Æskan - 01.01.1982, Qupperneq 32
Ford hélt áfram framleiðslunni í
verðflokki Model T-bifreiðarinnar
með fullkomnari vinnuaðferðum. Árið
1913 hóf hann starfsemi verksmiðju
sinnar í Highland Park og þar kynnti
hann fyrst færibandakerfið til sam-
setningar á bifreiðum. Þessi nýjung
var á þann veg, að bílgrindin færöist
áfram meðan starfsmenn settu hreyf-
ilinn í, hjólin á, svo og aðra hluta þartil
bíllinn rann ferðbúinn út af öðrum
enda samsetningarbrautarinnar. Síð-
ar var hver einasta bifreið, sem fram-
leidd var í Bandaríkjunum, sett saman
á þennan hátt.
Hætturnar, sem voru samfara bif-
reiðaakstri á fyrstu árum bílanna,
voru margar. Óánægðir bændur,
vöntun á viðgerðarmönnum til að
lagfæra sífelldar bilanir, svo og, að
hjólbaróarnir ,,sprungu" alloft, var
nógu slæmt, en þjóðvegir í þá daga
voru mjög slæmir. Það var munur á
góðu, rómversku vegunum, sem Evr-
ópumenn fengu í arf heldur en for-
ugu, rykugu troðningunum í Ameríku.
Sökum stöðugrar sóknar ökumanna
voru sett vegalög 1916 og 1921.
Eitt höfuðvandamál fyrstu bílstjór-
anna var að rata. Bílaklúbbar voru
stofnaðir, og félagar klúbbanna komu
vegaupplýsingum á milli sín. Sumir
klúbbanna merktu ýmsar vegaleiðir
með máluðum merkjum á tré og
stólpa. Þetta varð upphafið að því
kerfi, sem nú er notað — að merkja
leiðir norður og suður á bóginn með
oddatölu, og austur og vestur með
jöfnum tölum. Nú láta klúbbar og
olíufélög í té ókeypis landabréf og
upplýsingar um vegi.
Áóur en sannað hafði verið að bif-
reiðin myndi verða framtíðarfarar-
Segja má að lífshættir fólks í Ame-
ríku mótist af notkun bifreiða. Börn
ferðast með áætlunarbifreiðum eða
öðrum bifreiðum til skóla, sem staö-
settir eru miðsvæðis og hafa efni á að
láta í té betri fræðsluskilyrði. Hús-
mæður aka til verslunarstaða þar sem
þær geta keypt nær ótakmarkaðan
fjölda mismunandi vörutegunda.
Fjölskyldur geta komist til fjarlægari
lystigarða og sögustaða um helgar og
í sumarleyfum.
tæki, létu bifreiðasmiðir fara fram
aksturskeppnir til að leiða í Ijós end-
ingu bílanna, svo og akstur upp
brekkur, til að afla trausts almennings
á bifreiðunum. Þannig kom til kapp-
akstur á þar til gerðum brautum, og á
sérstaklega gerðum kappakstursbif-
reiðum. Slíkar prófanir urðu hins
vegar til þess, að margar umbætur
voru gerðar á bílunum. Nú á tímum
hafa bifreiðaframleiðendur sérstök
tilraunasvæði, þar sem bílarnir eru
harkalega prófaðir til að kanna öryggi
þeirra og endingu.