Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 22

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 22
Dagur í Víðidal Vandamálaþáttur Kæra Æska. Þú ert frábært blað! Mig og áreið- anlega marga fleiri langar í veggmynd- ir af íslenska handknattleikslandslið- inu og viðtöl við þá Guðmund Þ. Guðmundsson, Einar Þorvarðarson, Júlíus Jónasson og hina gæjana sem ekki hefur enn verið talað við í Æsk- unni. Viðtölin, sem birst hafa í blað- inu við landsliðsstrákana, hafa verið alveg meiriháttar. Hér eru svo nokkrar spurningar: 1. Getur Æskan verið með vanda- málaþátt? Margir lesendur myndu áreiðanlega leita til hans. 2. Er hægt að hafa plötuverðlaun fyrir einhverjar þrautir? 3. Er hægt að birta veggmynd af landsliðinu í handknattleik? Kær kveðja. Lotta Svör: 1. Æskupósturinn er tilbúinn til að birta vandamálabréf og leita svara við þeim. Nauðsynlegt er að ítarlegar upplýsingar komi fram í bréfunum svo að hœgt sé svara þeim. Þó að dulnefnis sé óskað þarffullt nafn, aldur og heimilisfang að fylgja með. Engu að síður verður nafn- inu haldið leyndu. 2. Við höfum nokkrum sinnum veitt plötur í verðlaun og munum halda því áfram annað veifið. Þeir 30, sem hljóta aukaverðlaun í verðlaunasamkeppni Rásar 2 og Æskunnar, fá t.d. plötu — og bók að auki. 3. Við erum að kanna málið. Manchester United Kæri Æskupóstur. Ég vona að þið getið birt veggmynd af enska knattspyrnuliðinu Manchest- er United. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Matthías Ólafsson Kæra Æska! Ég vil byrja á því að þakka fyrir gott blað. Mig langar til að lýsa degi hérna í sveitinni. Haustdag einn hringdi Jóhanna, vinkona mín, í mig og spurði hvort ég og Kristín, frænka mín, vildum koma á hestbak. Ég hugsaði mig um svolitla stund en játti því síðan. Við Kristín vorum næstum hálftíma að ná í hestana. Við tókum Ásdísi með. Við hittum svo Jóhönnu og Döggu stuttu seinna. Við Kristín og Dagga fórum í kapp á hestunum. Síðan héldum við í átt að Gafli en þar eru húsatóftir. Til að komast þangað þurftum við að fara yfir á en það var svolítið erfitt því að bakkarnir voru brattir. Ég fór yfir þar sem þeir voru lægstir og náði vatnið upp á kvið á hestinum. Þegar við komum loks að Gafli var okkur ískalt á tánum. Það lagaðist á bakaleiðinni og okkur varð að nýju hlýtt. Við skoðuðum okkur um víðar í ná- grenninu og komum ekki heim aftur fyrr en kl. níu um kvöldið. Þetta var viðburðaríkur og ánægjulegur dagur. Við vorum dálítið þreyttar þegar við lögðumst til svefns um kvöldið. Víðdœlingur Á engar vinkonur Kæri Æskupóstur. Mér finnst blaðið vera frábært! Núna langar mig til að spyrja þig að dálitlu. Ég er í 6. bekk Grunnskóla Stykkishólms. Krakkarnir eru mjög skemmtilegir. Minn vandi er sá að ég á enga vinkonu. Þá á ég við vinkonu sem ég get alltaf verið með og treyst fyrir öllu sem mér liggur á hjarta. Nú langar mig til að athuga hvort þú get- ur hjálpað mér. Hvernig á ég að eign- ast vinkonu? Bless, bless. Menóika (dulnefni). Kœra Menóika. Það er erfitt að gefa nákvœma upp- skrift að því hvernig maður á að eignast vini. Krakkar eru nefnilega svo misjafn- ir. En til að vinátta takist með tveim eða fleiri krökkum þurfa þeir að eiga svipuð áhugamál. Það er grundvallaratriði. Kannski þarftu að leggja þig meira fram til að eignast vin. í leit að honum getur hjálpað þér mikið að vera glað- lynd, hreinskilin og vinsamleg. Ekki vera upptekin af sjálfri þér. Vertu já- kvœð og talaðu líka um áhugamál ann- arra. Sá sem talar mest um sjálfan sig verður leiðinlegur til lengdar. Sá sem vill reynast öðrum góður vinur þarf að vera sanngjarn og fús til að gera líka það sem aðrir vilja. Traustur vinur fer sjaldan eða aldrei í fýlu. Það er ekkert gaman að vera með fýlupokum. Vonandi gengur þér vel að eignast vini, Menóika. Láttu okkur heyra afþví síðar. Æskupósturinn 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.