Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 27
sjálf allar vísurnar sem hún
kunni. Þar var hún ekki
feimin og þar fannst henni
hún vera bara stór.
Og núna þegar vorið var
komið var svo yndislegt
heima í hvamminum. Hún
var allan daginn úti. Hún
speglaði sig í tjörnunum,
safnaði skeljum og
kuðungum í fjörunni og
horfði á smáu öldurnar
teygja sig upp á sandinn.
Og hún byggði hús og
hallir úr sandinum, heila
sveitabæi og stóran
kaupstað. Og í þeim
kaupstað voru engin
óhreinindi, engin fýla,
enginn hávaði. Þar var bara
einn fínn bíll. Það var bíllinn
þeirra Erlu og Svölu. En
Erla og Svala voru
brúðurnar hennar. Og þær
áttu þennan fallega kaupstað
og óku í fína bílnum sínum
um hreinar og sléttar götur.
En bíllinn var brúðuvagninn
hennar.
Svona lék Ásta sér allan
daginn og á kvöldin var hún
þreytt. Hún sofnaði strax og
hún lagði höfuðið á koddann
og dreymdi marga fallega
drauma.
Haustið er nýlega liðið.
Laufið er fallið ,
snjórinn kominn
og allt er hvítt.
Það eru börn á skautum,
börn á skíðum,
börn á leið í skóla.
Snjókarlar og kerlingar
setja svip á bæinn.
Það glampar á svellið
þegar sólin skín
en þegar snjóar
verður svellið
ekki lengur skemmtilegt.
Þá er ekki hægt að
renna sér á því
og ekki hægt að spegla
sig í því.
Svo þegar vorið kemur
breytist allt.
Snjórinn fer,
bömin hætta að sjást
með skólatöskur
en sjást þeim mun oftar
í knattspymu.
Krístjana Nanna Jónsdóttir,
Rauðumýri 8, Akureyri.
27