Æskan - 01.01.1982, Qupperneq 23
Hann Jón varð fyrir því óhappi,
þegar hann var nýlega á dansieik,
að tapa glasinu sínu með svala-
drykknum fræga Coca-Cola.
Hvernig sem hann hefur nú leitað,
hefur honum ekki tekist að finna
glasið. Getið þið hjálpað honum
að finna giasið? Það á að finnast
á einhverri síðu í þessu blaði. Til-
„Ja—á," sagði Per.
Svo fóru þessar bækur í töskuna.
Pá kom lítil bók. Það var einkunna-
bókin. Per brá ónotalega.
Hann mælti: „Hvaða erindi átt þú?"
Bókin svaraði: „Ég vil vita hvort þú
ætlar líka að ferðast með mér."
Per sagði: „Pöh! ætlar þú að ferð-
ast? Þitt ferðalag verður þá ekki ann-
að en hringsól um skúffu kennarans.
Farðu niður í töskuna og sofðu. Þú ert
i raun og veru ekki bók."
Bókin svaraði: „Það má til sanns
vegar færa. En ég er spegill."
Per sagði: „Þú ert montin. Spegill?
Ég hefði gaman af því að vita hverjum
kæmi til hugar að spegla sig í þér."
Drengurinn var mjög forviða.
Einkunnabókin mælti: „Við tölum
saman í sumarleyfinu. Á blöðum
mínum getur þá að líta spegilmynd
af þér, eða frammistöðu þinni í
skólanum. Ég er hátt sett bók. Faðir
þinn og móðir rita nöfn sín á mig."
Per sagði: „Þú ert opinská."
„Ja— há, þaðerég," svaraði bókin.
„En ég vil vera vinur þinn. Ég óska
þess, að þú verðir hreykinn af mér.
Farðu í ferðalag meö öllum bókunum,
sem talað hafa við þig í nótt. Vertu
iðinn og góður. Svo fer ég með þér
heim í sumarleyfinu, með fagra
spegilmynd af þér frá skólaárinu.
Það verður gaman. Af mér getur þú
hlotió mikinn heiður. Og mín verður
minnst lengst allra bókanna."
Að svo mæltu fór einkunnabókin
niður í töskuna.
o o
a m
greina verður í svari ykkar stað og
blaðsíðu þar sem þið hafið fundið
það. Svör þurfa að hafa borist
fyrir 1. mars næstkomandi. Fimm
bókaverðlaun verða veitt fyrir rétt
svör. Utanáskrift er: ÆSKAN, Box
14, 121 Reykjavík (Verðlauna-
þraut).
Gamalt máltæki segir: Öll byrjun
er erfið og það gildir einnig í skák-
inni. Um skákbyrjanir hafa verið
skrifaðar margar bækur og svo
verðureflaustennþágert um mörg
ókomin ár, því alltaf eru menn að
finna upp ný varnarkerfi við hinum
ýmsu byrjunum og þá leiðir af
sjálfu sér að einnig verður að finna
upp nýjar byrjanir þegar hinar
gömlu eru hættar að duga. Eins og
að líkum lætur er það mjög þýð-
ingarmikið að geta byrjað skák
sína vel, kunna að staðsetja menn
sína á sem bestum stöðum, byggja
vel upp eins og kallað er, búa sig
sem best undir væntanleg átök.
Þegar t. d. kóngspeði er leikið
fram um tvo reiti, e2—e4, þá opnar
það leið fyrir bæði biskup og
drottningu, og segjum svo að
svartur svari alveg eins, e7—e5.
Hvert er þá besta svarið hjá hvít-
um? Rf3 er best, því þá hótar hv. að
drepa peðió á e5 og það er mjög
mikilsvert að geta hótað einhverju
á raunhæfan hátt. Ekki borgar það
sig t. d. að leika Ddl—h5 og hóta
þannig peðinu, því þá valdar sv.
peðið fyrst með Rb8—c6 og leikur
síðan hinum riddaranum, Rg8—
f6, hótar drottningunni og hún
verður að hörfa og er best geymd
heima hjá sér. Drottningarflan í
byrjun skákar borgar sig sjaldan.
Nú skulum við sjá hve illa getur
farið, þegar ekki eru leiknir bestu
svarleikirnir:
1. e2—e4 e7—e5 2. Rg1 — f3 f6??
(Svartur valdar peð sitt á rangan
hátt. Hann á að valda það með
riddaranum, Rb8—c6) 3. Rf3xe5!
(Hvítur sér strax veiluna og ræðst
þegar til atlögu, fórnar manni fyrir
árásarmöguleika). 3. — f6xe5 4.
Dd1 — h5+ Ke8—e7 (Ef 4. —g7
—g6, þá 5. Dh5xe5+ og síðan
DxHh8). 5. Dh5xe5+ Ke7—f7 6.
Bf1 — c4+ Kf7—g6 7. De5—f5 +
Kg6—h6 8. d2—d4+ g7—g5 9.
h2—h4! Kh6—g7 10. Df5—f7 +
Kg 7— h6 11. h4xg5 + + mát.
23