Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 13

Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 13
OPNUVIÐTALIÐ Bogdan hafði enga trú á mér! SEGIR GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Hann er sprettharður, fimur eins og köttur og sókndjarfur. Ekki að ástœðulausu sem mótherjunum stendur ógn af honum! Ef varnarmaður lítur af honum er hann búinn að stinga sér inn um dyragœtt varnarveggjarins, taka sig á flug inn í teiginn og koma boltanum fram hjá skelfdum markverðinum. Aðfarir hans vekja oft aðdáun áhorfenda. Hér er átt við Guðmund Guðmundsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í handknattleik. Röðin er komin að honum í opnuviðtal Æskunnar. Guðmundur ber titilinn Iþróttamaður Reykjavíkur 1987 og í vor kusu leikmenn fyrstu deildar hann besta sóknarleikmann íslandsmótsins síðasta keppnistímabil. Það segir sína sögu um þá velgengni og virðingu sem hann nýtur. Guðmundur er minnsti leikmaður Víkings og landsliðsins, 174 sm á hæð. Honum hefur ósjaldan verið strítt á því að vera uppalinn í Litlagerði 6 í Smáíbúðahverfinu. Þar er þó ekki skýringa að leita á því hvað hann er lágur vexti. Fólkið í hverfinu borðar venjulega fæðu og þar fyrirfinnast margir hávaxnir menn! Þegar ég stend augliti til auglitis við Guðmund finnst mér hann vera hærri í loftinu en hann virðist vera í sjónvarpinu. Og þó er ég með hœrri mönnum! | á Fllb' Ásamt sambýliskonu sinni, Helgu Hermannsdóttur „Það má segja að ég hafi verið Vík- ingur alla tíð,“ segir Guðmundur þeg- ar við erum búnir að koma okkur vel fyrir í stofunni heima hjá honum og penninn hefur verið dreginn úr slíðr- um. „Reyndar byrjaði ég íþróttaferil- inn 10 ára hjá Val en það stóð stutt og ég fór yfir til Víkings. Þar lék ég bæði með knattspyrnu- og handknattleiks- flokkum til 18 ára aldurs. Um það leyti hóf Bogdan að þjálfa meistara- flokk Víkings og ég hafði svo mikla trú á honum að ég sneri mér eingöngu að handknattleiknum. Reyndar hafði Bogdan ekki jafnmikla trú á mér og ég á honum. Hann taldi mig of lág- vaxinn til að geta orðið góður hand- boltamaður. Hann viðurkenndi síðar að hann hefði vanmetið mig. Það hef- ur komið sér vel fyrir mig að vera lít- ill. Ég á nefnilega auðveldara en stærri menn með að smeygja mér í gegnum varnarvegginn." Guðmundur sat á varamanna- bekknum fyrsta veturinn í meistara- flokki Víkings, fékk aðeins að koma inn á þegar vel gekk. Liðið var mjög sterkt á þeim tíma og því ekki auðvelt fyrir nýliða að tryggja sér fast sæti í því. Næsta keppnistímabil lék lánið hins vegar við hann og hann lék í stöðu hægri-hornamanns til haustsins 1983. Þá losnaði staða vinstri-horna- manns og hann skipti yfir. Hún hent- aði honum betur því að hann er rétt- hentur. Guðmundur segir að hornamaður þurfi að vera sprettharður, útsjónar- samur og búa yfir góðri skottækni þvi að skotgeiri hans er svo þröngur. Hann leggur að nokkru leyti áherslu á aðrar tækniæfingar en samherjar hans. Hann æfir sig m.a. í að komast fram hjá varnarmanni og þjálfar snerpuna sérstaklega. Svo styrkir hann sinar og vöðva í úlnliðum með því að kreista tennisbolta í tíma og ótíma. Fyrir leiki horfir hann á mynd- bönd eins og aðrir leikmenn og reynir að finna veiku hliðarnar hjá mark- manni væntanlegra mótherja. „Það kostar þrotlausa æfingu að verða góður hornamaður," segir Guð- mundur. „Það sama gildir um aðrar stöður í handknattleiknum. Menn þurfa að leggja mjög hart að sér til að ná einhverjum árangri. Fórna þarf all- nokkru. Það er engin tilviljun þegar íþróttamenn ná langt. Að baki liggur þrotlaus vinna og elja.“ — Hvernig tilfinning er það þegar þú hefur brotist í gegnum vörnina og svífur í átt að markverði með boltann — og ert kominn í dauðafæri? „Hún er alveg sérstök. Oft er ákveðin togstreita milli markvarðar og hornamanns. Báðir eru á tauginni, markvörðurinn að reyna að átta sig á því hvernig ég ber mig að með knött- inn og ég að reyna að sjá glufu. Það er ánægjuleg tilfinning þegar maður nær sér á strik gagnvart markverði í leik, þ.e.a.s. þegar maður skorar nokkur mörk í röð án þess að hann fái við nokkuð ráðið. Þá er talað um að mað- ur hafi tekið hann á taugum. En svo getur dæmið snúist við og markvörð- urinn sett mig úr lagi með því að verja marga bolta í röð frá mér og jafnvel blekkja mig. Ef til vill þykist hann ætla að lyfta fæti og ég reyni að koma boltanum undir hann — en þá hættir hann við og nær að verja. Hornamaður er alltaf í strangri gæslu hjá einum varnarmanni og það er því ekki oft sem hann getur stokkið inn úr horninu. Það er alltaf verið að ýta manni frá. En þegar maður sér glufu í varnarveggnum þarf maður að vera fljótur að hugsa. Ég reyni að stökkva eins langt inn í teiginn og ég get. Því næst bíð ég eftir viðbrögðum markvarðar. Hann á oftast fyrsta leik. Það er erfiðara að eiga við hávaxna og þéttvaxna markmenn en hina. Þeir fylla nánast út í markið. Stundum sér maður enga smugu til að koma bolt- anum fram hjá þeim og þá er eina ráð- ið að teygja höndina eins langt út og hægt er til að skapa meira svigrúm fyrir boltann. Það heppnast oft að skora þannig." Dómarahneyksli á Spáni Guðmundur er kerfisfræðingur að mennt og starfar hjá tölvudeild Lands- bankans. Hann fæddist á Þorláks- messudag 1960 og verður því 27 ára í þessum mánuði. Hann er í sambúð með Helgu Hermannsdóttur háskóla- nema. Þau hafa búið saman í sjö ár. Fyrir tveim árum fluttust þau í raðhús sem þau reistu sér í Arbænum. Helga er upprunnin í hverfi Fylkismanna en „heldur örugglega með Víkingum núna,“ að sögn Guðmundar. Guðmundur hefur aldrei látið sig dreyma um að verða atvinnumaður í handknattleik. Hann kann vel við sig hjá Landsbankanum og segir að á Fróni sé best að eiga heima. Forráða- menn Landsbankans hafa reynst hon- um vel alla tíð. Hann hefur fengið leyfi á fullum launum til að æfa og keppa. Ef hann nyti ekki þessa stuðn- ings frá bankanum væri hann líklega búinn að leggja skóna á hilluna. Guðmundur lék fyrst með landslið- inu á móti Belgum 1980. Ég spyr hann hver sé skemmtilegasti leikurinn sem hann hefur leikið. „Það er ekkert vafamál," svarar hann að bragði. „Það er leikurinn á móti Rúmenum í heimsmeistara- keppninni í Sviss. Hann skipti sköpum um hvort við kæmumst áfram í keppn- inni. Orð fá ekki lýst þeirri tilfinningu sem greip mann þegar flautað var til leiksloka. Þarna bar nokkurra ára undirbúningsstarf árangur. Já, það getur verið stutt á milli virðingar og aumingjaskapar. Ég er hræddur um að landsliðið hefði minnkað í áliti hjá æði mörgum ef við hefðum ekki kom- ist áfram í keppninni." — En hver er ömurlegasti leikur sem þú hefur leikið? „Það var á móti Barselóna á Spáni í Evrópukeppni meistaraliða árið 1984. Við höfðum sigrað þetta heimsfræga lið með sjö marka mun hér heima og vonirnar voru því góðar um að kom- ast áfram í keppninni. En það ótrú- lega gerðist að við töpuðum leiknum ytra með tíu marka mun. Það var meiriháttar áfall fyrir okkur að standa frammi fyrir 10 þúsund öskrandi áhorfendum — eða réttara sagt snar- brjáluðum — og tveim dómurum sem dæmdu okkur allt í óhag. Dómgæslan var hneyksli enda voru dómararnir settir í ársbann eftir leikinn. Það var engu líkara en að þeim hefði verið mútað. Þessum leik gleymi ég aldrei. Við hefðum komist í úrslitaleikinn þó að við hefðum tapað leiknum með sex marka mun.“ — Finnst þér munur á íslenskum og erlendum áhorfendum? „Já, hann er nokkur. íslendingar sýna handknattleiknum meiri skilning en útlendingar. Við sjáum leikinn í heild sinni en útlendingarnir sjá bara mörkin, ekkert annað kemst að.“ — Hvað finnst þér um íslenska handknattleiksdómara? „í fyrstu deild dæma fimm dómara- pör og ég tel að tvenn þeirra séu mjög góð.“ Hættur aö lesa íþrótta- fréttir Ólympíuleikarnir verða í Seúl (Seoul) á næsta ári. Hvaða vonir gerir Guðmundur sér um árangur þar? „Ég tel raunhæft að horfa á 6. sæt- ið,“ svarar hann. „Við erum í mjög erfiðum riðli, m.a. með fyrrverandi heimsmeisturum, Rússum, op núver- andi heimsmeisturum og Ólympíu- meisturum, Júgóslövum. Svo leikum við líka við Svía sem alltaf hafa verið a okkur erfiðir. Við þurfum að vinna ^ 12 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.