Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 27

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 27
EYJAR ur ífleiri félögum en Eyjarós, t.d. hjá Knattspyrnufélaginu Þór. Arnbjörg og Ragnheiður leika báðar með 3. flokki; Arnbjörg í stöðu framherja en Ragnheiður ýmist í stöðu miðju- manns eða vinstri-tengiliðs. Ingi- björg æfir hins vegar með 4. flokki og gætir varnarinnar. Þær hafa allar tekið þátt í hinu árlega Gull- og silf- urmóti, einnig Pæjumótinu. 3. flokknum hafði gengið vel á íslands- mótinu þegar þetta viðtal var tekið og áttu þær Arnbjörg og Ragnheið- ur von á því að Þórarar yrðu þar í 3.-4. sæti. - Er einhver rígur á milli að- dáenda Vestmannaeyjalið- anna, Þórs og Týs? „Það er aðallega rígur á milli hinna fullorðnu," svara stúlkurnar að bragði. „Það eru þeir sem láta eins og smákrakkar!" LÍKA í SKÁTUNUM - OG FIMLEIKUM! Ekki er enn allt upp talið varðandi þátttöku stelpnanna í félagsstörfum. Þær eru einnig skátar. Ragnheiður Draumbær - húsið sem barnastúkan Eyjarós í Vestmannaeyjum hetur til afnota. er í flokki sem nefnist „Ruglaðar radísur", Ingibjörg í „Pöndum" en Arnbjörg er svo nýbyrjuð að hún man ekki nafnið á á sínum hópi. Auk alls þessa æfa Ingibjörg og Arnbjörg fimleika. Stúlkurnar sitja sannarlega ekki aðgerðalausar eins og sjá má af þessu. - Hver er helsti kosturinn við að eiga heima í Vestmanna- eyjum? „Þetta er lítið samfélag, allir þekkj- ast og fólkið stendur saman," svara þær. „Félagsandinn er mjög góður og mikið gert fyrir unga fólkið. Það er t.d. lítið um klíkumyndanir í skól- anum.“ - Fenguð þið eitthvað að starfa í fyrrasumar? Ragnheiður: Já, ég vann í fiski og humri til skiptis. Ég þurfti að byrja klukkan sex á morgnana og vann til fimm. Maður vandist því að vakna svona snemma. En ég var líka sofn- 'uð klukkan 10-11 á kvöldin. Ingibjörg: Ég varíVinnuskólanum í mánuð. Það var ágætt. Arnbjörg: Ég vann í humri og svo var ég að passa barn í 2 vikur. - Að sfðustu - af því að þið eruð Eyjabúar. Borðið þið lunda? „Já, það gerum við allar,“ svara þær næstum einum rómi. „Hann er mjög góður!" Við óskum stelpunum góðs gengis í stúkustarfinu og vonum að þær og félagar þeirra eigi eftir að eiga margar ánægjulegar stundir í Draumbæ. -E.l. Æ S K A N 2 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.