Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 47

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 47
NABLAÐH) 1987 Minnisstæður atburður Þegar ég var fimm ára fór ég í ferðalag með mömmu og pabba og tveim eldri systrum mínum. Ákveðið var að fara hringveginn. Fyrst tjölduðum við í Þjórsárdalnum. Þar var mjög gott veður og skemmtilegt að vera. Þaðan ókum við í laugina í Þjórsárdal. Ég hafði aldrei komið þangað áður. Ég var fyrstur af þeim út úr klefanum og fór beint út í sundlaugina án þess að vera með kút en ég var ósyndur. Ég hélt mig vera að fara í grynnri endann. Ég fann að ég náði ekki til botns því að þetta var þá dýpri endinn. Ég baslaði í kafi og reyndi að ná í bakkann en gat það ekki. Þegar þarna var komið sögu kom mamma út og sá mig hvergi en þá hafði systir mín séð til mín og galaði á mömmu sem sá mig baslandi í kafi. Hún var ekki lengi að draga mig hóstandi upp úr lauginni og var okkur báðum brugðið. Þarna hefði getað farið verr en ég var gætinn eftir þetta. Ernir Freyr Sigurðsson Áhugamál mín Áhugamál mitt er hestamennska. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að fara á hestbak því að þá fór ég í sveit hjá fólki sem átti mikið af hrossum. Fyrst æfði ég mig mikið á gömlum klár sem var 19 eða 20 vetra gamall og ég var orðin vön honum. Sumarið eftir þegar ég var 11 ára var ég orðin vanari hrossum og fór aftur á sama bæ. Þá fékk ég að prófa fleiri hross. í júlí 1984 fékk ég að fara ríðandi í Faxaborg en þar var hestamót og mikið um að vera. Ég var í Reykholtsdal og það var fjögurra tíma reið þaðan í Faxaborg. Við lögðum af stað um ellefuleytið og það var farið allar krókaleiðir sem hægt var svo að við þyrftum ekki að vera á þjóðveginum því að þar var svo mikil umferð. Allir kviðu mest fyrir að fara yfir Hvítárvallabrúna því við vorum með svo mörg laus hross. En það gekk allt vel. Eftir sumarið fékk ég sex vetra hest í kaup. Hann var ekki alveg fulltaminn svo að ég geymdi hann upp frá um veturinn. Næsta sumar fór ég aftur á sama bæ og þá um sumarið vandist ég hestinum og hann mér. Ég fór aftur ríðandi í Faxaborg um sumarið. Þá var ég á mínum hesti og maðurinn, sem ég var í sveit hjá, var með svo mörg hross að ég varð að teyma tvö. Þegar ég fór yfir Hvítárvallabrúna þá krömdu hrossin sem ég teymdi á mér lappirnar því að þau reyndu að fá stuðning hvert hjá öðru. En þetta gekk allt vel og allir komust ómeiddir í Faxaborg. Bærinn sem ég var á heitir Skáney og ég er búin að vera þar í fjögur sumur í sveit. Harpa Finnbogadóttir Minnisstæður atburður Ég ætla að skrifa ritgerð um það þegar ég lék knattspyrnu í Noregi. Eg var að fara á æfingu. Ég var að hita upp. Við stelpurnar vorum að hlaupa og teygja og gera æfingar. En við vorum svolítið latar við það. Okkur fannst það svo erfitt og leiðinlegt. En við vissum að við máttum ekki vera latar því að þá gæti farið illa fyrir okkur. En við bara gleymdum því. Við byrjuðum að spila. Ég var oftast fyrir utan markmanninn. Það hvíldi mikil ábyrgð á mér. Boltinn mátti ekki fara framhjá mér því að þá gæti allt gerst. Við vorum komnar með 2 mörk. Ég var svolítið áköf og utan við mig því að daginn eftir áttum við að keppa á móti. Eins og ég sagði var ég utan við mig og var að hugsa um allt annað en leikinn. Allt í einu kemur boltinn á móti mér. Ég hrekk upp, lyfti hægra fæti, misstíg mig á þeim vinstri og slít fremra krossband og hliðarband í hnénu. Ég dett niður og get ekki staðið upp. Ég fann mikið til. Það var ekki til íspoki svo að það var bara sóttur snjór í handklæði. Ég missti af strætó og þjálfari minn skutlaði mér heim. Daginn eftir fór ég til læknis. Hann fann ekki neitt að hnénu. Ég fór bara upp í skóla og horfði á mótið. En þegar ég kom heim til íslands þá sögðu læknarnir að ég mætti ekki stunda knattspyrnu fyrr en væri búið að skera mig upp (þegar ég er orðin 16 ára). En núna æfi ég hnit af fullum krafti og mér gengur ágætlega. Að vísu fékk ég spelku. Katrín Georgsdóttir 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.