Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 8

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 8
Lísa: Lalli, veistu að jólin koma eftir tvo klukkutíma? Lalli: Já, þá koma jólin í hin húsin en ekki hingað. Heldurðu kannski að jólin komi þangað sem allt er fullt af drasli og engar jólagjafir? Lísa: Og mamman á spítala og pabbinn úti á sjó og allir í fýlu nema Lilla litla. Lilla: Da, da, da. Lalli: Hún er bara svo vitlaus grey- ið. Hún veit ekki að jólin eru að koma. Annars færi hún ábyggilega að grenja. Lísa: Mig langar líka mest til að fara að skæla. Veistu, Lalli, að ég er svo hrædd? Lalli: Aumingi. Við hvað ertu svona hrædd? Lísa: Ég er svo hrædd um að við förum í jólaköttinn af því að við fáum engin jólaföt og engar jóla- gjafir. Lalli: Jólaköttinn, asni. Trúirðu á jólaköttinn? Heldurðu þá ekki líka að jólasveinninn og Grýla og Leppalúði komi og eti þig? (Dyrnar opnast. Inn kemur jóla- kötturinn, síðan Grýla, Leppalúði og jólasveinninn) Lísa: Lalli, Lalli komdu, komdu! Jólakötturinn er kominn til að eta okkur. (Pau stökkva upp á borð) Jólakötturinn: (við Lillu) Mjá, mjá. LUla: Da, da, da. Lalli: Hann etur Lillu, hann etur Lillu! Jólasveinn: Hvaða læti eru þetta, börnin góð? Sjáið þið ekki að kisi er bara að leika við Lillu. Hann er löngu hættur að eta börn. Lalli: Nú, það er gott. En hverjir eru nú þetta? Jólasveinn: Þetta eru foreldrar mínir, þau Grýla og Leppalúði. Okkur datt í hug að líta hér inn af því að það var svo kalt úti og jólin rétt að koma. Lísa: Jólin koma ekkert hingað af því að pabbi er á sjó og mamma varð fyrir bíl og liggur rænulaus á spítala og það er allt í drasli og engar jólagjafir. Lalli: Og enginn jólamatur — bara Grýla og Leppalúði. Grýla: Skammastu þín, strákur, að taka svona á móti gestum. Á ég kannski að flengja þig? Leppalúði: Láttu ekki svona, Grýla mín. Sérðu ekki hvað börn- in eiga bágt? Þetta eru áreiðanlega bestu skinn. Jólasveinn: Já, við skulum taka höndum saman og reyna að kippa þessu í lag svo að jólin geti komið hingað. Lísa: Við verðum þá að byija að laga til. Lalli: Ekki laga ég til. Grýla: Þú lagar bara víst til, óþekktar ormurinn þinn. Leppalúði: Svona, svona, hættu þessu Grýla. Það er mikið hvað þú nennir að standa í illindum eins og þú ert orðin gömul. Jólasveinn: Jæja, nú skal ég stjórna. Leppalúði, þú ferð og sækir jólatré. Við tínum upp dótið og Grýla sópar. (Allir hamast við að taka til. Grýla sópar með miklum látum. Er næst- um búin að sópa hillu og jólakett- inum í ruslið) Jólasveinn: Hættu nú, Grýla, hættu, þetta er nóg. Jæja, nú geta Er ekki tilvalið að nota tímann meðan við bíðum eftir jólunum til að æfa leikrit? Svo er hægt að leika það fyrir heimafólk eða í jólaveislunum. Hér er leikrit sem sjö leikendur taka þátt í. Einu sinni léku sjö ára krakkar í Laugarnesskólanum það og gekk alveg Ijómandi vel. Góða skemmtun! 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.