Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1982, Qupperneq 35

Æskan - 01.01.1982, Qupperneq 35
ÆVINTÝRI RÓBÍNSONS NÝJAR hættur Meðan Róbínson hélt, að Múley sæti til sín af sundinu, þá stefndi hann í norður, en undir eins og fór að rökkva, tók hann suðurslag og hélt svo í austur til þess að vera nær ströndinni þar sem var kyrrari sjór. Honum skilaði vel áfrm og næsta dag eftir hádegi reiknaðist honum svo til, að hann mundi vera svo sem hundrað og fimmtíu mílur fyrir sunnan Sale. Þegar kominn var fimmti dagur, óttaóist hann ekki framar, að sér væri veitt eftirför, lagði inn að ströndinni. Ókunnugt var honum með öllu, hvar hann væri nióurkominn, en með því hann vantaði neysluvatn, þá lagðist hann við akkeri í fljótsmynni nokkru. Það var ætlun hans að synda í land með Xúrý, þegar dimmt væri orðið og leita að uppsprettulind. En varla var sól runnin, þegar allt í einu laust upp marg- hljóðuðu villidýraöskri og hrinum, er hann hafði aldrei heyrt áður, og þorði hann því ekki að framkvæma áform sitt. Ýlfrið, vælið og öskrið færðist í vöxt, þegar dimma tók, og var það ógurlegt að heyra. Um miðnætti sá Róbínson einhver hræðileg dýr, sem hann bar ekki kennsl á, og komu þau niður á ströndina og byltu sér í vatninu með blástri og frísi til að kæla sig. En þá fór að fara um Róbínson, er hann heyrði, að eitt af dýrunum var á leiðinni út að skipinu. Xúrý bað hann með skjálfandi rödd að draga upp akkerið. Róbínson kvað hentara að lengja akkerisstrenginn og láta svo skipió reka undan landi. En sem hann er í tilbúningi með það, þá sér hann, hvar svipar fyrir einhverri stórri skepnu í náttmyrkrinu, ekki lengra frá skipinu en svo sem tvær áralengdir. Hann tók byssu sína og skaut í höfuð dýrinu. Var þá allt í einu eins og brimröst hlypi í sjóinn, svo gríðarlega buslaði dýrið og skvampaði frá sér, er það hafði fengið sárið, en samt sneri það við og synti upp að bakkanum. En skotið var sem gefið merki, því í sama vetfangi laust upp ógur- legum, þúsundröddum óhljóðum á allri ströndinni nær og fjær; það var eins og allur helvítis her væri losnaður úr böndum. Loksins leið þessi voðanótt til enda og fór að roða fyrir sólu. Munu fáir hafa heilsað sólaruppkomunni með meiri fögnuði en Róbínson og Xúrý gerðu að þessu sinni. En nú var mikið áhorfsmál, hvort þorandi væri að ganga upp á land þetta, þar sem vel mátti vera, að þaö væri byggt af villimönnum. Blessuð sólarbirtan hafði fælt burt allan kvíða og angist úr huga Xúrý, svo hann bauðst til að fara einn í land með brúsa og leita þar uppi læk eða lind. ,,Komi villimennirnir", sagði Xúrý, ,,þá éta þeir mig og þú getur siglt burt." Róbínson faðmaði piltinn að sér, kyssti hann og sagði: ,,Við skulum fara báðir, og ef þeir koma, þá skjótum við þá niður." Eftir það fóru þeir í land með brúsa og fundu þegar ágætt uppsprettuvatn. Því næst sigldu þeir burt þaðan, og taldist Róbínson svo til, að nú mundu þeir vera í námunda við kanarísku eyjarnar; hann þóttist enda oftar en einu sinni grilla í Píkó eða háa fjallið á Tenerife. Nú langar hann að tefla á tvær hættur og leggja út á rúmsjó, ef hann mætti komast til eyjarinnar; þetta reynir hann, en hrekst aftur af einlæg- um mótvindum hvað eftir annað. Tók hann því þaö ráð, að sigla eins og áður meðfram ströndum. Það var einhvern dag, að hann varpaði akkeri við nes nokkurt sæbratt. Þá greip Xúrý snögglega hönd hans og benti honum þegjandi upp á bergnös eina. Þar sá Róbínson heljarstórt Ijón, sem lá sofandi undir háu tré. ,,Xúrý", sagði Róbínson í hálfum hljóðum, „farðu og dreptu fyrir mig dýrið." Pilturinn varð hræddur og sagði: ,,Ég drepa dýrið! Það rífur mig í sig." Róbínson bandaði höfði til Xúrý, að hann skyldi þegja, hlóð síðan þrjár byss- ur hljóðlega. Því næst tók hann þá byssuna sem mest var hlaðin og miðaði á höfuð Ijónsins. I því strauk dýrið annarri framlöppinni yfir trýnið, og hitti skotið nálægt knénu á öðrum framfæti, svo fóturinn brotnaði. Þegar Ijónið kenndi sársaukans, stökk það upp, en datt niður, er það ætlaði að styðja sig á brotna fótinn. Það dróst nokkur spor áfram á þremur fótum og teygði síðan upp hausinn með ógurlegu öskri. I því fékk það annað skotið. Þá byltist það til jarðar og lá í fjörbrotunum. Nú kom vígahugur í Xúrý. Hann fór í land, setti byssukjaftinn við 31

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.