Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 29
SAMANTEKT: GUÐRÚN FINNSDÓTTIR
Mikki Michaeli fæddist 11. nóvem-
ber 1962 í Stokkhólmi. Hann er 182
sm á hæð með ljóst hár og blá augu.
Eftirlætis-listamenn hans eru Keith
Emerson, Alkatrazz með Steve Vai
með gítarinn, Van Halen, Frank
Zappa og Bítlarnir. Mikka þykir
mjólk einna besti drykkurinn. Eitt af
því skemmtilegasta sem hann gerir er
að prófa ný hljóðfæri.
Ian Haugland fæddist 13. ágúst 1964
í Nordreisa í Norður-Noregi. Hann á
nú heima í Stokkhólmi. Hann er mik-
ill aðdáandi UFO, Thin Lizzy, Gary
Moore, Genesis og ELP. Eftirlætis-
trommuleikarar hans eru þeir Gozy
Powell, Phil Collins, Simon Philips og
Terry Bozzio. Hann er 24 ára.
Kee Marchello fæddist 20. febrúar
1960 í Ludvika og er því elstur félag-
anna, 27 ára. Hann ólst upp í Norður-
Svíþjóð en fluttist þaðan til Stokk-
hólms. Hann tók við af John Norum í
hljómsveitinni. Hann er 180 sm á hæð
með dökkt hár og blá augu. Eftirlæt-
istónlistarfólk hans eru Deep Purple,
Alice Cooper og Urian Heep.
John Norum, sem hættur er í Evr-
ópu, fæddist 23. febrúar 1964 í Vardö
í Norður-Noregi. Hann varð 23 ára á
þessu ári. Hann er 186 sm á hæð með
dökkbrúnt hár og blá augu.
Evrópa hét áður Force. Hljómsveit-
in hefur sent frá sér eftirtaldar plötur
(þegar þetta er skrifað):
Breiðskífur:
Europe (1983)
Wings of Tomorrow (1984)
The Final Countdown (1984)
Smáskífur (45 sn.):
Rock the Night (1986)
Carrie (1986)
Evrópa nýtur mikillar aðdáunar úti
um allan heim — og margir íslenskir
krakkar gleyma seint heimsókn
hljómsveitarinnar hingað til lands í
sumar.
VROPU
lesa þau þó að þau séu á framandi
tungu og segist skilja heilmikið. í her-
bergi hans má sjá margar veggmyndir
úr erlendum poppblöðum, — og
einnig úr Æskunni.
— Að síðustu spyrjum við Baldur
hvort hann geti hugsað sér að stofna
aðdáendaklúbb Evrópu hérlendis?
„Það kæmi vel til greina,“ svarar
hann. „Ég er viss um að margir vildu
ganga í hann. En það þyrfti að undir-
búa klúbbstarfið vel og skipuleggja
það fyrirfram."
29