Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1988, Qupperneq 30

Æskan - 01.01.1988, Qupperneq 30
'ÆskU' pósturma ] -Fréttabréf úr Qarði- Kæri Æskupóstur! Okkur langaði til að senda stuttan fréttapistil úr Garði. Kauptúnið okk- ar er nyrsta þéttbýlið á Reykjanes- skaga eða nánar tiltekið á Garðs- skaga. íbúar eru 1067 að tölu. Grunn- skólinn okkar heitir Gerðaskóli. Nemendur eru 201 og félagslífið mjög gott. Skólastjórinn heitir Eiríkur Hermannsson. Hér er sparisjóður, pósthús, bensínstöð, matvörubúð, raftækjaverslun, skrifstofa og félags- heimili, svo að eitthvað sé nefnt. Að- alatvinnuvegur Garðbúa er sjávarút- vegur og fullvinnsla sjávarafurða. Knattspyrnufélagið okkar heitir Víðir og lék í fyrstu deild í Islandsmótinu í sumar. Með þökk fyrir birtinguna. Margrét Þórhalhdóttir og Birgitta Unnarsdóttir. Kveðjur- Hæ, hæ, kæra Æska. Mig langar til að senda krökkunum í 6. bekk í Hveragerði æðislegar stuð- kveðjur. Svo fá þeir sem þekkja mig afganginn. Bestu kveðjur. Hrafnhildur. Kæra Æska. Ég ætla að senda kveðju til allra pennavinkvenna minna en þó sér- staklega til Mónu Sölku og Steinunn- ar. Petrina Þórarinsdóttir, Tjamarholti 7, Raufarhöfn. Hæ, hæ! Ég vil senda öllum í 5. bekk Grunnskóla Hvammstanga pottþéttar stuðkveðjur og einnig öllum stelpun- um í 6. bekk frábærar kveðjur. Aðalbjörg í 5. bekk. ------Veggmyndir------------- Kæra Æska. Með þessu bréfi vil ég fyrst og fremst þakka fyrir æðislegt blað. Mér finnst það góð hugmynd að láta límmiða fylgja því. Nú langar mig til þess að biðja ykkur um að birta vegg- myndir af Madonnu og Michael Jack- son. Hvernig væri það? Einnig langar mig til að spyrja hverjir ráða því hvaða myndir eru á límmiðunum. Kærar þakkir fyrir frábært blað. Linda A. Svar: Þakka þér fyrir bréfið, Linda. Við getum glatt þig með því að við höfum þegar birt veggmyndir af Madonnu og Michael Jackson. Það var fyrir 2-3 árum. Þú getur hringt og pantað blöðin ef þú vilt nálgast þcer. Varðandi seinni spumingu þína þá erum það við, ritstjórar blaðsins, sem veljum endanlega myndir á límmiðana. Við tökum að sjálfsögðu mið af því hvaða ein- staklingar eða hljómsveitir eru í miklu dálceti hjá lesendum Æskunn- ar. Allar tillögur um myndir á ncestu límmiða eru vel þegnar. — Mætingakeppni í— Laugalandsskóla Hæ, kæra Æska. Við erum hérna þrjár úr Lauga- landsskóla í Holtum og ætlum að segja ykkur lítillega frá skólanum okkar. Við förum í skólann með skólabílnum á hverjum degi. Kennsl- an hefst kl. 9. Síðan er hringt í mat kl. 12 og aftur í tíma korter fyrir eitt. í síðustu frímínútunum erum við rekin út til að viðra okkur. Milli þriggja efstu bekkjanna er mætinga- keppni og er hún einstaklingsbundin. Þeir sem fá fæst eða engin skróp fara í dagsferð að lokinni hverri önn. Það eru um það bil 120 nemendur í skól- anum á aldrinum frá 6 ára til 15 ára. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. H. H. og S. Laugalandsskóla. — Pennavinaklúbbur - Kæra Æska! Ég er hérna ein úr borginni og mig langar til að biðja ykkur að birta fyrir mig heimilisfang hjá pennavina- klúbbi í Suður-Kóreu. Utanáskriftin er: Clover Overseas Pen Pals Society, P.O. Box 3315, Seoul 100, S-Korea. Munið að láta alþjóðlegt svarfrí- merki fylgja með. Ég. — Bréf frá Jóni Hauki — Kæri Æskupóstur. Mig langar til að segja þér lítillega frá sjálfum mér. Ég geng í Melaskóla og einnig í Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Mér gengur vel í náminu. Að síðustu vil ég þakka fyrir gott blað. Jón Haukur 10 ára, Tómasarhaga 20, 107 Reykjavík. ---------Brandarar--------------- Eitt sinn gekk Hafnfirðingur inn á bar með útidyrnar undir hendinni. Þá segir barþjónninn: „Hvers vegna í ósköpunum ertu að burðast með þessa útidyrahurð undir hendinni?“ Þá svarar Hafnfirðingurinn: „Það var þannig að í gærkvöldi týndi ég lyklinum að henni og svona til öryggis, ef einhver skyldi finna hann og ætla að brjótast inn í húsið, tók ég hurðina með mér.“ „En hvað ef þú týndir hurðinni?" spyr barþjónninn. „Nú það væri allt í lagi. Ég skildi eftir opinn glugga.“ Frá áskrifanda. Hafið þið heyrt um Kínverjann sem var svo gráðugur að hann borðaði með prjónavél? DSC. Pabbi: Heldur þú að sonur okkar hafi gáfurnar frá mér? Mamma: Það hlýtur bara að vera. Ég hef mínar enn þá. Sendandi: Hjörtur Waltersson 11 ára, Melbce 10, Reykjavík. 30 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.