera með Pip. En ef þú vilt það ekki, geturðu gert annan vagninn svo stóran, að þú fáir pláss í honum fyrir sýnishornatösk- urnar þinar. Þá getur þú inn á milli selt saumadótið, tvinna, tölur og því um líkt, eftir því sem þú hefur tíma til og löngun. — Var það ekki eitthvað meira? sagði pabbi og reis á fætur. — Nægir þetta ekki? sagði mamma. — Jú, ég gleymdi einu. Við þurfum að hafa einhvers konar þvottaborð. Ef það er ekki hafa krakkarnir það sem afsökun, þegar þau vilja ekki þvo sér. Já, Lassi, ég sé að þú hefur ekki þveg- ið þér um hálsinn í dag. — Vilt þú ekki líka hafa baðker, sturtu og W.C. í vagn- inum, sagði pabbi. — Heyrið þið krakkar, sitjið þið ekki svona bara og gapið. Ég skil að ykkur þykir þetta skemmti- legt. Sýnið það þá, öll á fætur. Nú skulum við tollera\ mömmu. Nú er hún dálítið skrítin, það er alveg víst, en þetta gerði hún vel, er það ekki? — Sleppið þið, sagði mamma, — ég þekki ekkert verra en að vera tolleruð. — Já, en í dag sleppur þú ekki, sagði pabbi. — Þú verður svolítið að hugsa um skemmtun fyrir okkur. Mirra og Lassi takið í. Svona hæ, hæ. Þung er hún ekki, þessi litli hnykill, eða hvað segir þú, Mirra? Húrra fyrir mömmu. Þið getið rétt ímyndað ykkur að við hrópuðum húrra. Því nú sáum við, að hvernig svo sem það færi með fyrir- ætlanir mömmu, þá var það þó Ijóst að við færum f lang- ferð með Lottu og Laban. Við æptum og góluðum ennþá meira en sjálf Pip-kastrúllan. Mamma spriklaði og bað okkur að hætta, en við ætluðum aldrei að hætta. palh1 SVO Allt í einu var dyrabjöllunni hringt. Það var g^a frænka. — Ég mátti til með að vita, hvað um væri að vera snemma morguns, sagði hún. — Á eitthvert ykkar afm eða hafið þið unnið í happdrætti? Eða eruð þið 0 snarvitlaus? 8i — Já, það erum við orðin. Húrra, húrra, húrra! Mam^ sem loksins hafði fengið að standa í fæturna, stóð Þ ringluð með flaksandi hárið, eldrauð í andliti. *j — Vertu ekkert óróleg út af okkur, kæra fraenka, sa^ mamma. — Það er bara þannig, að við erum öll a® í sýningarferð. ka — Ætlar fjölskyldan að fara í leikför? sagði Palm " undrandi. L|. — Kannski það, sagði mamma. — Já, að vissu — Svo þið ætlið þá að fara að ferðast? — Jú, jú, sagði pabbi. — Það verður víst svo. En { ið ykkur nú af stað, krakkar, annars komið þið of se í skólann! tóg Um leið og við þutum fram hjá Palm frænku, sem þarna alveg undrandi, hrópuðum við: — Við ætlum út að aka með hestum, við setlum fara í KASTRÚLLUFERÐ! ÞRIÐJI KAPITULI. Þetta varð mjög einkennilegt vor. Það var eins ^.(j værum öll með hita. Það var ekki neinn óþægilsgur t í skrokknum, þvert á móti. En við vorum óróleg og ían tíminn svo lengi að Ifða. Við ráfuðum stöðugt á íbúðarinnar og ölgerðarinnar, þar sem þau Lotta og l-a komu öðru hvoru og fóru svo aftur með skröltandi öl' 0 ur í vagninum. Klukkan fimm voru þau alltaf komin og voru þá látin inn [ hesthúsið. Þó að þau væru nú 0 . in okkar eign, unnu þau áfram fyrir ölgerðina. Pabbi n lánað þau af því að bæði ökumaðurinn og hestasveinn1^ töldu að það væri betra fyrir hestana að vinna, heldur að standa stöðugt [ hesthúsinu hreyfingarlausir og r' Pabbi vann á kvöldin við að fullgera vagnana. Stun vann hann langt fram á nótt. Okkur sýndist vagna ^ verða virkilega fallegir. Pabbi gat galdrað með hamrl nöglum. Hann hamraði plötur, skar gler með 9,ersk r með demantsoddi, hann kíttaði og heflaði og skrúfaði r 28

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.