Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 7
c
(/)
O)
<D
X
c
<D
þá var hann í ól vegna þeirra sem ekkert
er um hunda gefxð. t>að átti vel við hann
að vera mikið úti og greinilegt að það
fannst honum skemmtilegt.
Síðan byrjaði skólinn. Mér fann hræði-
lega leiðinlegt að skilja hann aleinan eftir
á morgnana en varð að sætta mig við það.
Stundum fórum við með hann til ömmu
og afa en þau átti heima rétt hjá skólan-
um. Það var stundum erfitt að skilja
hann eftir því að hann langaði svo mikið
úl að fara með mér en þegar ég kom heim
flaðraði hann upp um mig og var allur í
uppnámi af gleði.
Hann var mér góður vinur og reyndi
aht fyrir mig að gera ef mér leið illa. Það
var alltaf gott að létta á hjarta sínu og
segja honum hluti sem ég þorði ekki að
segja öðrum. Tobías elskaði mig mest af
öllum í fjölskvldunni og elskaði ég hann
alveg jafnmikið. Augun hans voru svo
blíð og gáfuleg. Ég gat alltaf séð hvernig
honum leið með þvf að horfa í þessi fal-
legu brúnu augu.
Tvö ár liðu. Allt gekk vel. En þá
ÆSKAN== ==
dundu ósköpin yfir.
Ég var að koma úr skólanum. Eins og
alltaf hlakkaði ég til að hitta Tobías og
flýtti mér því. En þegar ég var kominn
nokkuð áleiðs sé ég að mikill mannfjöldi
er saman kominn fyirr framan húsið
okkar. Mér brá og ég tók á rás. Nágrann-
arnir voru þar allir í hnapp.
„Hvað hefur eiginlega gerst?“ spurði
ég sjálfan mig. Mér leið illa. Rétt hjá var
stór jeppi. Mamma kom á móti mér með
útbreiddan faðminn og grét. Ég losaði
mig úr örmum hennar og tróð mér í
gegnum mannfjöldann. Hjartað í mér
hætti að slá af geðshræringu.
„Tobías. . . hann er dáinn,“ sagði
mamma.
Jeppinn hafði ekið á hann og drepið
hann.
„Tobías," öskraði ég og brast í grát.
Fæturnir gáfu undan og ég féll á kné fyr-
ir framan hann. Ég lyfti honum upp í
kjöltu mér og vafði örmum mínum utan
um hann. Mig langaði svo til að öskra en
náði ekki andanum til þess. Ég gróf and-
litið í feldinn hans. Hversu oft hafði ég
ekki gert það og fundið hlýjuna frá lík-
ama hans.
Nú var hann ekki lengur heitur, bara
lífvana og kaldur, dáinn! Ég heyrði
skrafið í kerlingunum fyrir aftan mig.
„Guð, hann hefur keyrt á hann!“
Ég grét og grét, grét í feldinn hans og
gat ekkert gert til að hjálpa honum. Ég
veit ekki hversu lengi ég kraup þarna og
hélt á honum en pabbi tók mig í burtu
frá honum. Ég sá augu hans stara á mig
eins og hann gréti og væri að biðja mig
að taka sig með.
Ég fór ekki í skólann næstu vikuna.
Ég lá bara inni í rúmi og grét og hugsaði
um allt sem við Tobías höfðum gert sam-
an. Tobías var jarðaður úti á túni þar
sem við höfðum svo oft leikið okkur. Eg
bjó til stóran kross og tálgaði í hann:
HÉR HVÍLIR TOBÍAS, BESTI
VINUR SEM ÉG HEF ÁTT.
En ég lifði áfram og huggaði mig við
það að einhvern u'mann myndi ég hitta
hann á ný í nýju og betra lífi.
—---------------- m?