Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 46

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 46
AKRANES EERMINGARBAK Hungrið í heiminum Hungrið í heiminum fer alltaf versnandi dag frá degi. Fólk fær lítinn sem engan mat dögum saman. Daglega deyja margir úr matarskorti eða vegna þess að þeir eru veikir og fá engin lyf sem gætu læknað þá. Úti í heimi eru tugþúsundir barna og fullorðinna sem hafa ekki fengið mat svo að dögum og vikum skiptir. Við getum sent þessu fólki bæði mat og þau lyf sem það þarfnast. Petta höfum við gert árum saman en það nægir ekki. Pað er vegna þess að matar-og lyfjasendingar komast ekki til þess. Víða eru vegir ófærir. Bílar, sem eru að flytja vörurnar, komast ekki leiðar sinnar. Pess vegna fær fólkið engan mat og engin lyf til að lækna með þá sem sjúkir eru. Hvað getum við gert við þessu? Hafið þið spurt ykkur sjálf? Við gætum sent peninga til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Það væri kannski góð byrjun. Tökum höndum saman og hjálpum þessu fólki, ekki einn heldur allir, já allir. Hvað finnst ykkur um þetta? Hjálpum þeim. Búum til betri heim. Sameinumst, hjálpum þeim. Láttu mig starfa, láttu mig vaka. Láttu þau lifa meðan dagur er. Láttu þau biðja, lífsins faðir, Drottinn minn. Og svo er þessi litla vísa: Hungur í heiminum, sumt fólk fær engan mat; margir deyja fljótt, hvern einasta dag er einhver að þjást og deyja. Bjarni Borgar Jóhannsson Friður á jörðu Hver vill ekki hafa frið á jörðunni? Það eru líklega fáir sem ekki vilja lifa í friði. En því miður ríkir samt ekki friður í heiminum. Allt frá því að Kain drap Abel hafa menn lifað í ófriði, stríð hafa geisað, fólk hefur sært og líflátið hvert annað. En af hverju? Af hverju er verið að framleiða öll þessi vopn: handsprengjur, eldflaugar, vélbyssur, kjarnorkusprengjur, tundurdufl og hvað þetta heitir nú allt saman? Af hverju getur mannfólkið ekki bara lifað saman í sátt og samlyndi án þess að vera alltaf í stríði við aðrar þjóðir, aðra landshluta eða nágrannann í næsta húsi? „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Þetta kærleiksboðorð, sem allir eiga að kunna, á fólk að hafa að leiðarljósi í lífinu. Og sama gildir um gullnu regluna: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ En fer fólk eftir þessu? Nei, ekki allir. Ætli t.d. menn, sem stjórna stríðum og lífláta annað fólk, vilji að það verði ráðist á þá og þeir særðir eða drepnir? Nei, líklega ekki en samt láta þeir sér ekki segjast. Þeim væri nær að hlusta betur á Guðs orð og fara eftir því sem hann hefur að segja, t.d. 5. boðorðið: „Þú skalt ekki mann deyða.“ En hvað geta þú og ég gert til að koma á friði í heiminum? Það getur enginn einn maður staðið upp og sagt öllum að vera vinir. Allir þurfa að leggjast á eitt og reyna að leysa deilur á friðsaman og skynsamlegan hátt og hætta að framleiða vopn. Það vígbúnaðarkapphlaup sem stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, standa nú í setur mikið strik í reikninginn þegar rætt er um frið. Þessi tvö risaveldi eru eins og smákrakkar í sandkassa að metast á um hvor byggir stærra og betra hús þegar þau eru að reyna að framleiða fleiri og fullkomnari vopn en hin þjóðin.. Það væri mikil bót í máli ef leiðtogar þessara tveggja ríkja kæmust að samkomulagi um að hætta þessari vitleysu sem engum kemur að gagni. Með vissu millibili hafa skotið upp kollinum úti í hinum stóra heimi menn sem reynt hafa af fremsta megni að lægja öldur ófriðar milli landa og landshluta. T.d. má nefna í því sambandi Martin Luther King, Mahatma Gandhi, Olof Palme o.fl. Þessir menn, sem því miður hafa allir verið drepnir, áttu sér eina fyrirmynd. Það var Jesús Kristur, fyrsti og mesti friðar-og kristniboði heims. Gott væri að fleira fólk tæki sér hann til fyrirmyndar og reyndi að halda áfram með það starf sem hann og fleiri hafa unnið í þágu friðar. Þá yrði þess ekki langt að bíða að friður ríkti í heiminum! Sigurbjörg Þrastardóttir 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.