Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 39

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 39
gerðist fyrir langa löngu og hvað er á seyði - hvað er fram undan? Hvað leynist hand- an tómsins? Hve tómt er tómið? Ýmissa slíkra heillandi spurninga get- um við leyft okkur að spyrja, rökræða þær og kanna með hjálp náttúruvísinda og tækni. Ein slík hljóðará þessa leið: Er líf víðar en á jörðinni okkar - einhvers staðar í fjarlægum sólkerfum alheims? Eitt sólkerfi - eða mörg? Vissulega hefur einstaka hugsuðum fyrr á öldum dottið í hug að lífverur kynnu að leynast á fjarlægum hnöttum. Mörgum fannst fullyrðing um líf annars staðar en hér á jörð vera eðlileg þegar fræðimenn höfðu áttað sig á að stjörnurnar væru fjarlægar sólir. Hvað var eðlilegra eru»@ hugsa sér að þessar sólir hefðu kalda smá- hnetti á borð við jörð- ina í nánd við sig og þar væru góð lífsskil- yrði! En ekkert hefur enn sannfært vísindamenn fyllilega. Langvinn leit hefurfarið fram að slík- um byggilegum hnött- um. Nýlega þóttust menn loksins hafafært sönnur á að einn eða fleiri slíkir hnettir reik- uðu um stjörnu sem fylgst hefurverið með. En sú niðurstaða hefur þó ekki kveðið alla gagnrýni í kútinn. Það er því enn ekki runnin upp sú heimssögulega stund að menn verði fullvissir um að til séu fleiri sólkerfi en okkar eigið. Enn þann dag í dag hafa menn því ekki fyllilega rétt á því að fullyrða að til sé ann- að en okkar eigið gamalkunna sólkerfi, sól- in sjálf og hnettirnir, öðru nafni reikistjörn- urnar, Merkúr, Venus, Jörðin, Mars, Júpít- er, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó ásamt tunglum og smástirnum. Leitin að öðrum sólkerfum í vetrarbrautinni, stjarn- þyrpingu þeirri sem við tilheyrum, heldur því áfram. Bót er í máli að myndun sólkerfa er nú á dögum talin miklu eðlilegri viðburður en stjarnfræðingar álitu fyrr á öldinni. Seinni tíma kenningar stjarnfræðinga eru hliðholl- ar þeirri skoðun að sólkerfi með sól og köld- um hnöttum séu algeng og jafnvel algeng- ari en stakar sólir án hnatta. Líkindin hafa því vissulega aukist á því að kenningin um iðandi líf um víðan geim hafi mikið til síns máls. Þróun alheims Það er annars undarleg veröld sem við eigum heima í. Þróun alheimsins hefur verið skipt í nokkra meginkafla eða skeið. Hann verður í upphafi til við sprengingu mikla sem stundum er kölluð „Stórihvellur." Fyrstu „sekúndu" í sögu alheimsins er skipt í þrjú skeið. Allra fyrstu brotabrot fyrstu sekúndu ríkir ægileg óreiða, hitinn og þéttleikinn er meiri en við getum ímynd- að okkur, en á næstu tveimur skeiðum sek- úndunnar þenst þessi pínulitli, furðulegi heimur út með gífurlegum hraða og þynn- ist. Hann kólnar en er samt heitari en nokk- uð sem við könnumst við, nú löngu síðar. Þessi veröld er eintóm geislun. Smæstu eindir veraldarinnar myndast þessa við- burðaríku sekúndu en frumefnin sjálf, efni efnisheimsins, skapast ekki fyrr en löngu síðar. „Mínúta“ líður, jafnvel nokkrarvið- burðarríkar mínútur hafa liðið, áður en fyrsta frumefni alheimssögunnar skapast. Það er vatnsefnið. Ekki er vitað hve margra „mínútna" al- heimurinn var þá orðinn en að minnsta kosti mun hann hafa verið yngri en milljón ára þegar þetta gerðist - myndun efnis sem lifir af ágang geislunar ef svo mætti að orði komast. En atburður þessi er talinn mikil þáttaskil í sögu heimsins og er nefndur hinn fyrri hinna mestu ummyndana sem gerst hafa frá upphafi. Nú hefstfjórða skeið. Mikil þáttaskil hafa orðið; efnið hefur betur en geislunin. Fleiri efni myndast. Á fimmta skeiði hefur enn kólnað, alheimurinn hefur þanist út og að- dráttaraflið tekur að safna efninu saman í geysistóra sveipi. Vetr- arbrautirnar eru að myndast - og smám !saman taka „kunningjar" okkar, stjörnurnar, að •myndast. Það er sjötta skeið sem hófst 10 millj- ón árum eftir myndun elsta frumefnisins. Raunar hafa fræði- menn bætt við fleiri tíma- bilum, hinum síðari tímabilum sköpunarsög- unnar. Þau einkennast af myndun hinna þyngri frumefna, þá myndun efnasambanda. Síðan kemur skeiðið er lífið kviknarog tekurað þró- astájörðinni. Að lokum ertalið hið síðasta skeið sem hefst í upphafi menningar — hér á jörðu eða annars staðar - og eru þau þáttaskil talin hin seinni þeirra allramark- verðustu sem gerst hafa frá upphafi vega. Þetta er hin mikla seinni ummyndun ver- aldarsögunnar. Hin fyrri var myndun efnis einhvern tímann áfyrstu milljón árum þess- arar miklu sögu. Þannig má skipta alheimssögunni í þrjú megintímabil. Á því fyrsta er geislun í al- gleymingi, á öðru nær efnið yfirhöndinni en á því síðasta kemur lífið til sögunnar. Og þá erum við komin heim aftur úr í- myndaðri hraðferð um alheiminn - og sjá- um kannski rétt við nefið á okkur marga undraverða hluti - sem vert er að dást að og rannsaka betur! Æ S K A N 4 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.