Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Síða 6

Æskan - 01.01.1982, Síða 6
ÆSKAN 83ÁRA Ármann segir börnunum sögu. Myndin er tekin í skólasafni Hlíðaskólans í desember 1981. Ljós- mynd: Hjörtur og Snorri, nem. í vali í Ijósmyndun við sama skóla. Getið góðrar bókar Ármann Kr. Einarsson, hinn afkastamikli, vin- sæli og víðkunni barnabókahöfundur, hefur nú sent frá sér enn eina barna- og unglingabók sem ég tel hiklaust í röð hans bestu bóka — ef ekki þá bestu. Á vissan hátt hefur hún líka algjöra sérstöðu meðal bóka hans. Grunntónn hennar er ÁFENG- ISVANDAMÁLIÐ sem Ármann hefur ekki fyrr tekið til meðferðar í barnabókum sínum. En eins og allir hugsandi menn vita er það víða óskaplegt fjöl- skylduvandamál, — fjölskylduböl, — áreiðanlega miklu víðtækara en flesta grunar. Menn hafa til skamms tíma harla lítið hugsað um hve drykkju- skapur foreldra veldur börnunum miklu og marg- víslegu böli. Mér finnst saga skáldsins rísa langhæst í lýs- ingum hans á sálarlífi og viðhorfum Simma litla, 11 ára gáfaðs drengs, syni hjónanna, ást hans á föður sínum, þrátt fyrir þennan mikla brest hans, hug- sjónum hans og óskaplegum áhyggjum vegna ósamkomulags foreldranna. Þetta gerir höfundur af næmum skilningi og mikilli snilli — og ég man ekki eftir neinni hliðstæðri umfjöllun um þetta mikla vandamál í barnabókmenntum okkar. Það vekur líka mikla athygli að skáldið lætur móðurina ekki gefast upp þótt hún sé stundum greinilega búin að missa alla von. Og sögunni lýkur eins og góðum sögum á að Ijúka — að allt bendir til að faðirinn sigrist á drykkjuhneigð sinni og hjónin finni hvort annað á ný. Hugleiðingar Simma litla í sögulok eru heillandi fagrar og hljóta að hrífa hvern þann sem les. Það fer ekki milli mála að með þessari bók bætir Ármann enn við orðstír sinn sem úrvals barna- bókahöfundur. Hún á sannarlega skilið að verða mikið lesin bæði af börnum og fullorðnum. IÐUNN gefur bókina út af einstakri prýði. Fal- legar teikningar eftir Pétur Halldórsson falla vel að efni sögunnar. Um mál og stíl höfundar þarf ekki að ræða. Smekkvísi hans og vandvirkni er þjóð- kunn. En það er harla fágætt að finna hvergi prentvillu eða einhver mistök í meðferð máls í stórri bók. En hér hefur þó útgefanda tekist að leysa þá erfiðu þraut. Gamall skólastjóri. Hér birtist 12. kafli bókarinnar, sem nefnist Nýi bíllinn, og þar segir frá þeim félögum Simma og Oddi er þeir smíða sér bíl, og fyrstu prufukeyrslu þeirra.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.