Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1988, Page 43

Æskan - 01.01.1988, Page 43
bik Arizona frá því um 300 f. Kr. til 1450 e.Kr. Alllengi hafa menn vitað um leifar frá fyrri tímum á þessum slóðum og fyrir tæpum hundrað árum var staðurinn rannsakaður fræðilega . Við svo- nefnda Saltá mátti greina leifar af skurðum um þveran og endilang- an dalinn. Skurðir af stærra tagi voru samtals um 500 km á lengd og minni skurðir um það bil 1600 kílómetrar. („Hringvegurinn“ á íslandi er 1450 km). Nú er mest af verksummerkjum þessara heill- andi mannvirkja horfið. Aðeins 10 km hafa staðist uppbygging- una umhverfis Fönix, höfuðborg Arizona, og jarðrask á stórbúum nútímans. Stjómleysi: vatnið þornar Skurðir þeir sem fornleifafræð- ingar gátu rannsakað sl. áratug voru mældir og gerð hafa verið kort yfir áveitukerfið. Þverskurð- ur skurðanna er ýmist U-laga eða V-laga. Skurðirnir eru misbreiðir, frá því um metri og allt að 10 metrum. Einnig eru þeir mis- djúpir; sumir hafa aðeins verið um hálfur metri á dýpt en þeir dýpstu þrír og hálfur metri. Kerfið var því mismunandi þéttriðið net ólíkra skurða. En margsinnis hefur vatnsveitan skemmst af ýmsum ástæðum og verið lögð að nýju, stundum með öðru sniði. Við sjáum fyrir okkur iðnar hendur Hohokam-mann- anna við mokstur og hleðslu. Við ímyndum okkur skeggræður um skipulagið. Það er stritað og glaðst að loknu verki. Mikil flóð verða stundum í landinu. Þau hrífa allt laust með sér, rífa upp leir og mold og fylla skurðina. Það er hafíst handa á ný. Kynslóðir koma og fara; for- feðurnir gleymast flestir en sögur um vatn og veitur eru sagðar mann fram af manni í þúsund ár - þar til nú að allt er gleymt. Talið er að áveitumenning þesi hafi liðið undir lok vegna þess að slakað var á heildarstjórn á vatnsmiðlun í héraðinu. Vatns- dreifmgin varð ójöfn og gróður tók að skrælna. Landið lagðist í eyði. ÆSKANi 143

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.