Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1988, Side 45

Æskan - 01.01.1988, Side 45
Vatn er nær ókeypis! Það er dýrt að drekka mikið af gos- drykkjum. Ef þú innbyrðir þína daglegu vökvaþörf, sem er um einn lítri, í formi gosdrykkja þá kostar það þig rúmar 30 þúsund krónur á ári að svala þorstanum. Hugsaðu þér hvað þú gætir gert fyrir alla þá peninga. Vatn er traustur náttúrudrykkur Margir drykkir, sem fást í búðum, hafa í sér rotvarnarefni og ýmis gervi- og litar- efni sem geta skaðað líkamann og því er rétt að forðast slík efni. Slæmar matarvenjur stuðla að tann- skemmdum. Sérstaklega á það við ef sykurríkrar fæðu er neytt milli mála. í mörgum drykkjum, svo sem gosdrykkj- um og ýmsum ávaxtadrykkjum, er sykur og þeir eru súrir. Slíkir drykkir geta skemmt glerung tannanna, jafnvel þótt þeir séu sykurskertir. Vatn er traustur náttúrudrykkur því að það endurnýjast reglulega í náttúr- unni. Vatn er alls staðar! Öll fáum við vatnið rennandi til okkar, beint heim í hús í gegnum vatnsleiðslur. í skólanum, íþróttahúsinu, skátaheimil- inu og heima getur þú alltaf svalað þorst- anum með vatni. Benjamín Árnason er framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. Hann hefur lengi starfað sem skáti og á vegum þeirra. ir ð J Jl’l Þú færð ekki betri svaladrykk en hreint og tært vatn. ÆSKAN 45

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.