Æskan - 01.12.1987, Page 60
Einu sinni var afar stórvaxinn
snjóhvítur fugl sem var gæddur
þeirri náttúru að hann mátti helst
ekkert aumt sjá. Hvíti fuglinn
hafði þann sið að svífa yfir landið
og leita þá uppi sem áttu bágt.
Hafði hann bjargað bæði konum,
körlum og börnum úr straumhörð-
um jökulfljótum, jafnt og úr háu
klettabelti þangað sem aðeins
komst fuglinn fljúgandi.
Dag einn flaug hvíti fuglinn yfir
eitt slíkt klettabelti og kom þá í
undarlegt land. Par var hvorki að
sjá mannabústaði né mannvirki af
öðru tagi, ekki einu sinni akra og
engi, aðeins grýttan jarðveg og á
stöku stað kaldranalegar, lauflaus-
ar trjáþyrpingar. Hvergi var mann
að sjá og dýr merkurinnar virtust
hafa ^yfirgefið þetta undarlega
land. I nætur og daga hringsólaði
hvíti fuglinn yfir þessu gráleita og
lífvana landi þar til eitt sinn er
hann flaug yfir trjáþyrpingu í held-
ur óyndislegu dalverpi að hann
heyrði hrópað:
„Hvar ertu mamma?“
Hvíti fuglinn okkar rann á
hljóðið og lækkaði flugið og sá þá
undurfagran gullinhærðan dreng-
hnokka er sat undir einu trénu.
Fuglinn settist spölkorn frá gló-
kolli og spurði ofur varlega:
„Hvað er að, litli vinur?“
Drengurinn horfði á hann tár-
votum augum og strauk lokk frá
enni.
„Ég, ég. .villtist frá mömmu og
pabba og nú rata ég ekki aftur
heim.“
Hvíti fuglinn færði sig gætilega
nær litla drengnum og spurði:
„Og hvar átt þú nú heima, litli
vin?“
„Ég á heima inní Bláfjalli, pabbi
er kóngur þar,“ svaraði litli dreng-
urinn.
Fuglinn brosti:
„Já, já, þú ert þá álfaprins, kæri
vin?“
„Einmitt,“ svaraði drengurinn
og snökti.
Hvíti fuglinn færði sig ögn nær
því að hann vildi ekki að trén
heyrðu næstu spurningu.
„En hvernig í ósköpunum fórstu
að því að týna fjallinu þínu?“
„Það var nú bara þannig. .“ hóf
litli álfaprinsinn sögu sína „. .að
einkaþernan hennar mömmu, hún
Randalín, var alltaf að biðja mig
að koma á berjamó en hún vildi
helst aldrei að ég væri hjá henni
mömmu minni. Hún sagði að ég
væri orðinn svo stór strákur að ég
ætti ekki lengur að sofa uppi í hjá
mömmu og pabba. Einn daginn
gafst ég upp á nöldrinu í henni og
við fórum út úr Bláfjalli á berjamó
en hún Randalín ratar einstigið út
úr fjallinu.“
„Fyrirgefðu, litli vin. .“ greip
hvíti fuglinn fram í fyrir litla prins-
inum. . „en er engin önnur leið út
úr Bláfjalli?“
„Nei, nei, snökti litli álfaprins-
inn og tárin hrundu niður hvarm-
ana en hvíti fuglinn þerraði þau
jafnóðum með öðrum vængbrodd-
inum.
„Segðu mér nú, litli vin, betur
frá berjamónum.“
„Já, hún Randalín fór með mig
þar sem vaxa rauð ber undir hon-
um Bláfossi en Randalín sagði að
þetta væru töfraber sem gætu
breytt álfum í menn og mig hefur
stundum langað til að breytast í al-
vörustrák því að heima í álfahöll-
inni okkar á ég engan leikfélaga.
Ég hamaðist af öllum kröftum við
að tína berin og stakk meira að
segja einu upp í mig en þegar ég
leit upp og ætlaði heim þá var hún
Randalín horfin og leynigöngin
undir Bláfossi harðlæst. Ég hróp-
60