Æskan - 01.01.1982, Side 16
Þaö var einu sinni lítill drengur, sem
hét Andrés, og hann hafói fengið nýja
húfu. Enginn átti eins fallega húfu, því
að mamma hafði prjónað hana handa
honum, og enginn getur búið til eins
fallega hluti og mamma. Húfan var
hárauð, nema toppurinn á henni.
Hann var grænn, af því að rauða
prjónagarnið var of lítið. En skúfurinn
var blár.
Bræður hans og systur horfðu á
húfuna og urðu alveg gul af öfund. En
það fékkst Andrés ekkert um. Hann
stakk aðeins höndunum í vasana og
gekk um, því að hann vildi lofa sem
flestum að sjá, hve hann væri fínn.
Fyrst mætti hann syni húsmanns-
ins, sem varð að flytja mó í vagni og
hottaði á hestinn. Hann hneigði sig
svo djúpt, að hann brotnaði næstum í
tvennt, en hann var sneyptur, þegar
hann sá, að þetta var Andrés.
„Heyrðu, ég hélt að þetta væri
sjálfur greifasonurinn," sagði hann.
Og svo bauð hann Andrési að setjast
upp á vagninn.
En sá, sem er með fína rauða húfu
með bláum skúf, er of fínn til að sitja á
móhlassi, svo að Andrés gekk reistur
fram hjá.
Á vegamótunum mætti hann Lár-
usi, syni sútarans. Hann var svo stór,
að hann notaði stórt skónúmer og átti
vasahníf. Hann glápti á húfuna og gat
ekki stillt sig um að hreyfa við skúfn-
um.
„Eigum við að skipta á húfum,"
sagði hann. „Ég gef hnífinn minn á
milli."
Hnífurinn var girnilegur, þó að
blaðið væri slitið og sprunga í skaft-
inu, og Andrés vissi, að allir sem
hefðu vasahníf, væru taldir nærri því
fullorðnir, en hann vildi samt ekki
skipta á húfunni frá mömmu.
„Nei, svo heimskur er ég ekki,"
svaraði hann.
Hann kvaddi Lárus og fór. En Lárus
glennti sig á eftir honum, því að hann
hafði ekki fengið gott uppeldi, og svo
var hann svo gramur yfir, að hafa ekki
getað lokkað húfuna af Andrési.
Sá næsti, sem Andrés mætti, var
gömul kona og hún hneigði sig djúpt
fyrir honum, og sagði „herra minn"
við hann, og svo sagði hún, að hann
væri svo fínn, að hann gæti farið á
dansleik hjá hirðinni.
„Já, hvers vegna ekki," sagði And-
rés. „Fyrst ég er svona fínn, þá get ég
skroppið og heilsað kónginum."
Og svo fór hann til kóngsins. í
hallargarðinum voru tveir hermenn
með gljáandi hjálma og byssu á öxl-
inni, og þegar Andrés kom gangandi,
sneru þeir byssunum að honum.
„Hvert ætlar þú?“ spurði annar
þeirra.
„Á dansleik hjá hirðinni," svaraði
Andrés.
„Nei, bíddu við,“ sagði hinn og setti
fótinn fyrir hann. „Þangað kemst
enginn, nema í einkennisbúningi."
En í þessu kom prinsessan þjótandi
yfir hallargarðinn. Hún var í hvítum
silkikjól með gullbryddingum, og
þegar hún sá Andrés og hermennina,
hljóp hún til þeirra.
„Heyrðu," sagði hún, „en hvað þú
hefur fallega húfu. Hún getur vel
komið í staðinn fyrir einkennisbún-
ing."
Svo tók hún í höndina á Andrési og
leiddi hann upp breiðu marmara-
tröppurnar, í gegnum skrautlega sali,
þar sem allt hirðfólkið í silki- og flos-
klæðum hneigði sig fyrir honum. Það
hélt víst, að hann væri prins, þegar
það sá fallegu húfuna hans.
í stærsta salnum var dúkað borð
með gulldiskum og gullbikurum í
löngum röðum. Þar voru pýramídar af
kökum á stórum silfurfötum. Prins-
essan settist undir hásætishimin með
rósvöndum og bað Andrés að setjast í
gylltan armstól við hliðina á henni.
„En þú getur ekki borðað með
húfuna?" sagði hún og ætlaði að taka
hana af honum.
„Jú, það get ég vel," svaraði And-
rés og hélt um húfuna sína, því að ef
hún væri tekin af honum, mundi eng-
inn trúa því, að hann væri prins, og
það var ekki víst, að hann fengi hana
aftur.
„Nei, lofaðu mér að fá hana, þá skal
ég gefa þér koss," sagði prinsessan.
Auðvitað var prinsessan fögur og
hann vildi gjarnan fá koss hjá henni,
en húfuna, sem mamma hafði prjónað
handa honum vildi hann ekki missa.
Hann hristi aðeins höfuðið.
„Jæja, þá," sagði prinsessan og
fyllti vasa hans af kökum, hengdi
fögru gullfestina sína um hálsinn á
honum og kyssti hann.
En hann færði sig aðeins lengra
upp í stólinn og hélt húfunni fastri
með báöum höndum.
Svo opnuðust dyrnar og kóngurinn
kom inn og í fylgd með honum var
hópur hirðmanna í fínum klæðum og
báru hatta með fjöðrum. Og kóngur-
inn var í purpurarauðri kápu bryddri
með loðskinni, og á hvíthærðu höfð-
inu hafði hann stóra gullkórónu.
Hann brosti, þegar hann sá Andrés
sitja í gullstólnum.
„En hvað þú átt fallega húfu,"
sagði hann.
„Já, svaraði Andrés. „Hún erfalleg.
Mamma hefur prjónað hana sjálf úr
besta bandinu sínu, og allir vilja ná
henni frá mér."
16