Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1982, Side 44

Æskan - 01.01.1982, Side 44
1. Fimm drengir, sem við getum kall- að A, B, C, D og E, voru að taka próf í íslensku, ensku, reikningi, landafræði og sögu. Sá besti í hverri námsgrein fékk 1, sá næst- besti 2 o. s. frv. Þegar reiknað hafði verið út, hvað hver og einn hafði fengið samanlagt, kom í Ijós, að enginn hinna fimm hafði fengið sömu stigatölu. A hafði lægstu stigatölu og var því samanlagt sá besti, og það þótt hann fengi 5 í reikningi og væri ekki bestur í einni einustu námsgrein. B var næst- bestur. Hann var verri en A í ís- lensku og ensku. E varð saman- lagt sá neðsti, og þótt hann væri ekki lakastur í neinu fagi og bestur í íslensku. D fékk sömu einkunn í öllum námsgreinum. — Hvað fékk C í einkunn í hverri einstakri námsgrein? 2. Verið var að taka skýrslu af manni, sem orðið hafði sjónarvottur að slysi. Dómarinn spurði klukkan hvað slysið hefði orðið. Vitnið svaraði: „Glugginn á herberginu mínu snýr út að götunni og er fyrir ofan rakarastofu, en klukka henn- HEILABROT ar speglast í búðarglugga í húsinu á móti. Þegar ég leit á spegilmynd klukkunnar, sá ég að vísar hennar voru þannig, að svo virtist sem hún væri tuttugu mínútur yfir fimm, þegar ég heyrði áreksturinn. Klukka rakarans er venjulega tíu mínútum of sein, svo að slysið varð klukkan . . .“ Dómarinn tók hér fram í fyrir vitninu og kvað þetta fullnægjandi upplýsingar. Getur þú sagt klukkan hvað slysið varð? 3. Árið 1750 veðjuðu tveir enskir að- alsmenn um eftirfarandi: Annar þeirra fullyrti, að hann gæti flutt bréf 75 kílómetra á einni klukku- stund, sem þótti ógerlegt á þeim tíma. Hinn kvað það óhugsandi. Þeir veðjuðu 100 pundum, og sá fyrrnefndi vann veðmálið. Hvernig fór hann að? Það skal tekið fram, að hann flutti það ekki með bréf- dúfu. 'EJ18LU0|I>1 g/ QUB1 igieg uueq m ge6uec| ‘uis imiu e ujnue -lioq oas ngn}so>| J|8c| '6uuq uinQiA j epue}s }8| uueq uias 'uuauje>|!0|}}eu>) nj} uueq jQSjai }sæu jAq 'B}|oq j uu| Q!)8jq euines uueq }0| }sjáj 'g — ofs j jn}nujuj nj) !QB)ueA eun>j>|n|>} z — n6os j g 6o !Qæj)epue| j g ‘n>(SU8|S! i t? ‘!6um>(!8J j } ‘n>|SU0 j } >|>|8) uueh '} UOAS Fyrstu mennirnir koma til sögunnar fyrir ísöld, en ísöldin var kuldatími, er samfelld og afar þykk jökulbreiða lá yfir öllum Norðurlöndum og náði langt suóur á Þýskaland og suður undir London en skriðjöklar gengu ofan úr Alpafjöllum langt niður í dali á Italíu og Frakklandi. Frá upphafi fyrsta jökulskeiðs hugsa menn, að liðin sé hálf til heil milljón ára, en frá lokum síðasta jökulskeiðs eru talin aðeins um 10 þúsund ár. Alltaf man ég þegar ís kom hingað, það var vorið 1968; þá var ég sex ára, og mamma var alltaf aö banna mér að fara of nærri ísnum, en oft fór ég með vinum mínum niður á báruna til að stökkva út á ísinn. Lengi gekk þetta vel. Einn góðan veðurdag fór ég með Didda og Ödda niður í fjöru og við fórum að leika okkur að láta ísjöklana vera borgirnar okkar, ég valdi stóran ísjökul. Ég var rétt kominn upp í ísjökulinn dálítið frá landi, þegar ég datt og fór alveg á bólakaf. Ég hafði mig til lands en það lak úr mér ískalt vatnið eða réttara sagt sjórinn og ég hljóp heim. Mamma dreif mig úr öllum fötunum og háttaði mig niður í heitt rúmið, gaf mér heitt kakó, og sagði mérsögu um hafísinn og allar þær hættur í sambandi við hann. Ég hef víst gleymt þessum ábendingum, því ég fór aftur að leika mér þar sem ísinn var en ég passaði mig að bleyta mig ekki aftur. Bragi Jónsson, Lóni, Raufarhöfn. Skrýtlur. Mamma var að kenna Lillu að lesa kvöldbænina sína og sýndi henni hvernig hún ætti að spenna greipar. Það gekk nú hálf illa, en seinast voru þó allir smáu fingurnir hennar komnir í réttar skorður. Þá spurði Lilla: — En mamma, hvernig á ég þá að hafa tærnar? Bíll kom æðandi eftir þjóðveginum. Allt í einu hvein í hemlunum og bíllinn staðnæmdist. Bílstjórinn teygði sig út um gluggann og kallaði til lítils drengs, sem var að leika sér: — Þú hefur víst ekki séð flugvél hrapa hérna til jarðar? Drengurinn var með baunabyssu. Hann faldi hana fyrir aftan bakið og sagði: — Nei, ég hef ekki skotið á neina flugvél.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.