Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1982, Qupperneq 51

Æskan - 01.01.1982, Qupperneq 51
— Látið þið huggast, börnin góð, sagði Veturinn, ég skal byggja ykkur brú, sem enginn fær raskað nema frú Sól, þegar hún skýtur öllum sínum örvum á hana. Farið nú heim að sofa, ég skal vekja ykkur, þegar brúin er tilbúin. Litli bróðir og litla systa héldu nú heimleiðis. Þau sváfu alla nóttina, en morguninn eftir barði Veturinn á gluggann og kallaði á þau: Vaknið þið, börnin mín brúin er sterk brú, sem er einnar nætur verk, enginn smiður þarf að ætla sér aðra eins smíði, hála sem gler. Komið og sjáið er kuldinn gnýr, karlinn hann Vetur reisa brýr. Robert Schuman Litli bróðir og systa flýttu sér að klæða sig og fóru svo út að læknum. Það var orð og að sönnu, að komin var glerbrú á lækinn. Þau stigu fyrst gætilega á brúna, en ekki var um að villast, hún var traust, og svo fóru þau yfir á engið. En þegar þau ætluðu að fara að leika sér að marglitum blómunum, þá voru þau öll horfin. Allt engið var nú sveipað hvítum hjúpi, og hann var kaldari viðkomu heldur en ef hann hefði verið ofinn úr silki. Þá urðu litli bróðir og litla systa dauf á svipinn og sögðu: — Að hverju gagni kemur okkur nú þessi glerbrú, þegar marg- litu blómin eru öll horfin. — Hvað hafið þið aö gera við blóm, sagði Veturinn, kaupið þið ykkur skauta þá geta Dísa og Dengi sveiflað sér í hendingskasti til og frá um gler- brúna. Og þetta hafa þau gert. Veturinn stendur á bakkanum með hendur í vösum og horfir á. Dísa og Dengi skemmtu sér hið besta og hugsuðu ekki lengur til grassins græna né til marglitu blómanna, en þegar þau komu heim á kvöldin voru nefin á þeim rauð. Þýska tónskáldið Robert Schu- mann fæddist 8. júní 1819 í Zwickau. Það kom fljótlega í Ijós, að hann hafði erft metnaðargirnd föður síns og áhuga hans á bókmenntum (faðir hans var bóksali). Tónlistargáfuna, sem kom snemma í Ijós, erfði Schu- mann frá móður sinni, sem var all- góður píanóleikari. í menntaskóla stofnuðu nokkrir félagarnir hljómsveit undir stjórn Schumanns, sem lék á píanóið. Eftir 2 ár frumflutti hljómsveitin verk eftir Schumann, 150. sálminn. En hann hafði enn mikinn áhuga á bókmennt- um og fannst hann ekki hvað síst andlega skyldur hinu rómantíska skáldi Jean-Paul. 1829 hóf hann nám í lögfræði, en Kanínan hans Óla Hér sjáið þið eftirlætis kanínuna hans Óla litla, en hún hefur stolist burtu frá honum skömmin sú arna. Og nú er komið að ykkur að hjálpa Óla að hand- sama hana og það getið þið gert með því að finna út með hvaða bandi, númer 1, 2, 3, eða 4, hann getur snarað hana. leiddist. Honum skildist æ betur, að hljómlistin var framtíðarstarf hans. Því hóf hann nám hjá F. Wieck og þar kynntist hann tilvonandi eiginkonu sinni, Clara, sem var dóttir Wiecks og góður píanóleikari. Á tónleikaferð missti hann máttinn í einu fingri hægri handar. Hann gerði sitt besta til að láta sér batna, en allt varð það til einskis. Eftir það hóf hann tónsmíðar. Hann varð líka ritstjóri tímaritsins „Neu Zeitschrift fúr Musik“, og í Ijós kom, að hann var frábær, hug- myndaríkur, uppfinningasamur og rökréttur penni. Hann skrifaði undir dulnefnunum Eusebius og Florestan, sem táknuðu tvær hliðar skapgerðar hans. Tónverk hans spanna svo að segja allar gerðir tónsmíða, allt frá æfingarlögum fyrir börn til stórra sinfónía. Auk þess hefur hann samið allmörg tríó, kvartetta, kvintett, rómönsur, og lög við Ijóð auk margra píanóverka. Öll verk hans bera vitni um heitar tilfinningar og frumleika. 1843 varð hann kennari við tón- listarskólann í Leipzig, 1847 stjórn- andi í Dresden og 1850 tónlistarstjóri í Dússeldorf. 1844 fór hann í hljóm- leikaferð með konu sinni til Rúss- lands og 1853 til Holiands. 1854 fékk Schumann, sem alltaf hafði verið kyrrlátur maður og inn- hverfur alvarlegan geðsjúkdóm. Hann var lagður á geðveikrahæli í Bonn og lést þar 26. júlí 1856. 47

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.