Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 71

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 71
'inn sigrar riddara nútímans andrúmsloftið og inn á planið þeysti eld- rauður stífbónaður kaggi og hemlaði svo snöggt að töffararnir á mótorhjól- unum vöknuðu af hitasleninu. Út úr bílnum stökk á að giska tvítug- ur gæi með rauðan lit á vörunum og með strípur í sama lit og bfllinn hans. Hann var með hárið stífgreitt og blásið í allar áttir. Hann var í níðþröngum gallabuxum og rauðum bol og með 12 sm þykkt gaddavírsbelti utan um vömbina. Aftan á leðurjakka hans var verðmiði sem á stóð: „Gallað gervileð- ur, útsala.“ Einn töffaranna á mótorhjólunum kom auga á þennan aðkomupilt og veltist um af hláti. Það líkaði gæjanum hins vegar illa. Hann sneri sér eld- snöggt við og rak honum bylmingshögg á lúðurinn með þeim afleiðingum að hann endasentist af hjólinu eina 20 metra og endaði ferð sína í næstu versl- un. Hugprúði riddarinn fylgdist með þessu óvænta kjaftshöggi af mikilli undrun. Skyndilega kom gæinn auga á hann á bekknum og gekk stórstígur í áttina til hans. Töffararnir fylgdust vel með og flissuðu, allir nema þessi eini sem lá rotaður í versluninni. Nú var gæinn kominn upp að hvíta riddaranum og setti sig í stellingar fyrir framan hann og hló háum rámum hrossahlátri. — Hvaða hallærisvera er nú þetta? stynur hann upp og potar í hjálm ridd- arans. Hvíta riddaranum var nóg boðið. Hann gat ekki lagt það á sig að vera niðurlægður tvisvar sama dag. Hann reis upp, þandi út brjóstkassann, urr- aði, kreppti hnefana og mælti síðan: — Hvernig dirfist þér að niðurlægja mig? Ég er hinn mikli hvíti riddari, hugprúður og . . . — Æi, góði, haltu þér saman! greip gæinn fram í fyrir honum. Þú ert nú ljóti titturinn! Þú lítur út eins og riddari frá miðöldum. Horfðu á mig: Ég er riddari nútímans! Hvíti riddarinn gat ekki hamið sig lengur. Hann kreppti alla vöðva í lík- amanum, tútnaði allur út og öskraði svo hátt að dúfurnar á húsþökunum lömuðust. Mótorhjólatöffararnir urðu svo skelkaðir að þeir flýðu á bak við hjólin. Eftir andartak hafði riddari nútím- ans skroppið svo saman undan þungu höggi að hann var varla stærri en fót- bolti. Hugprúði riddarinn stóð yfir honum og mælti: — Þér eruð heppnir að ég þyrmi lífi yðar að þessu sinni. Ég er hinn mikli hvíti riddari sem frægustu rithöfundar hafa skrifað um. Ég er allra riddara göfugastur og hugaðastur, fallegur, gáfaður og góðhjartaður. Þér megið minnast þess frá þessum degi að ég stend enn uppi og hef lagt riddara nú- tímans að velli. Ég ber höfuð og herðar yfir alla riddara fyrr og síðar. Síðan teygði hvíti riddarinn úr ridd- ara nútímans svo að hann náði aftur fullri stærð. Riddari nútímans kastaði sér fyrir fætur hans, þakkaði honum fyrir að þyrma lífi sínu og sagðist héð- an í frá bera mikla virðingu fyrir hon- um. Þannig endar sagan af viðskiptum riddara gamla og nýja tímans. Höfundur: Anna K. Blandon 14 ára 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.