Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1982, Side 14

Æskan - 01.01.1982, Side 14
Nymann kennslukona sat uppi við kennaraborðið og var dauf í bragði, þegar hún renndi augum yfir bekkinn. Þessi efnilegu börn, sem hún hafði kennt frá því í fyrsta bekk, gerðu venjulega allt, sem hún bað þau um og hafði farið mikið fram ár frá ári. En hvað var að þeim í dag? Hún reyndi að ræða viö þau um Jakob og Esaú án árangurs. Svipað var það í skriftar- tímanum. Aðeins systkinin Kjartan og Ingiríður lögðu sig eitthvað fram. Nymann kennslukona var vön að spyrja sjálfa sig, hvort þaö væri hennar sök, þegar eitthvað var að í bekknum. Það gjörði hún einnig núna. Og helst dvaldi hugur hennar við Ólympíuleikana á skíðum og skautum, sem stóðu yfir í Noregi um þessar mundir. Og hún hafði ekki getað stillt sig um að sitja alltaf við sjónvarpið og fylgjast með því, sem fram fór. Þá fékk hún allt í einu nýja hug- mynd, og hún sagði: — Viljið þið rétta upp höndina, sem hafið sjónvarp heima. Henni til undrunar réttu öll börnin upp hendurnar, nema Kjartan og systir hans. Þeim var ekki Ijúft að sýna á þenn- an hátt, hve fátækt var heima hjá þeim, og þau hefðu ekkert sjónvarp, af því að foreldrar þeirra höfðu ekki efni á því. Þau hnipruðu sig saman á stólunum og störðu niður í gólfið. Kennslukonan tók eftir þessu og sá eftir spurningunni. En hún var fljót að hugsa og vildi bæta úr fyrir systkin- unum: — Það er meira í það varið að komast á sjónvarpsskerminn, en að sitja inni í heitri stofu og horfa á hann. Við þetta var eins og hin börnin færu hjá sér, en systkinin réttu sig í sætinu. Þau litu brosandi til kennslu- konunnar. Hvað átti hún við? Kjartan tók líka eftir þessum orðum. Hann horfði björtum augum á kennslukonuna, og var eins og á nál- um um að verða spurður um eitthvað, sem erfitt var að svara. En hún var þögul og skýrði ekki frá neinu. En Kjartan átti alltaf erfitt með að sitja lengi kyrr, og horfa á aðra hreyfa sig. Hann vildi helst hreyfa sig sjálfur, eða hafa eitthvað til að hugsa um. Það var gott að líta í bók á kvöldin. Og það var gaman að hafa knött milli handanna og sparka honum líka með fótunum, það var skemmtilegast á daginn. Og svo að æfa alls konar stökk og hlaup. Aðeins eitt annað var skemmti- legra: Að stökkva í heyinu! Klifra upp í mæni eftir sperrunum og stökkva svo niður í heyið. Stökkið gat náð fjórum metrum, þegar hæst var. Þá var Kjartan líka duglegur á skíð- um. Hann gat tekið höfuðstökk bæði fram og aftur yfir sig. Félögunum þótti það undravert. Og stundum voru þeir með hjartað í buxunum að illa færi fyrir honum þessum fjörkálfi. En það varð ekki. Hann varð öruggari og kom alltaf niður á fæt- urna. Hann hafði þvílíkt vald yfir líkamanum, að það var aðdáunarvert. Það vildi svo til, að þarna var eitt af bestu handboltaliðum landsins. Það var að vísu lið stúlknanna, og þær gáfu piltunum ekki eftir í því að hand- leika knöttinn. Og eitt sinn komust þær í úrslit og úrslitaleikurinn átti að fara fram á heimavelli. Það var margt um manninn til að horfa á. Ungir og gamlir flýttu sér á leikvanginn og meðal þeirra voru systkinin, Kjartan og Ingiríður. Það kom af sjálfu sér, að þarna komu myndatökumenn frá sjónvarp- inu. Þeir gengu um og gerðu tilraunir hingað og þangað, þar til þeir fundu stað, sem þeir voru ánægðir með. Nokkrir unglingar eltu þá á röndum og einn af þeim var Kjartan. Hann leit ekki af mönnunum með myndavélarnar með háu stálfæturna. En þeir sáu hvorki hann né hina ung- lingana, þeir mændu aðeins á stúlk- urnar í fallegum handboltabúningun- um. Kjartan beið þolinmóður þar til þeir höfðu komið sérfyrir. Þá gekk hann til þeirra, klappaði saman höndunum, leit til þeirra og tók hvert heljarstökkið eftir annað. Heldurðu að þeir hafi séð hann? Nei, þeir horfðu yfir fólkið í kringum 14

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.