Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 6
Verðlaunasagan: w ÆVIHURIB im ROSIHA BYRll eftir Bergtindi Haiidórsdóttir 11 árá Afi minn var alltaf mikill sögu- maöur og mér fannst mjög gaman aö hlusta á hann segja sögur. Kvöld eitt var ég hjá afa en amma var á sjúkrahúsi. Hann baö mig aö koma til sín og sagöi: „Sonja mín, áöur en langt um líð- ur mun ég yfirgefa þessa veröld." Ég fékk kökk í hálsinn við tilhugs- unina. „Vilt þú lofa að gera mér greiða?" byrjaði hann aftur. „]á, allt geri ég fyrir þig," sagöi ég hálfhikandi. "En hvers vegna?" „Mér veitir sannarlega ekki af að hvíla lúin bein," sagði afi, „en þaö get ég ekki fyrr en ákveðið mál er komið á hreint." Afi var svo dapur að ég fékk tár í augun. „Vilt þú það, elsku Sonja?" „Hvað er það?" spurði ég. „Bíddu, nú skal ég útskýra," sagði afi og ég fann á mér að nú var hann að hefja nýja sögu. „Þegar ég var ungur átti ég unn- ustu. Hún var hin fallegasta stúlka. Við vorum svo hamingjusöm. Hún hét María." „Afi þagnaði um stund. „Og hvað ..?" spurði ég. „Svo var ég kvaddur í herinn," byrjaði afi, „en áður en ég fór lof- aði ég Maríu að ég skyldi færa henni fjallarós! Svo lauk stríðinu og ég kynntist henni ömmu þinni. Við giftumst og ég gleymdi henni Mar- íu minni," sagði afi og hallaði aftur augunum eins og hann væri að rifja upp liðna tíð. „Það var ekki fyrr en nú fýrir skömmu þegar amma þín veiktist að ég minntist Maríu. Viltu nú vera svo væn að gera mér þenn- an greiða?" Ég gat varla áttað mig á þessu öllu en sagði þó: „Já!" Afi brosti til mín og sagði að ég væri myndarleg stúlka og brygðist honum aldrei. Mér leið vel inni í mér. Ég ætlaði að spyrja afa ótal spurninga en þá komu mamma og pabbi aö sækja mig. Um kvöldið ætlaði ég aldrei að geta hætt að hugsa um Maríu en loks sofnaði ég þó. Ég var komin í draumaheimum upp í fjöllin. Efst á tindinum var fjallarós, falleg fjallarós. Eftir mikla göngu var ég komin að rósinni. Ég sleit hana upp með rótum og vafði hana inn í gras og mosa. Ég settist niður og virti fyr- ir mér útsýnið. Það var undur fagurt, brattir klettar, djúpir dalir og falleg fjöll allt um kring. Ég hef alltaf ver- ið lofthrædd en mig svimaði alls ekki. Ég lagði af stað niður. Þegar ég var nýkomin niður byrjaði að snjóa. Mér varð fljótt kalt. En loks komst ég þó að litlum kofa. Ég bankaði á dyrnar örlítið feimin. Gamall vin- gjarnlegur maður kom til dyra. Hann líktist afa. Hann hafði grátt sítt skegg, sakleysisleg augu og vin- gjarnlega og þægilega rödd. „Jæja Sonja litla," tók hann til máls, „ertu þá komin? Fannstu rós- ina?" Ég leit undrandi á hann og sagði: „Já, er hún ekki falleg?" „]ú," sagði maðurinn „en hún er í hættu." „Nú?" sagði ég furðu lostin. „Hvers vegna?" „Vegna þess .." sagði maðurinn, „að blómið er tákn fyrir ást ungs fólks." Þó að afi væri gamall var ég viss um að maðurinn ætti við hann og Maríu. Ég dvaldist hjá gamla mannin- um meðan óveðrið gekk yfir. Þegar því slotaði ætlaði ég að leggja af stað en þá sagði maðurinn: „Taktu þessi þrjú egg með þér og brjóttu þau í neyð. Þú átt eftir að hitta Stríðsgoðann, Mengunardát- ann og Óhamingunornina." Andartaki síðar stóð ég í litlum dal með eggin og rósina í höndun- um. Sólin skein og mér leið vel. Framundan var gríðarleg hæð. Ég ákvað að ganga þangað. Það dimmdi smátt og smátt er nær dró hæðinni miklu og þegar ég var kom- in þangað var skollin á þoka. Ég hélt þó ótrauð áfram. Smám saman fór að birta, ekki hlýrri og fallegri birtu eins og áður heldur eitraðri og sterkri birtu sem var verri en myrkur. Rósin fór aö visna þar til hún dó. Þá stóð ég frammi fýrir mikilli höll: Höll stríðs- goöans! Ég gekk upp að dyrunum og barði. Lágvaxinn og feitur mað- ur opnaði dyrnar og sagði: „Hvert er erindið?" „Ég vil hitta Maríu ..." Ég ætlaði að halda áfram en það 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.