Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 17

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 17
,,En þú mundir nú vera til með að skipta á húfum við mig?“ sagði kóngurinn, og lyfti upp þungu gull- kórónunni sinni. Andrés svaraði ekki. Hann sat eins og áður og hélt með báðum höndum um húfuna. Og þegar konungurinn kom nær honum með kórónuna, varð hann dauðskelkaður. Því að kóngar geta gert allt, sem þeir ætla sér, og hann gat eflaust narrað út úr honum húfuna, ef hann gætti sín ekki. í einu vettfangi stökk Andres niður úr stólnum. Og svo flaug hann eins og ör í gegnum alla salina, niður tröpp- urnar og yfir hallargarðinn. Hann smaug eins og áll fram hjá hirðfólk- inu, sem rétti út hendurnar eftir hon- um, og hoppaði eins og héri yfir byssuskefti varðmannanna. Hann hljóp svo hratt, að allar kökurnar dönsuðu út úr vösum hans. En húf- una hafði hann á höfðinu og hann hélt enn um hana með báðum höndum, þegar hann kom þjótandi inn í stofu til mömmu. Mamma tók hann í fangið, og þar var hann meðan hann skýrði henni frá öllu, sem hann hafði séð og heyrt, og að allir vildu fá húfuna hans. Og allir bræður hans og systur voru þarna og hlustuðu af mikilli eftirtekt á frásögn hans. En þegar stóri bróðir hans heyrði, að Andrés hefði ekki viljað skipta á húfunni og gullkórónu kóngsins, sagði hann að Andrés væri heimskur. Hugsið ykkur allt það, sem hann hefði getað keypt fyrir hana og þar á meðal miklu fínni húfu. Andrés roðnaði. Það hafði honum ekki dottið í hug. Hann hallaði sér að mömmu sinni og spurði: ,,Finnst þér, að ég hafi verið heimskur, mamma?" En mamma þrýsti honum fastar að sér. ,,Nei, drengur minn," svaraði hún. ,,Því að jafnvel þó að þú værir klædd- ur gulli og silki frá toppi til táar, mundir þú aldrei verða eins fínn og með rauðu húfuna þína." Og þá varð Andrés ánægður aftur. Hann vissi reyndar áður, að húfan frá mömmu var fegursta húfa í öllum heiminum. E. Sig. þýddi. Nýárs kveðja Kæra Æskufólk! Hafið þið ekki ígrundað eitthvað framtíð ykkar nú þegar nýtt ár fer í hönd? Það væri ekki amalegt að setjast nú niður eitt andartak, og íhuga hvað best væri að gera við líf sitt svo að það göfgaðist og fengi nýjan tilgang. Tilgang sem gerði okkur kleift að líta bjartari augum á framtíðina. Að setja sér eitthvert markmið, sem við ráðum við er eitt það besta, sem allt æsku- fólk — og reyndar allt fólk — á hvaða aldri sem er — getur gert, til þess að líf þess öðlist göfugari tilgang og gefi meiri fyllingu fyrir manneskjuna sjálfa — en einnig getur þetta mark- mið, sem þú, lesandi minn góður, setur þér, haft holl og góð áhrif á umhverfið allt. Ekki eingöngu hefur þú gert eitthvað gott og gagnlegt fyrir sjálfan þig, heldur hefur þú líka haft áhrif á aðra til betra og göfugra líf- ernis. Stúkan hefur alltaf haft góð áhrif, með bindindishreyfingu sinni, á alla, sem vilja fylgja hennar fordæmi. Hversu gott er það ekki fyrir ung- mennið, þegar sá fullorðni réttir að því fyrsta áfengissopann eða fyrstu sígarettuna, og vill þannig freista hinu góða ungmenni út á hálar brautir lífsins, að geta sagt með stolti: Ég er í bindindisreglu og get þess vegna ekki þegið áfengissop- ann eða sígarettuna. Hraust sál í hraustum líkama — ætti að vera einkunnarorð alira ungra manna og kvenna! Þá er líka auðveldara að ná sínu markmiði í lífinu, þegar eit- urefni áfengis og sígarettna hafa ekki fengið að eyðileggja líkamann og sljóvga dómgreindina! Æskufólk! Setjum okkur öllum eitthvert gott og göfugt markmið með lífi okkar og forðumst alla eitrandi vímugjafa. Kærar nýárskveðjur, Unnur Jörundsdóttir. Hvaða kanína er ólík öllum hin- um? -njAa }joas|b eeui ja i jeuinu euiue^ :6umeeu 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.