Æskan - 01.12.1987, Side 74
Baldur í
EFTIR NEMENDUR í HÚSABAKKASKÓLA
— Þessi strákur hefur samband við
álfana, hélt Baldur áfram og benti á
stjúpson sinn. Segðu þeim frá þessu,
Vummi minn. Ekki feiminn.
— É-é-é, sagði strákurinn, sem
greinilega var dauðhræddur. Þei- þei-
þeir sögðu að vegurinn ra- ra- raskaði
friðnum eða eitthvað so- so- soleiðis.
— Ég þorði sko ekki annað en láta
ykkur vita, sagði Baldur.
— Hvað áttu öll þessi læti í kring-
um húsið mitt að þýða, spurði ég.
Hvers vegna var bíllinn minn eyði-
lagður og allt trampað út í garðinum.
Mér finnst þetta allt saman í meira
lagi skrýtið.
— Þú verður að biðja Vumma að
fá upplýsingar um þetta hjá álfunum,
svaraði Baldur. Ég veit ekkert.
Ég sá að hann glotti undirfurðulega.
Geirlaugur hafði starað um stund á
gróðurhúsin.
— Er ekki í lagi að við lítum inn í
gróðurhúsin fyrst þau skipta engu
máli? spurði hann.
Baldri varð sýnilega órótt. Hann
svaraði strax:
— Ekki núna, drengir mínir. Ég
þarf í símann, tala við mann.
Svo gekk hann inn í húsið.
Geirlaugur hljóp yfir að gróðurhús-
unum og leit inn. Ég settist inn í jepp-
ann og kom honum í gang. Þá sá ég
að Geirlaugur kom á harða spretti og
hentist nú inn í jeppann.
— Af stað, fljótur, sagði hann.
Ég ók af stað og spurði um leið:
— Hvað er að?
— Þessar plöntur sem ég sá í gróð-
urhúsunum, sagði hann, er ekki leyft
HITT OG ÞETTA
rakst hann á norn og þá fóru ýmsir
skringilegir hlutir að gerast. . .
18 leikarar tóku þátt í þessari sýn-
ingu Gaman-Leikhússins. Leikstjóri
var Magnús Geir Þórðarson (sem
fyrr) en sýningarstjóri Sigurður J. Ól-
afsson.
Þú manst eflaust að í Gaman-Leik-
húsinu eru aðeins börn. Raunar eru
þau elstu nú að komast á unglingsald-
ur (14 ára) Og þau annast sjálf allt
sem til sýninga þarf. í sumar fór leik-
félagið til Almelo í Hollandi á hið
fyrsta alþjóðlega þing barnaleikfélaga
og sýndi þar Brauðsteikina og tert-
una.
ALDREI NEITT AÐ
GERA. ■ ■
Stundum er því haldið fram að lítið sé
við að vera fyrir börn og unglinga. En
sem betur fer er ótalmargt í boði. Við
höfum gert starfi skáta, ungtemplara,
barnastúkna og kristilegra félaga
nokkur skil hér í blaðinu. Auk þeirra
má nefna íþróttafélög, sem gefa kost á
þjálfun í fjölmörgum greinum, og
raunar líka dans- og tónlistarskóla en
ófáir spreyta sig á að leika á hljóðfæri
og iðka fótfimi með sveiflu!
Auk þess er vert að minna á félags-
miðstöðvarnar. í þeim er víða vel að
verki staðið, leiðbeint og aðstaða
veitt til margs konar tómstunda-
gamans. Við höfum fengið vetrardag-
skrá Þróttheima 1987-8 og sannfærst
um að þar er fjör á ferðum eins og
víða á slíkum stöðum. Þar er leikið í
borðtennis og billjarði, fengist við
ljósmyndun, myndabanda- og út-
að rækta á íslandi.
— Aha, sagði ég. Er ekki mál til
komið að við snúum okkur til lög-
reglunnar?
XI. KAFLI
Magnús Marinósson slær botninn
í söguna:
Ég var nú sannfærður um að Baldur á
Skuggabjörgum léki einn þennan
skollaleik. Engir álfar væru í skrið-
unni. Vémundur litli, eða Vummi,
eins og Baldur kallaði hann, væri
píndur til að leika milligöngumann.
— Við rennum bara beint á stöð-
ina, sagði Geirlaugur.
— Karlinn er þarna með tvö gróð-
urhús full af hassplöntum, hélt hann
áfram. Það er ekki von að hann vilji fá
varpsþáttagerð, leikni sýnd í pílu-
kasti, spekingar reyna sig í spuminga-
keppni, farið hefur verið í ferðalög og
efnt til námskeiða — í leiklist, hár-
greiðslu og ræðumennsku svo að eitt-
hvað sé nefnt. Klúbbar starfa líka og í
þeim geta félagar sinnt margvíslegum
áhugamálum.
Þróttheimar eru opnir frá kl. 14 alla
daga nema fimmtudaga — til 23 á
virkum dögum en 18 um helgar.
í bréfi sem fylgdi dagskrárbæklingn
um er letrað stórum stöfum:
Faðmaðu barnið þitt —
DAGLEGA!
Við Eddi tókum þetta til okkar og
þótti ágæt áminning — fyrir foreldra
og síðar meir verðandi foreldra. . .
SÆTABRAUÐS-
KRAKKINN
Revíuleikhúsið hefur að undanförnu
sýnt mjög fjörugt og skemmtilegt
74