Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1987, Page 7

Æskan - 01.12.1987, Page 7
 AÐFANGADAGUR EFTIR GUNNHILDI HRÓLFSDÓTTUR Það var aðfangadagur. Systurnar, Kristín og Ragna, voru á leið heim til sín. Það marraði í snjónum und- an fótum þeirra í frostinu. Það var liðið á dag og aðeins farið að bregða birtu því að sól var lágt á lofti. Systurnar höfðu farið í heimsókn til ömmu og voru nú á heimleið með jólapakka frá henni. Ragna var sjö ára. Hún var ægi- lega spennt og frekar hoppaði en gekk. Hún spurði systur sína spurninga í sífellu. Kristín, sem var átján ára, svaraði spurninga- flóðinu eftir bestu getu. — Hvað heldurðu að ég fái frá mömmu og pabba? spurði Ragna. Ætlar þú að gefa mér gjöf? Kristín fór að hlæja. — Þú ert alveg að sálast úr for- vitni, sagði hún stríðnislega. — Ó! Ragna tók aukastökk og augu hennar ljómuðu af tilhlökk- un. Heldurðu að ég fái tölvuspil eða gítar? Kristín varð alvarleg. — Þú mátt ekki vera svona áfjáð. Þú mátt ekki gleyma því að jólin eru meira en gjafir. — Ég man það vel. Ég er ekk- ert frek eða gráðug, sagði Ragna, en það er alltaf svo skemmtilegt og ég er búin að fá í skóinn minn á hverri nóttu. Ég fæ í skóinn af því að ég er góð. Heyrðu, Kristín, hélt hún svo áfram. Hvernig getur jóla- sveinninn komist inn til að setja í skóinn þegar glugginn er lokaður? Er Grýla til í alvöru? Á hún heima í Esjunni? Heldurðu að hún geti heyrt í öllum krökkum og séð þá? Síðustu orðin sagði hún ofurlitlu lægra og læddi hendi sinni í lófa Kristínar. Kristín hugsaði sig um. Hún leit niður á Rögnu sem beið spennt eftir svari. — Ertu hrædd við jólasvein- ana? spurði hún. Ragna hristi höfuðið. — En Grýlu og Leppalúða? Aftur hristi Ragna höfuðið. — Þá eru þau öll sömul til, sagði Kristín, langt uppi í fjöllum. Kannski eru þau komin til byggða og við getum heyrt fótatak þeirra ef við leggjum við hlustir. Hugs- aðu þér útlitið á þeim: Stór, úfin í skinnfötum með hrikaleg nef og eyru, syngjandi tröllasöngva. Og hvernig jólasveinarnir setja í skó barnanna. . . Þeir læðast á tánum hægt og hægt að gluggunum. Kristín hægði á sér og lét sem hún læddist á tánum. — Svo blása þeir aðeins, — svona. Hún blés út í loftið. Þá kemur gat á glerið og jólasveinarn- ir teygja hendurnar inn og setja gjafirnar í skóna. Svo draga þeir hendurnar út aftur og plopp, allt er heilt. — Þú ert að plata. Er það ekki? spurði Ragna og horfði rannsak- andi á systur sina, ekki alveg laus við hræðslu. — Þú ræður hverju þú trúir, sagði Kristín hlæjandi, en gaman væri ef þetta væri svona. Ragna var alvarleg. — Mamma segir að englar Guðs vaki alltaf yfir mér þegar ég sef, sagði hún eftir svolitla um- hugsun. — Já, það er alveg satt enda var ég alls ekki að reyna að hræða þig. Samt væri gaman að mæta þeim Grýlu og Leppalúða og segja við þau: — Gott kvöld. Það er bless- uð blíðan. — Hættu, hættu, þú hræðir mig. — Nei, ekki vera hrædd. Við göngum hérna eftir upplýstri göt- unni og erum alveg að verða j komnar heim. Hvernig heldur þú að okkur hefði liðið á svona göngu fyrir hundrað eða tvö hundruð ár- um þegar ekkert rafmagn var og börnin voru dauðhrædd við allt sem þau héldu að byggi í myrkr- inu. Þau voru alsæl ef þau fengu í jólagjöf kertisstubb sem þau gátu kveikt á og látið ljósið reka frá sér versta myrkrið þó að ekki væri nema yfir blá jólin. Það þýðir ann- ars ekki neitt að segja þér svona lagað, þú ert svo lítil að þú skilur það ekki. — Ég er ekkert lítil, ég skil þig víst, sagði Ragna með þykkju. — Jæja, þú skilur þá auðvitað hvað hátíð ljósanna er mikilvæg fyrir alla menn. Það þarf ekki að fara hundrað ár aftur í tímann til að finna fólk sem hræðist skamm- degi og myrkur. Við sem eigum heima á Islandi, sem er svona norðarlega, þurfum mjög á ljósi að halda. Það er dásamlegt að eiga Jesúm og gleði jólanna sem við höldum hátíðleg í minningu hans. Það sem við höfum verið að gera undanfarið, mamma, pabbi og all- ir er að undirbúa komu jólanna. Við gerum okkur dagamun í mat og drykk. Við þvoum og pússum og margir fá ný föt. Ragna sagði ekkert. Hún skildi þetta ekki alveg en henni fannst Kristín orðin svo alvarleg. Ragna vildi tala um eitthvað annað. Hvað þurfti hún svo sem að vera hrædd við? Allt var svo vel lýst. — Ég hugsa oft um þá sem eiga bágt, hélt Kristín áfram. Þá finnst mér við eiga svo gott að fá öll að vera saman. Systurnar gengu þegjandi eftir fáfarinni götunni. Allt í einu snarstansaði Kristín. — Ég hef misst pakka, sagði hún. Hún rótaði í töskunni en leit svo á systur sína. Ég verð að snúa við, sagði hún. Kannski hef ég gleymt honum hjá ömmu. — Ég kem með þér, sagði Ragna. — Nei, nei, þú heldur áfram heim. Það er ennþá bjart, meira að segja örlítið sólskin. Þú gætir þín bara vel á bílunum, sagði Kristín og var um leið þotin af stað. Ragna horfði á eftir henni. Hún hefði viljað fara með henni til að þurfa ekki að ganga ein heim, sér- staklega ekki eftir lýsingu Kristín- ar á þeim Grýlu og Leppalúða. Hún rölti af stað og reyndi að hugsa bara um það skemmtilega. Brátt var hún komin í götuna sína. En þetta var skrýtið að sjá. Hún horfði undrandi í áttina að húsinu. Gluggarnir voru eldrauðir, næst- um eins og kviknað væri í. Já, nú sá hún það, þetta var eldur og þau öll inni: mamma, pabbi og bræður hennar. Ragna tók á sprett eins hratt og hún gat. Hún hafði aldrei á ævi sinni hlaupið svona hratt. — Bjargaðu þeim, bjargaðu þeim, bað hún. Ekki láta neitt koma fyrir þau. Ég á bara eina mömmu og einn pabba. Þessar hugsanir flugu í gegnum huga hennar meðan hún hljóp eftir göt- unni. Augu hennar voru full af tár- um. Hún var svo hrædd. Nú var hún komin alveg að húsinu og bjóst við að sjá reyk og finna brunalykt. En hvað var nú þetta. Gluggarnir voru ekki lengur rauð- ir. Þetta höfðu verið sólargeislarn- ir sem spegluðust svona í rúðun- um. Ragna flýtti sér móð og más- andi upp tröppurnar og opnaði hurðina. Á móti henni barst ilmur af hangikjöti og í útvarpinu var verið að lesa jólakveðjur. Allt var eins og það átti að vera. Nú skildi hún hvað Kristín hafði verið að reyna að segja henni. Hún átti að vera þakklát fyrir það sem hún átti. 6 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.