Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 32

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 32
Ford hélt áfram framleiðslunni í verðflokki Model T-bifreiðarinnar með fullkomnari vinnuaðferðum. Árið 1913 hóf hann starfsemi verksmiðju sinnar í Highland Park og þar kynnti hann fyrst færibandakerfið til sam- setningar á bifreiðum. Þessi nýjung var á þann veg, að bílgrindin færöist áfram meðan starfsmenn settu hreyf- ilinn í, hjólin á, svo og aðra hluta þartil bíllinn rann ferðbúinn út af öðrum enda samsetningarbrautarinnar. Síð- ar var hver einasta bifreið, sem fram- leidd var í Bandaríkjunum, sett saman á þennan hátt. Hætturnar, sem voru samfara bif- reiðaakstri á fyrstu árum bílanna, voru margar. Óánægðir bændur, vöntun á viðgerðarmönnum til að lagfæra sífelldar bilanir, svo og, að hjólbaróarnir ,,sprungu" alloft, var nógu slæmt, en þjóðvegir í þá daga voru mjög slæmir. Það var munur á góðu, rómversku vegunum, sem Evr- ópumenn fengu í arf heldur en for- ugu, rykugu troðningunum í Ameríku. Sökum stöðugrar sóknar ökumanna voru sett vegalög 1916 og 1921. Eitt höfuðvandamál fyrstu bílstjór- anna var að rata. Bílaklúbbar voru stofnaðir, og félagar klúbbanna komu vegaupplýsingum á milli sín. Sumir klúbbanna merktu ýmsar vegaleiðir með máluðum merkjum á tré og stólpa. Þetta varð upphafið að því kerfi, sem nú er notað — að merkja leiðir norður og suður á bóginn með oddatölu, og austur og vestur með jöfnum tölum. Nú láta klúbbar og olíufélög í té ókeypis landabréf og upplýsingar um vegi. Áóur en sannað hafði verið að bif- reiðin myndi verða framtíðarfarar- Segja má að lífshættir fólks í Ame- ríku mótist af notkun bifreiða. Börn ferðast með áætlunarbifreiðum eða öðrum bifreiðum til skóla, sem staö- settir eru miðsvæðis og hafa efni á að láta í té betri fræðsluskilyrði. Hús- mæður aka til verslunarstaða þar sem þær geta keypt nær ótakmarkaðan fjölda mismunandi vörutegunda. Fjölskyldur geta komist til fjarlægari lystigarða og sögustaða um helgar og í sumarleyfum. tæki, létu bifreiðasmiðir fara fram aksturskeppnir til að leiða í Ijós end- ingu bílanna, svo og akstur upp brekkur, til að afla trausts almennings á bifreiðunum. Þannig kom til kapp- akstur á þar til gerðum brautum, og á sérstaklega gerðum kappakstursbif- reiðum. Slíkar prófanir urðu hins vegar til þess, að margar umbætur voru gerðar á bílunum. Nú á tímum hafa bifreiðaframleiðendur sérstök tilraunasvæði, þar sem bílarnir eru harkalega prófaðir til að kanna öryggi þeirra og endingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.