Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Síða 4

Æskan - 01.01.1988, Síða 4
Þá liggja fyrir úrslit í glæsilegri verð- launasamkeppni Æskunnar og Rásar 2 - í samvinnu við Flugleiðir. Nýtt þátt- tökumet var slegið í smásagnasamkeppn- inni. 132 sögur bárust! í fyrra voru þær 123 - en í hitteðfyrra þegar keppnin var haldin í fyrsta sinn voru þær aðeins á bilinu 40-50. Næsta haust stefnum við að því að fá 200 sögur og það er ekki fjarlæg ósk ef fer fram sem horfir. Ungir og upprennandi rithöfundar, hvort sem þeir duttu í lukkupottinn nú eða ekki, ættu fyrr cn seinna að leiða hugann að nýrri keppni til að komast ekki í tímaþröng þegar skilafresturinn rennur út eins og við þykjumst vita að hafi gerst núna því að þrjá síðustu dagana bárust 50 sögur - hvorki minna né meira. Dómnefnd smásagnasamkeppninnar skipuðu þau Gunnvör Braga frá Útvarp- inu, Margrét Hauksdóttir frá Flugleið- um og Eðvarð Ingólfsson frá Æskunni. Þau komu í beina útsendingu á Rás 2 kl. 11.30 á Þorláksmessumorgni og til- kynntu nöfn tveggja vinningshafa ferðar til Flórída (annar var dreginn út í tón- listargetrauninni) og 15 nöfn sem hlutu aukaverðlaun í hvorri keppni. Dómnefndinni var mikill vandi á höndum þegar velja þurfti verðlaunasög- ur því að margar frambærilegar sögur bárust. Hún lét þau orð falla á Rás 2 að fleiri en 15 hefðu átt skilið að vinna til aukaverðlauna og það er vonandi hugg- un fyrir þá sem ekki komust á blað að þessu sinni og hvatning að reyna aftur í haust. Sigurvegari í smásagnasamkeppninni varð strákur en það hefur ekki gerst áð- ur. Hann heitir Helgi Snær Sigurðsson, 13 ára Reykvíkingur, til heimilis að Álf- heimum 38. Saga hans nefnist Vinátta og birtist á næstu opnu. Sigurvegarinn í tónlistargetrauninni er 14 ára Hafníirðingur, Berglind Rós Guðmundsdóttir, Drangagötu 1. Hún verður ferðafélagi Helga Snæs til Flórída í Bandaríkjunum. Þau fara í vor. Les- endur Æskunnar fá að fylgjast vel með því sem á daga þeirra drífur í Bandaríkj- unum því að þau munu skrifa ferðasögu og birta í tveim tölublöðum Æskunnar eftir að þau koma heim. Aukaverðlaunahafar í smá- sagnasamkeppninni________________________ Eftirtalin hlutu aukaverðlaun í smásagna- samkeppni Æskunnar og Rásar 2: - Guðfinna Björk Hallgrímsdóttir 15 ára, Safamýri 63, Reykjavík. - Guðný Guðjónsdóttir 15 ára, Hjarðarholti 17, Akranesi. - Guðrún Ásdís Eysteinsdóttir 15 ára, Tjarnarlandi, Hjaltastaðahreppi, 701 Egilsstaðir. - Helga Gunnarsdóttir 12 ára, Jörfabakka 18, Reykjavík. - Inga Lára Gylfadóttir 12 ára, Trönuhólum 8, Reykjavík. - Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir 14 ára, Seljabraut 34, Reykjavík. - Jóna Elín Gunnarsdóttir 14 ára, Fellsenda, Þingvallasveit. - Kristjana Nanna Jónsdóttir 13 ára, Rauðumýri 8, Akureyri. - Rakel Heiðmarsdóttir 15 ára, Mælifellsá, Skagafirði. - Rán Amheiðardóttir 15 ára, Birkilundi 5, Akureyri. - Signý Magnúsdóttir 9 ára, Búhamri 52, Vestmannaeyjum. - Sigurbjörg Magnúsdóttir 11 ára, Krossnesi, Strandasýslu. - Vilborg Halldórsdóttir 9 ára, Bugðutanga 7, Mosfellsbæ. - Þórir Sigmundur Þórisson 14 ára, Birkihrauni 11, Reykjahlíð, Mývatnssveit, S-Þing. - Þuriður Björg Þorgrímsdóttir 14 ára, Framnesvegi 36, Reykjavík. Aukaverðlaunahafar í tón- listargetraun Eftirtalin hlutu aukaverðlaun í tónlistar- getrauninni: - Aðalheiður Ósk Kristjánsdóttir, Heiðargerði 26, Vogum. - Anna Margrét Jónsdóttir, Sölvabakka, A-Hún. - Berglind Sigurðardóttir, Úthaga 6, Selfossi. - Bjami Guðmundsson, Breiðvangi 28, Hafnarfirði. - Dagrún Snorradóttir, Akurey 2, V-Landeyjum, Rangárvallasýslu. - Friðrik Baldur Gunnbjömsson, Laxagötu 2, Akureyri. - Hörður Guðmundsson, Mánatröð 14, Egilsstöðum. - Logi Geir Harðarson, Túngötu 19, Ólafsfirði. - Ólafur Ragnar Hjálmarsson, Hrauni 2, Hnifsdal. - Róbert Sverrisson, Miðvangi 112, Hafnarfirði. - Sigurbjöm Jónsson, Heiðargerði 19, Vogum. - Snjólfur Gunnarsson, Hnaukum, Álftafirði, N-Múlasýslu. - Styrmir Geir Jónsson, Miðgarði 6, Egilsstöðum. - Valgerður Helga Sigurðardóttir, Reyrhaga 5, Selfossi. - Þóranna K. Jónbjömsdóttir, Sundstræti 30, ísafirði. 4 ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.