Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1987, Síða 74

Æskan - 01.12.1987, Síða 74
Baldur í EFTIR NEMENDUR í HÚSABAKKASKÓLA — Þessi strákur hefur samband við álfana, hélt Baldur áfram og benti á stjúpson sinn. Segðu þeim frá þessu, Vummi minn. Ekki feiminn. — É-é-é, sagði strákurinn, sem greinilega var dauðhræddur. Þei- þei- þeir sögðu að vegurinn ra- ra- raskaði friðnum eða eitthvað so- so- soleiðis. — Ég þorði sko ekki annað en láta ykkur vita, sagði Baldur. — Hvað áttu öll þessi læti í kring- um húsið mitt að þýða, spurði ég. Hvers vegna var bíllinn minn eyði- lagður og allt trampað út í garðinum. Mér finnst þetta allt saman í meira lagi skrýtið. — Þú verður að biðja Vumma að fá upplýsingar um þetta hjá álfunum, svaraði Baldur. Ég veit ekkert. Ég sá að hann glotti undirfurðulega. Geirlaugur hafði starað um stund á gróðurhúsin. — Er ekki í lagi að við lítum inn í gróðurhúsin fyrst þau skipta engu máli? spurði hann. Baldri varð sýnilega órótt. Hann svaraði strax: — Ekki núna, drengir mínir. Ég þarf í símann, tala við mann. Svo gekk hann inn í húsið. Geirlaugur hljóp yfir að gróðurhús- unum og leit inn. Ég settist inn í jepp- ann og kom honum í gang. Þá sá ég að Geirlaugur kom á harða spretti og hentist nú inn í jeppann. — Af stað, fljótur, sagði hann. Ég ók af stað og spurði um leið: — Hvað er að? — Þessar plöntur sem ég sá í gróð- urhúsunum, sagði hann, er ekki leyft HITT OG ÞETTA rakst hann á norn og þá fóru ýmsir skringilegir hlutir að gerast. . . 18 leikarar tóku þátt í þessari sýn- ingu Gaman-Leikhússins. Leikstjóri var Magnús Geir Þórðarson (sem fyrr) en sýningarstjóri Sigurður J. Ól- afsson. Þú manst eflaust að í Gaman-Leik- húsinu eru aðeins börn. Raunar eru þau elstu nú að komast á unglingsald- ur (14 ára) Og þau annast sjálf allt sem til sýninga þarf. í sumar fór leik- félagið til Almelo í Hollandi á hið fyrsta alþjóðlega þing barnaleikfélaga og sýndi þar Brauðsteikina og tert- una. ALDREI NEITT AÐ GERA. ■ ■ Stundum er því haldið fram að lítið sé við að vera fyrir börn og unglinga. En sem betur fer er ótalmargt í boði. Við höfum gert starfi skáta, ungtemplara, barnastúkna og kristilegra félaga nokkur skil hér í blaðinu. Auk þeirra má nefna íþróttafélög, sem gefa kost á þjálfun í fjölmörgum greinum, og raunar líka dans- og tónlistarskóla en ófáir spreyta sig á að leika á hljóðfæri og iðka fótfimi með sveiflu! Auk þess er vert að minna á félags- miðstöðvarnar. í þeim er víða vel að verki staðið, leiðbeint og aðstaða veitt til margs konar tómstunda- gamans. Við höfum fengið vetrardag- skrá Þróttheima 1987-8 og sannfærst um að þar er fjör á ferðum eins og víða á slíkum stöðum. Þar er leikið í borðtennis og billjarði, fengist við ljósmyndun, myndabanda- og út- að rækta á íslandi. — Aha, sagði ég. Er ekki mál til komið að við snúum okkur til lög- reglunnar? XI. KAFLI Magnús Marinósson slær botninn í söguna: Ég var nú sannfærður um að Baldur á Skuggabjörgum léki einn þennan skollaleik. Engir álfar væru í skrið- unni. Vémundur litli, eða Vummi, eins og Baldur kallaði hann, væri píndur til að leika milligöngumann. — Við rennum bara beint á stöð- ina, sagði Geirlaugur. — Karlinn er þarna með tvö gróð- urhús full af hassplöntum, hélt hann áfram. Það er ekki von að hann vilji fá varpsþáttagerð, leikni sýnd í pílu- kasti, spekingar reyna sig í spuminga- keppni, farið hefur verið í ferðalög og efnt til námskeiða — í leiklist, hár- greiðslu og ræðumennsku svo að eitt- hvað sé nefnt. Klúbbar starfa líka og í þeim geta félagar sinnt margvíslegum áhugamálum. Þróttheimar eru opnir frá kl. 14 alla daga nema fimmtudaga — til 23 á virkum dögum en 18 um helgar. í bréfi sem fylgdi dagskrárbæklingn um er letrað stórum stöfum: Faðmaðu barnið þitt — DAGLEGA! Við Eddi tókum þetta til okkar og þótti ágæt áminning — fyrir foreldra og síðar meir verðandi foreldra. . . SÆTABRAUÐS- KRAKKINN Revíuleikhúsið hefur að undanförnu sýnt mjög fjörugt og skemmtilegt 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.