Æskan - 01.12.1987, Blaðsíða 5
Isari fæddur...u
nærri öllum mönnum. Heldur þú
að dimmur og kaldur nœturhim-
inninn, sem þeir höfðu svo oft
horft á yfir Betlehemsvöllum, hafi
ekki fengið annan svip eftir þessa
nótt, já, raunar dagarnir þeirra
líka? Ég er alveg viss um það og
líka viss um að líf og saga allra
hirðanna, sem undruðust og glödd-
ust jólanóttina fyrstu, hafi á ein-
hvern hátt orðið öðruvísi en hún
hefði orðið ef þeir hefðu ekki feng-
ið að heyra og sjá það sem Guð gaf
þessa nótt. Auðvitað vissu hirðarn-
ir ekki að þeir yrðu persónur í jóla-
guðspjallinu, fallegustu jólasög-
unni. En þeir vissu að Guð var
nærri og að honum þykir vænt um
þá og alla menn. Þess vegna varð
lífþeirra annað, saga þeirra önnur,
— því að það gerði lífið svo miklu
betra og auðugra og hlýrra að vita
að Guð er góður og umfram allt að
hann er nærri.
Þetta veit ég um hirðana þó að
ég viti annars ósköp lítið um þá.
Ég veit ekki einu sinni hvað þeir
heita, þessar persónur í jólaguð-
spjallinu. Ég veit ekki heldur neitt
um þig sem lest þessar línur, ekkert
hver þú ert eða hvar þú ert eða
hvað þú heitir. En ég veit þó eitt
um þig. Þú ert persóna í jólasögu,
einhverri jólasögu. Þú ert það og
verður það hvort sem þú veist það
eða ekki, vilt það eða ekki. Þú ert
það vegna þess að þú átt ástvini og
vini, fáa eða marga, nœrri og
fjarri. Vonandi gleður þú einhvern
þeirra á jólunum, hjálpar einhverj-
um og lætur einhvern finna að þér
þykir vænt um hann og auðvitað
fyrst og fremst einhvern þeirra sem
næst þér standa. Efþú gerir það ert
þú um leið orðinn fallegur hluti af
jólunum þeirra, sögu jólanna
þeirra, hluti af minningum þeirra
um gleðileg jól. Ég veit að þú vilt
verða fallegur hluti af slíkri sögu
sem þeim sem eiga hana í huga sér
eða hjarta finnst gott að hugsa um
og rifja upp. Þegar þér auðnast það
ert þú lánsmaður eins og alltaf þeg-
ar þú verður öðrum til gleði og þá
verður þú Guði til gleði um leið,
Guði sem er góður og nálægur.
Það er auðveldara að muna það á
jólum en aðra daga. En við œttum
auðvitað öll að reyna að muna
þetta alla daga. Þá yrði þessi heim-
ur bjartari en hann er oft og meiri
friður og meiri hlýja. Og til þess að
hjálpa mér og þér til að auka við
birtuna og gleðina í heiminum kom
Jesús, Frelsari okkar mannanna.
Hann er nærri hverja stund og alla
daga. Guð gefi þér að muna það
og gleðjast yfir því og eiga jól með
hann nœrri huga og sál svo að frið-
urinn hans og Ijósið hans blessi
heimili þitt og hjarta á jólum og
dagana sem koma eftir gleðileg jól.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.