Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1988, Page 37

Æskan - 01.01.1988, Page 37
í gamla daga Ormurinn í Lagarfljóti Endursagt af Iðunni Steinsdóttur Teikning: Búi Kristjánsson Einu sinni endur fyrir löngu var ung stúlka. Móðir hennar gaf henni hring úr gulli. - Hvar á ég að geyma hringinn? spurði stúlkan. - Leggðu hann undir lyngorm, svaraði móðir hennar. Stúlkan setti hringinn í litla öskju og lagði lyngorm ofan á. ÆSKAN Eftir nokkra daga gægðist hún í öskjuna. Þá brá henni í brún. Ormurinn var orðinn stór og þrútinn og askjan alveg að springa. Stúlkan varð hrædd. Hún tók öskjuna og kastaði henni í fljótið. Þetta fljót heitir Lagarfljót. Það er austur á landi. Nú liðu mörg ár. Þá fóru menn að verða varir við orminn. Hann reyndi að deyða menn og börn sem þurftu yfir fljótið. Stundum teygði hann sig upp úr fljótinu og gaus eitri. Þetta var mikið vandamál. Menn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir fengu tvo Finna til að drepa orminn og ná gullinu. Finnarnir stungu sér í fljótið. En þeir komu fljótt upp aftur. Þeir sögðu að ormurinn væri allt of stór. Þeir réðu ekki við hann. Þeir tóku langan kaðal og bundu orminn með honum. Nú gat ormurinn ekki gert fólki mein þegar það fór yfir fljótið. Þannig hafa árin liðið. En stundum leiðist orminum að vera bundinn. Þá setur hann á sig stóra kryppu sem stendur upp úr vatninu. Þegar menn sjá kryppuna verða þeir æstir og segja: - Þarna er ormurinn! Þeir trúa því að nú muni bráðum eitthvað merkilegt gerast. Enginn veit hvað þetta merkilega er. Hvað heldur þú? Búi er myndlistarmaður. Hann hejur myndskreytt Jlestar bækur Iðunnar. 37

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.