Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 4

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 4
Þá liggja fyrir úrslit í glæsilegri verð- launasamkeppni Æskunnar og Rásar 2 - í samvinnu við Flugleiðir. Nýtt þátt- tökumet var slegið í smásagnasamkeppn- inni. 132 sögur bárust! í fyrra voru þær 123 - en í hitteðfyrra þegar keppnin var haldin í fyrsta sinn voru þær aðeins á bilinu 40-50. Næsta haust stefnum við að því að fá 200 sögur og það er ekki fjarlæg ósk ef fer fram sem horfir. Ungir og upprennandi rithöfundar, hvort sem þeir duttu í lukkupottinn nú eða ekki, ættu fyrr cn seinna að leiða hugann að nýrri keppni til að komast ekki í tímaþröng þegar skilafresturinn rennur út eins og við þykjumst vita að hafi gerst núna því að þrjá síðustu dagana bárust 50 sögur - hvorki minna né meira. Dómnefnd smásagnasamkeppninnar skipuðu þau Gunnvör Braga frá Útvarp- inu, Margrét Hauksdóttir frá Flugleið- um og Eðvarð Ingólfsson frá Æskunni. Þau komu í beina útsendingu á Rás 2 kl. 11.30 á Þorláksmessumorgni og til- kynntu nöfn tveggja vinningshafa ferðar til Flórída (annar var dreginn út í tón- listargetrauninni) og 15 nöfn sem hlutu aukaverðlaun í hvorri keppni. Dómnefndinni var mikill vandi á höndum þegar velja þurfti verðlaunasög- ur því að margar frambærilegar sögur bárust. Hún lét þau orð falla á Rás 2 að fleiri en 15 hefðu átt skilið að vinna til aukaverðlauna og það er vonandi hugg- un fyrir þá sem ekki komust á blað að þessu sinni og hvatning að reyna aftur í haust. Sigurvegari í smásagnasamkeppninni varð strákur en það hefur ekki gerst áð- ur. Hann heitir Helgi Snær Sigurðsson, 13 ára Reykvíkingur, til heimilis að Álf- heimum 38. Saga hans nefnist Vinátta og birtist á næstu opnu. Sigurvegarinn í tónlistargetrauninni er 14 ára Hafníirðingur, Berglind Rós Guðmundsdóttir, Drangagötu 1. Hún verður ferðafélagi Helga Snæs til Flórída í Bandaríkjunum. Þau fara í vor. Les- endur Æskunnar fá að fylgjast vel með því sem á daga þeirra drífur í Bandaríkj- unum því að þau munu skrifa ferðasögu og birta í tveim tölublöðum Æskunnar eftir að þau koma heim. Aukaverðlaunahafar í smá- sagnasamkeppninni________________________ Eftirtalin hlutu aukaverðlaun í smásagna- samkeppni Æskunnar og Rásar 2: - Guðfinna Björk Hallgrímsdóttir 15 ára, Safamýri 63, Reykjavík. - Guðný Guðjónsdóttir 15 ára, Hjarðarholti 17, Akranesi. - Guðrún Ásdís Eysteinsdóttir 15 ára, Tjarnarlandi, Hjaltastaðahreppi, 701 Egilsstaðir. - Helga Gunnarsdóttir 12 ára, Jörfabakka 18, Reykjavík. - Inga Lára Gylfadóttir 12 ára, Trönuhólum 8, Reykjavík. - Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir 14 ára, Seljabraut 34, Reykjavík. - Jóna Elín Gunnarsdóttir 14 ára, Fellsenda, Þingvallasveit. - Kristjana Nanna Jónsdóttir 13 ára, Rauðumýri 8, Akureyri. - Rakel Heiðmarsdóttir 15 ára, Mælifellsá, Skagafirði. - Rán Amheiðardóttir 15 ára, Birkilundi 5, Akureyri. - Signý Magnúsdóttir 9 ára, Búhamri 52, Vestmannaeyjum. - Sigurbjörg Magnúsdóttir 11 ára, Krossnesi, Strandasýslu. - Vilborg Halldórsdóttir 9 ára, Bugðutanga 7, Mosfellsbæ. - Þórir Sigmundur Þórisson 14 ára, Birkihrauni 11, Reykjahlíð, Mývatnssveit, S-Þing. - Þuriður Björg Þorgrímsdóttir 14 ára, Framnesvegi 36, Reykjavík. Aukaverðlaunahafar í tón- listargetraun Eftirtalin hlutu aukaverðlaun í tónlistar- getrauninni: - Aðalheiður Ósk Kristjánsdóttir, Heiðargerði 26, Vogum. - Anna Margrét Jónsdóttir, Sölvabakka, A-Hún. - Berglind Sigurðardóttir, Úthaga 6, Selfossi. - Bjami Guðmundsson, Breiðvangi 28, Hafnarfirði. - Dagrún Snorradóttir, Akurey 2, V-Landeyjum, Rangárvallasýslu. - Friðrik Baldur Gunnbjömsson, Laxagötu 2, Akureyri. - Hörður Guðmundsson, Mánatröð 14, Egilsstöðum. - Logi Geir Harðarson, Túngötu 19, Ólafsfirði. - Ólafur Ragnar Hjálmarsson, Hrauni 2, Hnifsdal. - Róbert Sverrisson, Miðvangi 112, Hafnarfirði. - Sigurbjöm Jónsson, Heiðargerði 19, Vogum. - Snjólfur Gunnarsson, Hnaukum, Álftafirði, N-Múlasýslu. - Styrmir Geir Jónsson, Miðgarði 6, Egilsstöðum. - Valgerður Helga Sigurðardóttir, Reyrhaga 5, Selfossi. - Þóranna K. Jónbjömsdóttir, Sundstræti 30, ísafirði. 4 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.