Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1982, Page 10

Æskan - 01.01.1982, Page 10
Einu sinni var kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu litla dóttur, sem var svo góð, að það var ekki til sá maður í öllu konungsríkinu sem ekki elskaði hana. Maður skyldi nú ætla, að kóngurinn og drottningin hefðu verið ham- ingjusöm, úr því að þau áttu svona góða dóttur. En þó að þeim þætti vænt um hana og gættu hennar eins og sjá- aldurs auga síns, þá bakaði hún þeim miklar áhyggjur, og þessar áhyggjur fóru vaxandi með hverju ári. Það stóð nefnilega svo á, að þegar kóngsdóttirin var skírð hafði steingleymst að bjóða henni Ryskju gömlu í skírnarveisluna, og þetta var vond yfirsjón, því að Ryskja var argasta galdranorn, sem átti heima í skógi langt uppi í fjalli. Og til þess að hefna sín, hafði hún sent kóngi og drottningu þau skilaboð á sjálfan skírnardaginn, að þegar kóngsdóttirin yrði fimmtán ára, skyldi hún giftast þursa og sjálf verða eins og skessa. Aumingja litla kóngsdóttirin hafði ekki hugmynd um þessa skelfingu, sem hún átti í vændum og nú voru ekki óliðnir nema fáeinir dagar til 15. afmælisdagsins hennar. Og svo rann dagurinn upp og þegar afmælisbarnið kom ofan úr herberginu sínu söfnuðust allir utan um hana til þess að óska henni til hamingju og hún fékk fjölda af dýrindis gjöfum. Meðal annars var fallegur bikar, alsettur fögrum gimsteinum. Kóngsdótturina langaði til að drekka úr bikarnum undir eins og einn þjónninn stökk með hann fram og fyllti hann með vatni. En í sama bili og kóngsdóttirin bar bikarinn upp að vörunum og dreypti á vatninu, rak hún upp óp, breyttist í einni svipan í Ijóta skessu og hvarf út úr hallargarðinum. Nú var hann kominn fram, þessi álagaspádómur, sem konungshjónin höfðu óttast í öll þessi ár. Konungurinn og drottningin voru frávita af sorg. Það var hringt sorgarhringingum í öllum kirkjuturnum í ríkinu og hugdjörfustu riddarar konungsins reyndu að bjarga konungsdótturinni úr greipum þursanna, en allt varð árangurslaust. En einn góðan veðurdag kom konungssonurinn úr nágrannaríkinu og bað að lána sér bikarinn. Hann ætlaði að reyna að bjarga kóngsdótturinni og fannst ráðlegt, að hafa þennan galdrabikar með sér. Honum gekk vel ferðin framan af, en þegar hann fór að nálgast þursaríkið lenti hann á einstigi í skóginum, þar sem hann komst ekkert áfram fyrir trjárótum. Hesturinn hrasaði og kóngssonurinn datt af baki. Hann skildi undir eins að þetta var af völdum þursanna og að þeir voru farnir að beita hann brögðum, en lét þetta ekki á sig fá heldur skildi eftir hestinn og hélt áfram gangandi. Loks kom hann að háum hamri og heyrði mikinn gauragang og skvaldur inni í hamrinum. Skildi hann brátt að þarna mundu þursarnir eiga heima, og lagðist í leyni við hamarinn. Allt í einu opnaðist bergið og konungssonurinn sá úr felustað sínum hvar fjöldinn allur af þursum, smáum og stórum, komu út. Fóru þeir að dansa á grasflöt þar hjá. Kóngssonurinn tók sérstaklega eftir einni skessunni; hún var með glóbjart hár og gullkórónu á höfðinu. Þetta hlaut að vera kóngsdóttirin í álögum — en hvernig átti hann nú að þora að gefa sig fram og frelsa hana úr höndum þursanna áður en sól risi? Fóstra hans hafði sagt honum, að ef hægt væri að láta kóngsdótturina drekka úr bikarnum í annað sinn þá mundi hún losna úr álögunum. Meðan hann lá þarna og var að brjóta heilann um þetta fóru þursarnir að tínast inn í hamarinn, einn og einn á stangli, en kóngsdóttirin hélt áfram að dansa, og dansaði af svo miklum móði, að henni lá við að hníga niður af mæði. Þá snaraðist kóngssonurinn til hennar og hneigði sig fyrir henni. „Hvaða ræfill ert þú?" spurði hún með hásri skessu- rödd. ,,Ég er fátækur flakkari, sem langaði til að gefa yður svaladrykk," svaraði hann. Nú höfðu þursarnir tekið eftir, að kóngsdóttirin hafði ekki fylgst með þeim inn í hamarinn. Þá fór að gruna margt og þustu út aftur og sáu þá að kóngsdóttirin var að bera bikarinn að vörunum. Þursarnir æptu til hennar, að hún mætti ekki smakka á vatninu. En kóngssonurinn lét ekki bugast og grátbændi kóngsdótturina um að smakka drykkinn. Og hann bað

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.